Þarf að endurhanna allt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. október 2019 09:30 "Mitt vandamál var að finna framtíðarsýn þar sem væru lausnir sem ég tryði sjálfur á.“ Fréttablaðið/Anton Brink Ný bók Andra Snæs Magnasonar er Um tímann og vatnið og hann fléttar inn í hana sögum af forfeðrum sínum og fjölskyldu og kemur víða við, Dalai Lama er til dæmis meðal persóna. Það er greinilegt að Andri Snær hefur lagt gríðarlega vinnu, orku og hugsun í þessa bók og útkoman er sannarlega áhrifamikil. Bókin hefur þegar verið seld til nokkurra landa og þeim á örugglega eftir að fjölga. Andri Snær segir að bókin hafi verið afar lengi í vinnslu. „Þetta eru hlutir sem ég hef verið með athyglina á í næstum 20 ár. Það eru tíu ár síðan fyrstu drögin urðu til og bókin hefur þróast í fyrirlestrum sem ég hef haldið í háskólum víða um heim og samtölum við vísindamenn. Hér er um að ræða stærsta mál sem jarðarbúar standa frammi fyrir og mér fannst óþægilegt að hafa ekki grundvallaratriðin á hreinu, ég vildi skilja stærðirnar og hugtökin. Ég þurfti að læra grunnatriðin sem varða hafið, loftslagið og jöklana áður en ég gat skrifað um þessi málefni á skiljanlegu máli og lagt inn í aðrar sögur.“ Í bókinni fangar Andri Snær tímann, leiðir saman kynslóðir og tengir ungar og komandi kynslóðir við þær eldri. Bókinni lýkur á árinu 2102. „Mig langaði til að skapa djúpa tilfinningu fyrir framtíðinni sem er byggð á sterkri tilfinningu fyrir minni eigin fortíð og samskiptum við afa og ömmur og forfeður mína. Það var mikill galdur að reyna að ná þessu öllu saman.“Mannkynið skilur sögur Andri Snær segir að hann hafi alls ekki verið fullviss um að hann ætti að skrifa bók um loftslagsbreytingar. „Á tímabili fannst mér að ég væri ekki rétti maðurinn til að skrifa um þessa vá. Það sem fyllti mig fullvissu var að fræðimenn, innlendir og erlendir, sögðu mér að þeir hefðu ekki endilega hæfileika til að flétta þetta efni inn í stærra samhengi. Þeir sögðust vera sérfræðingar á sínu sviði og vandinn væri sá að vísindi þeirra kæmust ekki til skila nema þeim væri fléttað inn í sögur. Mannkynið skilur sögur. Þess vegna er Greta Thunberg svo mikilvæg núna, heimurinn tengir við hana í gegnum sögu hennar. Hún er að segja það sama og vísindamenn en við hlustum á hana.“ Það er gnægð af sögum í þessari haganlega fléttuðu bók Andra Snæs, ásamt greiningu á vandanum sem mannkyn stendur frammi fyrir og hugmyndum að lausnum. „Það hefði ekki verið neitt vandamál að plægja á einni helgi heimsendagreinar í fréttum, raða þeim í rétta tímaröð og búa til bók. Mitt vandamál var að finna framtíðarsýn þar sem væru lausnir sem ég tryði sjálfur á,“ segir hann. „Allt sem ég segi byggi ég síðan á vísindum. Færustu vísindamenn á hverju sviði hafa ráðlagt mér og lesið yfir hjá mér. Ef einhverjar villur slæðast inn þá ber ég ábyrgð á þeim en ég naut meðal annars liðsinnis jöklafræðinga, loftslagsfræðinga, sjávarlíffræðinga og haffræðinga. Súrnun sjávar er stærsta breyting á efnafræði jarðar í 50 milljón ár ásamt því sem er gerast í andrúmsloftinu. Það hlýtur að koma mér við. En hvernig á ég að segja frá þessu í bók? Orðið „súrnun“ er ekki þrungið merkingu eins og kjarnorkusprengja. Ég þarf að gera lesandanum ljóst að orðið sé risavaxið en hafi allt of litla merkingu. Það er meðal þess sem ég reyni í þessari bók.