Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 19:01 Fjöldi farþegar situr enn fastur í flugvélum við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs og er búist við því að það taki fram eftir að kvöldi að tæma þær. Samkvæmt upplýsingum Isavia bíða farþegar í sex flugvélum enn eftir að komast frá borði. Icelandair aflýsti öllum flugferðum sínum síðdegis vegna veðurs en mikið hvassviðri er nú á suðvesturlandi. Ekki er búist við því að veðrið gangi niður fyrr en með morgundeginum. Á vefsíðu Keflavíkurflugvallar kemur fram að öllum flugferðum sem áætlaðar voru síðdegis og í kvöld hefur verið aflýst. Komum hefur einnig verið aflýst eða seinkað en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að tvær vélar Wizz Air hafi lent á Egilsstöðum. Veðurofsinn þýðir einnig að ekki hefur verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma flugvélar við flugstöðina. Ekki er hægt að nota brýrnar þegar vindhraði fer yfir 26 metra á sekúndu. Því er aðeins hægt að afferma tvær vélar í einu. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það gæti tekið fram á kvöld að tæma vélarnar. Guðjón frá Isavia segir við Vísi að miðað við veður og veðurspá verð ekki hægt að nota landgöngubrýr fyrr en í fyrramálið. Það sé flugfélaga og samstarfsaðila þeirra að ákveða hvort stigabílar séu notaðir til að ferma og afferma vélar. Þeir séu nú notaðir til að afferma vélar við flugvöllinn. Þeir farþegar sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við á flugvellinum voru þó tiltölulega rólegir. Íslenskur farþegi sem hafði beðið í tvær klukkustundir í vél úti á flugbraut og svo klukkutíma eftir farangri sem ekki skilaði sér sagði að allir hafi sýnt aðstæðum skilning. „Það er brjálað veður, við ráðum ekki við það,“ sagði hann. Bandarísk ferðakona sem var á leið heim til Boston sagðist við það að ljúka yndislegu fríi á Íslandi. „Þetta er ekki svo slæmt. Það er það sem það er. Maður verður bara að taka því sem að höndum ber á svona ferðalögum,“ sagði hún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Fjöldi farþegar situr enn fastur í flugvélum við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs og er búist við því að það taki fram eftir að kvöldi að tæma þær. Samkvæmt upplýsingum Isavia bíða farþegar í sex flugvélum enn eftir að komast frá borði. Icelandair aflýsti öllum flugferðum sínum síðdegis vegna veðurs en mikið hvassviðri er nú á suðvesturlandi. Ekki er búist við því að veðrið gangi niður fyrr en með morgundeginum. Á vefsíðu Keflavíkurflugvallar kemur fram að öllum flugferðum sem áætlaðar voru síðdegis og í kvöld hefur verið aflýst. Komum hefur einnig verið aflýst eða seinkað en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að tvær vélar Wizz Air hafi lent á Egilsstöðum. Veðurofsinn þýðir einnig að ekki hefur verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma flugvélar við flugstöðina. Ekki er hægt að nota brýrnar þegar vindhraði fer yfir 26 metra á sekúndu. Því er aðeins hægt að afferma tvær vélar í einu. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það gæti tekið fram á kvöld að tæma vélarnar. Guðjón frá Isavia segir við Vísi að miðað við veður og veðurspá verð ekki hægt að nota landgöngubrýr fyrr en í fyrramálið. Það sé flugfélaga og samstarfsaðila þeirra að ákveða hvort stigabílar séu notaðir til að ferma og afferma vélar. Þeir séu nú notaðir til að afferma vélar við flugvöllinn. Þeir farþegar sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við á flugvellinum voru þó tiltölulega rólegir. Íslenskur farþegi sem hafði beðið í tvær klukkustundir í vél úti á flugbraut og svo klukkutíma eftir farangri sem ekki skilaði sér sagði að allir hafi sýnt aðstæðum skilning. „Það er brjálað veður, við ráðum ekki við það,“ sagði hann. Bandarísk ferðakona sem var á leið heim til Boston sagðist við það að ljúka yndislegu fríi á Íslandi. „Þetta er ekki svo slæmt. Það er það sem það er. Maður verður bara að taka því sem að höndum ber á svona ferðalögum,“ sagði hún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27