“Allt er tengt í heiminum Þú segir á einum stað í bókinni að skáldskapurinn hafi verið þinn flótti og þú hafir látið aðra um aktívismann. Það er greinilegt að þú hefur lagt mikla ástríðu og orku í þetta verk, geturðu snúið aftur í skáldskapinn? „Þegar ég hafði lokið við bókina hugsaði ég um það hvort ég ætti afturkvæmt í skáldskapinn. Ég vona að ég eigi það en það fór gríðarlega mikil orka í þetta verk. Stundum var efnið það yfirþyrmandi að ég varð að leggja það frá mér og skrifaði Tímakistuna og smásagnasafn. Fyrir tveimur árum hugsaði ég: Hvernig í ósköpunum ætlarðu að tengja saman brúðkaupsferð afa og ömmu upp á Vatnajökul, Dalai Lama og frænda sem endurholdgaðist sem krókódíll? Lausnin var að flæða úr einni sögu í aðra og skapa samt heildstæða sögu. Mig langaði að búa til heim þar sem einhvers konar tilviljanir og töfrar tengdu þetta allt saman. Ég vissi líka að þetta ætti allt heima í einni bók og yrði ein heild, ég vildi sýna fram á að allt er tengt í heiminum og allir tengjast öllu.“Allsherjar endurhugsun Í þessari bók ertu að lýsa kynslóð afa þíns og ömmu sem byggði allt frá grunni og endurnýtti allt, bar virðingu fyrir verðmætum og henti engu. Er þetta ein af lausnunum fyrir okkur? „Já, það er þannig. Ein af lausnunum er það sem amma sagði: Kláraðu matinn þinn og vertu í peysunni af stóru systur þinni! Þessi kynslóð byggði upp 20. öldina. Hún byggði hitaveitur og íþróttahallir, vegina, brýrnar og sjúkrahúsin. Þessi kynslóð fór í gegnum ýmislegt, margir ólust upp við skort, en maður upplifir ekki að það hafi verið óhamingja í því að þurfa að stofna íþróttafélög eða jöklarannsóknarfélag og búa til þá hluti sem við erfum. Þvert á móti, það er ákveðinn kraftur í frumkvöðlaandanum og því að stofna lýðveldi. Við héldum að við gætum tekið við þessu og byggt lúxus ofan á það og sýndarveruleika. Það er ekki þannig. Stóra verkefnið fram undan er allsherjar endurhugsun. Ef við höldum línulega áfram eins og ekkert sé þá fer ekki vel, það er vísindalega sannað. Það er samt ekki endilega neikvætt að vera hluti af kynslóð sem þarf að breyta hlutum. Það er mikil sköpun og hugsun í því. Það er heldur ekki endilega neikvætt að vera kynslóð sem hefur æðra hlutverk, og í þessu tilfelli felst hlutverkið í því að tryggja lífvænlega jörð fram á næstu öld. Það þarf að endurhanna nánast allt, það þarf að breyta allri orkuframleiðslu, matvælaframleiðslu, samgöngum og neysluvenjum á næstu 30 árum og helst fyrr.“Er í alvöru einhver von um að það takist? Kína, Rússland og Bandaríkin virðast til dæmis ekki ætla að leggja mikið af mörkum og skortur á áhuga þeirra hlýtur að skipta máli. „Ég er ekki gott viðmið á bjartsýni. Ef það væru 0,1 prósent líkur á að þetta takist myndi ég halda í þetta 0,1 prósent. Og fræðimenn hafa sýnt fram á að það sé vel hægt að ná þessum markmiðum þótt það geti verið pólitískt erfitt og það er óljóst hvort við eigum tiltæka hugmyndafræði sem ræður við svona stórt verkefni. Ég hef sveiflast í því hvort við séum að fara inn í óöld og kaos. Það er alveg gild skoðun og freistandi að skrifa napra bók um að allt sé að fara til andskotans. Ég hef lesið margar slíkar bækur.“Um að þetta sé vonlaust? „Já, og líka bækur þar sem því er haldið fram að öll okkar lífsgæði og réttindi séu til komin vegna olíu sem auðveldi okkur lífið og hafi skapað ákveðna blekkingu á síðustu 200 árum, að við séum dæmd til að klára olíuna og steikja náttúruna um leið. En ég vil leyfa mér að trúa því að þegar heil kynslóð ungmenna er komin með hugsjón og sér að hlutir verða að breytast og er komin með fyrirmyndir um það hvernig á að breyta því, þá muni hlutir breytast mjög hratt. En við sjáum vissulega tregðu sem er orðin glæpsamleg, eins og þann áróður sem hefur verið kostaður af hagsmunaaðilum. Hann er orðinn eins konar stríðsglæpur. Glæpur gegn mannkyninu og jörðinni í heild sinni. Jú, jú, það var lítil ísöld og Vatnajökull var miklu minni á landnámsöld og náttúran hefur tekið miklum breytingum og þar hafa orðið sveiflur. En þegar eðlisfræðin er skoðuð þá er staðreynd að CO2 fangar hita og meira CO2 fangar meiri hita. Það er jafn ljóst og að áfengi veldur ölvun og meira áfengi veldur meiri ölvun. Það eru ótal dæmi um ölvað fólk sem segist geta ekið eftir sex bjóra, en það er bara rugl. Þessir hópar sem afneita loftslagsvísindum reyna meðvitað að rugla okkur í ríminu og búa til hugmyndir um að málið sé hlaðið efasemdum. Þeir eru að verja gríðarlega fjárhagslega hagsmuni en tjónið sem þeir hafa valdið er nánast ómælanlegt. Við værum komin langt með að leysa vandann ef við hefðum byrjað fyrir 30 árum.“Ekki jarðvegur fyrir vantraust Við höfum samt popúlísk öfl við völd víða um heim, eins og Trump og forseta Brasilíu. Heldurðu að álíka öfl gætu náð áhrifum hér á landi? „Einhverjir daðra við það en ég er sannfærður um að það fái engan hljómgrunn því þessi popúlísku öfl eru byggð á fjarlægð við vísindin og vísindamenn. Ein mikilvægasta langtímarannsóknin á sýrustigi sjávar í heiminum kemur frá Jóni Ólafssyni haffræðingi og við eigum vísindamenn sem eru virtir um allan heim. Ef menn ætla að ata merka vísindamenn auri af þingpöllum og vísa í YouTube-myndbönd, amerískar olíuhugveitur eða danska afneitunarsinna, þá segi ég bara: Guð hjálpi þeim! Við eigum frábæra vísindamenn í jöklafræðum, jarðeðlisfræði og eldfjallafræðum og þeir standa allir nærri almenningi. Við eigum björgunarsveitir og félög eins og Jöklarannsóknafélagið þar sem sérfræðingar og almenningur vinna saman. Hér má vera gagnrýnin hugsun en hér er ekki jarðvegur fyrir vantraust.“Þú hefur í mörg ár talað fyrir náttúruvernd og oft fengið á þig óvægna gagnrýni. „Ég tek það ekki mikið inn á mig. Ég hef kynnst svo mörgu góðu fólki gegnum þessa baráttu og hef sárasjaldan lent í leiðinlegum aðstæðum. Ég sé kannski eitthvað á netinu eða heyri utan að mér að einhverjum sé illa við mig. Ég hef átt í deilum við stóriðjuna og er málkunnugur mörgum af þeim sem ég hef átt í orrahríð við. Ég kann vel við þetta fólk í viðkynningu, en ef mér finnst stigið yfir mörkin í sannleikanum þá andmæli ég. Það er þá frekar að málefnið sjálft angri mig. Mér þykir sárt þegar ómetanleg svæði eru eyðilögð og mér þykir leitt að það þurfi að eyða svona mikilli orku í að verja dýrmæta náttúru. Ég myndi ekki mála mig sem fórnarlamb eða píslarvott í þessum málum. Það getur vel verið að ég hafi misst af einhverjum tækifærum eða glatað einhverjum lesendum eða að það sé illt umtal einhvers staðar sem ég veit ekki af. Ég á ekkert annað líf til samanburðar. Það má segja að þetta hafi blossað upp þegar listamannalaunaumræðan var hér um árið. Þá voru einhverjir viljugir að taka mig niður. Það var áður en orðið falsfréttir var orðið til, en allar fréttirnar voru rangar. Þá var ég á kafi í þessari nýju bók en það var talað eins og ég væri ekki að gera neitt.“Er okkur ekkert heilagt?Það virðist ríkja almennur skilningur á að við þurfum að vera hófsamari en við erum en svo koma skilaboðin: Yfirvofandi orkuskortur! Er það hræðsluáróður? „Í bókinni er ég viljandi að flýja hina þrúgandi innri umræðu um orkumálin og reyna að sjá heiminn í stærra samhengi. Það er auðvitað hlægilegt, þegar Íslendingar eru stærsti raforkuframleiðandi í heimi, að hægt sé að birta fyrirsagnir um orkuskort. Hann á að ógna okkur svo að við eigum að titra og skjálfa vegna þess að það á hugsanlega að fara að taka eitthvað af okkur. Þarna er tekinn svo stór sveigur að manni finnst eiginlega ekkert ómögulegt þegar kemur að því að stilla fólki upp við vegg. Ég veit að flestir forstjórar orkufyrirtækjanna skrifa ekki undir þetta. Bitcoin er síðan annar kapítuli, þar er verið að brenna orku til að skapa sýndarveruleika og eyða dýrmætum bergvatnsám á Íslandi. Heilagleiki er nokkuð sem ég velti fyrir mér í þessari bók. Þar segi ég frá Helga Valtýssyni, sem var fæddur 1877 og eyddi nokkrum sumrum við rannsóknir á Kringilsárrana frá árinu 1939. Hvernig hann orðar upplifun sína á náttúrunni er eitthvert hlaðnasta líkingamál sem ég hef nokkru sinni rekist á í íslenskri bók. Hann talar um að hann hafi fundið „þagnarþrungna geimvídd Guðs“ uppi á Vesturöræfum. Þá fer ég að velta fyrir mér: Er okkur ekkert heilagt? Svæðið þar sem hann fann þennan helgidóm er horfið og við sjáum Amasonskógana brenna. Paradís brennur. Verðum við kannski að fara að tengja okkur inn í heilagleikann? Verð ég að tala um hagkvæmni og hagvöxt eða má ég segja að eitthvað sé heilagt? Höfum við hugsanlega tapað einhverri tengingu við raunveruleikann – og þá á ég við náttúruna? Öll þessi ímyndaða skynsemi og hagkvæmni er að ýta okkur fram af brúninni, nú þegar undirstöður lífsins virðast ætla að bresta.“Talandi um heilagleika. Dalai Lama er persóna í þessari bók. Hvaða áhrif hafði það á þig að hitta Dalai Lama? „Það var auðvitað magnað. Við hittumst í tvígang og ræddum saman í næstum þrjár klukkustundir samtals. Þetta var eins og að láta söguna sjálfa segja þér söguna. Þegar hann talaði um fundi sína með Maó sem síðar sveik hann þá fannst mér það nánast óraunverulegt, þarna var drengurinn sem ég las um í bókinni Sjö ár í Tíbet að segja mér frá Maó. Það er lærdómsríkt að sjá hvernig hann bregst við mótlæti og hversu sterkum gildum friðsamlegrar baráttu hann heldur á lofti. Hann var rekinn í útlegð og þjóð hans og menning troðin niður. Hann talar ekki illa um Kínverja og er tilbúinn að afskrifa fortíðina og vísar þar réttilega til Evrópu, hún stæði í ljósum logum ef Evrópubúar væru alltaf að velta sér upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Menn gætu hefnt sín alveg endalaust. Viðtölin fóru víða og hann virðist geta skipst milli gleði og sorgar í sömu setningu. Ég gat spurt hann um lífið, dauðann, framtíðina og umhverfismál, jafnvel tilgang lífsins. Í viðtalinu sem ég tók við hann talaði hann um að einn megintilgangurinn væri að gera gagn, en ekki bara það heldur líka að verða öðrum að gagni.“Þú trúir á það? „Ég myndi ekki neita því. Við höfum verið að ganga í gegnum langt tímabil þar sem einstaklingurinn á að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Að sumu leyti þvert á það sem fyrri kynslóðir gerðu þar sem það var dyggð að fórna sér fyrir aðra. Í dag er það jafnvel kallað meðvirkni en kannski er meiri sannleikur í því sem sú kynslóð var að gera.“Sambandsleysi við tímann Bókin heitir Um tímann og vatnið og þú tengir lesandann mjög vel og skemmtilega við tímann, eins og þegar þú bendir á að það sé einungis tuttugu og ein amma síðan Jesús fæddist. Þú lokar svo bókinni árið 2102 með barnabörnum dóttur þinnar, af hverju vildirðu gera það? „Sambandsleysi við tímann er grundvallargalli hjá okkur. Bæði tilfinning fyrir fortíð og djúp tilfinning fyrir náinni framtíð. Þaðan kemur þessi hugarleikfimi mín. Ég tengi djúpt við afa mína og ömmur og spegla það fram í tímann. Það sem við gerum í dag hefur bein áhrif á afkomendur okkar. Miðað við það hvernig við tökum ákvarðanir og hvernig kerfi okkar eru uppbyggð erum við ekki að búa í haginn fyrir næstu kynslóðir. Við búum við siðferðilega kreppu og erum föst í kerfi sem erfitt er að slíta sig út úr en er ekki að fara nógu hratt í rétta átt. Næstu 30 ár snúast um miklar kerfisbreytingar.“Þú heldur að það takist að koma þeim á? „Það væri fáránlegt að reyna það ekki. Út frá þeirri staðreynd að CO2 fangar hitann þá munar um allt. Jafnvel þótt við náum bara 10 prósent árangri þá munar um það. Við erum ekki lengur tengd við jörðina á náttúrulegan hátt. Ofurkraftarnir sem olían færði okkur eru rosalegir og hafa blindað okkur. Við erum komin svo óralangt frá því sem mannkynið var fyrir 200 árum. Við þurfum að leita aftur í lífrænar aðferðir en um leið erum við samofin tækninni og við þurfum að finna leiðir til að létta okkur lífið án þess að grafa undan komandi kynslóðum. Við héldum að næstu 30 ár myndu snúast um meiri sýndarveruleika og gervigreind, en í rauninni munu þau snúast um mat, orku, samgöngur, votlendi, breytta neyslu og byggingartækni. Næstu áratugir munu snúast um hinn áþreifanlega veruleika, lofthjúpinn og hafið. Á meðan vísindamenn telja að við getum haft einhver áhrif þá ber okkur öllum skylda til að gera okkar besta.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Loftslagsmál Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Ný bók Andra Snæs Magnasonar er Um tímann og vatnið og hann fléttar inn í hana sögum af forfeðrum sínum og fjölskyldu og kemur víða við, Dalai Lama er til dæmis meðal persóna. Það er greinilegt að Andri Snær hefur lagt gríðarlega vinnu, orku og hugsun í þessa bók og útkoman er sannarlega áhrifamikil. Bókin hefur þegar verið seld til nokkurra landa og þeim á örugglega eftir að fjölga. Andri Snær segir að bókin hafi verið afar lengi í vinnslu. „Þetta eru hlutir sem ég hef verið með athyglina á í næstum 20 ár. Það eru tíu ár síðan fyrstu drögin urðu til og bókin hefur þróast í fyrirlestrum sem ég hef haldið í háskólum víða um heim og samtölum við vísindamenn. Hér er um að ræða stærsta mál sem jarðarbúar standa frammi fyrir og mér fannst óþægilegt að hafa ekki grundvallaratriðin á hreinu, ég vildi skilja stærðirnar og hugtökin. Ég þurfti að læra grunnatriðin sem varða hafið, loftslagið og jöklana áður en ég gat skrifað um þessi málefni á skiljanlegu máli og lagt inn í aðrar sögur.“ Í bókinni fangar Andri Snær tímann, leiðir saman kynslóðir og tengir ungar og komandi kynslóðir við þær eldri. Bókinni lýkur á árinu 2102. „Mig langaði til að skapa djúpa tilfinningu fyrir framtíðinni sem er byggð á sterkri tilfinningu fyrir minni eigin fortíð og samskiptum við afa og ömmur og forfeður mína. Það var mikill galdur að reyna að ná þessu öllu saman.“Mannkynið skilur sögur Andri Snær segir að hann hafi alls ekki verið fullviss um að hann ætti að skrifa bók um loftslagsbreytingar. „Á tímabili fannst mér að ég væri ekki rétti maðurinn til að skrifa um þessa vá. Það sem fyllti mig fullvissu var að fræðimenn, innlendir og erlendir, sögðu mér að þeir hefðu ekki endilega hæfileika til að flétta þetta efni inn í stærra samhengi. Þeir sögðust vera sérfræðingar á sínu sviði og vandinn væri sá að vísindi þeirra kæmust ekki til skila nema þeim væri fléttað inn í sögur. Mannkynið skilur sögur. Þess vegna er Greta Thunberg svo mikilvæg núna, heimurinn tengir við hana í gegnum sögu hennar. Hún er að segja það sama og vísindamenn en við hlustum á hana.“ Það er gnægð af sögum í þessari haganlega fléttuðu bók Andra Snæs, ásamt greiningu á vandanum sem mannkyn stendur frammi fyrir og hugmyndum að lausnum. „Það hefði ekki verið neitt vandamál að plægja á einni helgi heimsendagreinar í fréttum, raða þeim í rétta tímaröð og búa til bók. Mitt vandamál var að finna framtíðarsýn þar sem væru lausnir sem ég tryði sjálfur á,“ segir hann. „Allt sem ég segi byggi ég síðan á vísindum. Færustu vísindamenn á hverju sviði hafa ráðlagt mér og lesið yfir hjá mér. Ef einhverjar villur slæðast inn þá ber ég ábyrgð á þeim en ég naut meðal annars liðsinnis jöklafræðinga, loftslagsfræðinga, sjávarlíffræðinga og haffræðinga. Súrnun sjávar er stærsta breyting á efnafræði jarðar í 50 milljón ár ásamt því sem er gerast í andrúmsloftinu. Það hlýtur að koma mér við. En hvernig á ég að segja frá þessu í bók? Orðið „súrnun“ er ekki þrungið merkingu eins og kjarnorkusprengja. Ég þarf að gera lesandanum ljóst að orðið sé risavaxið en hafi allt of litla merkingu. Það er meðal þess sem ég reyni í þessari bók.“Allt er tengt í heiminum Þú segir á einum stað í bókinni að skáldskapurinn hafi verið þinn flótti og þú hafir látið aðra um aktívismann. Það er greinilegt að þú hefur lagt mikla ástríðu og orku í þetta verk, geturðu snúið aftur í skáldskapinn? „Þegar ég hafði lokið við bókina hugsaði ég um það hvort ég ætti afturkvæmt í skáldskapinn. Ég vona að ég eigi það en það fór gríðarlega mikil orka í þetta verk. Stundum var efnið það yfirþyrmandi að ég varð að leggja það frá mér og skrifaði Tímakistuna og smásagnasafn. Fyrir tveimur árum hugsaði ég: Hvernig í ósköpunum ætlarðu að tengja saman brúðkaupsferð afa og ömmu upp á Vatnajökul, Dalai Lama og frænda sem endurholdgaðist sem krókódíll? Lausnin var að flæða úr einni sögu í aðra og skapa samt heildstæða sögu. Mig langaði að búa til heim þar sem einhvers konar tilviljanir og töfrar tengdu þetta allt saman. Ég vissi líka að þetta ætti allt heima í einni bók og yrði ein heild, ég vildi sýna fram á að allt er tengt í heiminum og allir tengjast öllu.“Allsherjar endurhugsun Í þessari bók ertu að lýsa kynslóð afa þíns og ömmu sem byggði allt frá grunni og endurnýtti allt, bar virðingu fyrir verðmætum og henti engu. Er þetta ein af lausnunum fyrir okkur? „Já, það er þannig. Ein af lausnunum er það sem amma sagði: Kláraðu matinn þinn og vertu í peysunni af stóru systur þinni! Þessi kynslóð byggði upp 20. öldina. Hún byggði hitaveitur og íþróttahallir, vegina, brýrnar og sjúkrahúsin. Þessi kynslóð fór í gegnum ýmislegt, margir ólust upp við skort, en maður upplifir ekki að það hafi verið óhamingja í því að þurfa að stofna íþróttafélög eða jöklarannsóknarfélag og búa til þá hluti sem við erfum. Þvert á móti, það er ákveðinn kraftur í frumkvöðlaandanum og því að stofna lýðveldi. Við héldum að við gætum tekið við þessu og byggt lúxus ofan á það og sýndarveruleika. Það er ekki þannig. Stóra verkefnið fram undan er allsherjar endurhugsun. Ef við höldum línulega áfram eins og ekkert sé þá fer ekki vel, það er vísindalega sannað. Það er samt ekki endilega neikvætt að vera hluti af kynslóð sem þarf að breyta hlutum. Það er mikil sköpun og hugsun í því. Það er heldur ekki endilega neikvætt að vera kynslóð sem hefur æðra hlutverk, og í þessu tilfelli felst hlutverkið í því að tryggja lífvænlega jörð fram á næstu öld. Það þarf að endurhanna nánast allt, það þarf að breyta allri orkuframleiðslu, matvælaframleiðslu, samgöngum og neysluvenjum á næstu 30 árum og helst fyrr.“Er í alvöru einhver von um að það takist? Kína, Rússland og Bandaríkin virðast til dæmis ekki ætla að leggja mikið af mörkum og skortur á áhuga þeirra hlýtur að skipta máli. „Ég er ekki gott viðmið á bjartsýni. Ef það væru 0,1 prósent líkur á að þetta takist myndi ég halda í þetta 0,1 prósent. Og fræðimenn hafa sýnt fram á að það sé vel hægt að ná þessum markmiðum þótt það geti verið pólitískt erfitt og það er óljóst hvort við eigum tiltæka hugmyndafræði sem ræður við svona stórt verkefni. Ég hef sveiflast í því hvort við séum að fara inn í óöld og kaos. Það er alveg gild skoðun og freistandi að skrifa napra bók um að allt sé að fara til andskotans. Ég hef lesið margar slíkar bækur.“Um að þetta sé vonlaust? „Já, og líka bækur þar sem því er haldið fram að öll okkar lífsgæði og réttindi séu til komin vegna olíu sem auðveldi okkur lífið og hafi skapað ákveðna blekkingu á síðustu 200 árum, að við séum dæmd til að klára olíuna og steikja náttúruna um leið. En ég vil leyfa mér að trúa því að þegar heil kynslóð ungmenna er komin með hugsjón og sér að hlutir verða að breytast og er komin með fyrirmyndir um það hvernig á að breyta því, þá muni hlutir breytast mjög hratt. En við sjáum vissulega tregðu sem er orðin glæpsamleg, eins og þann áróður sem hefur verið kostaður af hagsmunaaðilum. Hann er orðinn eins konar stríðsglæpur. Glæpur gegn mannkyninu og jörðinni í heild sinni. Jú, jú, það var lítil ísöld og Vatnajökull var miklu minni á landnámsöld og náttúran hefur tekið miklum breytingum og þar hafa orðið sveiflur. En þegar eðlisfræðin er skoðuð þá er staðreynd að CO2 fangar hita og meira CO2 fangar meiri hita. Það er jafn ljóst og að áfengi veldur ölvun og meira áfengi veldur meiri ölvun. Það eru ótal dæmi um ölvað fólk sem segist geta ekið eftir sex bjóra, en það er bara rugl. Þessir hópar sem afneita loftslagsvísindum reyna meðvitað að rugla okkur í ríminu og búa til hugmyndir um að málið sé hlaðið efasemdum. Þeir eru að verja gríðarlega fjárhagslega hagsmuni en tjónið sem þeir hafa valdið er nánast ómælanlegt. Við værum komin langt með að leysa vandann ef við hefðum byrjað fyrir 30 árum.“Ekki jarðvegur fyrir vantraust Við höfum samt popúlísk öfl við völd víða um heim, eins og Trump og forseta Brasilíu. Heldurðu að álíka öfl gætu náð áhrifum hér á landi? „Einhverjir daðra við það en ég er sannfærður um að það fái engan hljómgrunn því þessi popúlísku öfl eru byggð á fjarlægð við vísindin og vísindamenn. Ein mikilvægasta langtímarannsóknin á sýrustigi sjávar í heiminum kemur frá Jóni Ólafssyni haffræðingi og við eigum vísindamenn sem eru virtir um allan heim. Ef menn ætla að ata merka vísindamenn auri af þingpöllum og vísa í YouTube-myndbönd, amerískar olíuhugveitur eða danska afneitunarsinna, þá segi ég bara: Guð hjálpi þeim! Við eigum frábæra vísindamenn í jöklafræðum, jarðeðlisfræði og eldfjallafræðum og þeir standa allir nærri almenningi. Við eigum björgunarsveitir og félög eins og Jöklarannsóknafélagið þar sem sérfræðingar og almenningur vinna saman. Hér má vera gagnrýnin hugsun en hér er ekki jarðvegur fyrir vantraust.“Þú hefur í mörg ár talað fyrir náttúruvernd og oft fengið á þig óvægna gagnrýni. „Ég tek það ekki mikið inn á mig. Ég hef kynnst svo mörgu góðu fólki gegnum þessa baráttu og hef sárasjaldan lent í leiðinlegum aðstæðum. Ég sé kannski eitthvað á netinu eða heyri utan að mér að einhverjum sé illa við mig. Ég hef átt í deilum við stóriðjuna og er málkunnugur mörgum af þeim sem ég hef átt í orrahríð við. Ég kann vel við þetta fólk í viðkynningu, en ef mér finnst stigið yfir mörkin í sannleikanum þá andmæli ég. Það er þá frekar að málefnið sjálft angri mig. Mér þykir sárt þegar ómetanleg svæði eru eyðilögð og mér þykir leitt að það þurfi að eyða svona mikilli orku í að verja dýrmæta náttúru. Ég myndi ekki mála mig sem fórnarlamb eða píslarvott í þessum málum. Það getur vel verið að ég hafi misst af einhverjum tækifærum eða glatað einhverjum lesendum eða að það sé illt umtal einhvers staðar sem ég veit ekki af. Ég á ekkert annað líf til samanburðar. Það má segja að þetta hafi blossað upp þegar listamannalaunaumræðan var hér um árið. Þá voru einhverjir viljugir að taka mig niður. Það var áður en orðið falsfréttir var orðið til, en allar fréttirnar voru rangar. Þá var ég á kafi í þessari nýju bók en það var talað eins og ég væri ekki að gera neitt.“Er okkur ekkert heilagt?Það virðist ríkja almennur skilningur á að við þurfum að vera hófsamari en við erum en svo koma skilaboðin: Yfirvofandi orkuskortur! Er það hræðsluáróður? „Í bókinni er ég viljandi að flýja hina þrúgandi innri umræðu um orkumálin og reyna að sjá heiminn í stærra samhengi. Það er auðvitað hlægilegt, þegar Íslendingar eru stærsti raforkuframleiðandi í heimi, að hægt sé að birta fyrirsagnir um orkuskort. Hann á að ógna okkur svo að við eigum að titra og skjálfa vegna þess að það á hugsanlega að fara að taka eitthvað af okkur. Þarna er tekinn svo stór sveigur að manni finnst eiginlega ekkert ómögulegt þegar kemur að því að stilla fólki upp við vegg. Ég veit að flestir forstjórar orkufyrirtækjanna skrifa ekki undir þetta. Bitcoin er síðan annar kapítuli, þar er verið að brenna orku til að skapa sýndarveruleika og eyða dýrmætum bergvatnsám á Íslandi. Heilagleiki er nokkuð sem ég velti fyrir mér í þessari bók. Þar segi ég frá Helga Valtýssyni, sem var fæddur 1877 og eyddi nokkrum sumrum við rannsóknir á Kringilsárrana frá árinu 1939. Hvernig hann orðar upplifun sína á náttúrunni er eitthvert hlaðnasta líkingamál sem ég hef nokkru sinni rekist á í íslenskri bók. Hann talar um að hann hafi fundið „þagnarþrungna geimvídd Guðs“ uppi á Vesturöræfum. Þá fer ég að velta fyrir mér: Er okkur ekkert heilagt? Svæðið þar sem hann fann þennan helgidóm er horfið og við sjáum Amasonskógana brenna. Paradís brennur. Verðum við kannski að fara að tengja okkur inn í heilagleikann? Verð ég að tala um hagkvæmni og hagvöxt eða má ég segja að eitthvað sé heilagt? Höfum við hugsanlega tapað einhverri tengingu við raunveruleikann – og þá á ég við náttúruna? Öll þessi ímyndaða skynsemi og hagkvæmni er að ýta okkur fram af brúninni, nú þegar undirstöður lífsins virðast ætla að bresta.“Talandi um heilagleika. Dalai Lama er persóna í þessari bók. Hvaða áhrif hafði það á þig að hitta Dalai Lama? „Það var auðvitað magnað. Við hittumst í tvígang og ræddum saman í næstum þrjár klukkustundir samtals. Þetta var eins og að láta söguna sjálfa segja þér söguna. Þegar hann talaði um fundi sína með Maó sem síðar sveik hann þá fannst mér það nánast óraunverulegt, þarna var drengurinn sem ég las um í bókinni Sjö ár í Tíbet að segja mér frá Maó. Það er lærdómsríkt að sjá hvernig hann bregst við mótlæti og hversu sterkum gildum friðsamlegrar baráttu hann heldur á lofti. Hann var rekinn í útlegð og þjóð hans og menning troðin niður. Hann talar ekki illa um Kínverja og er tilbúinn að afskrifa fortíðina og vísar þar réttilega til Evrópu, hún stæði í ljósum logum ef Evrópubúar væru alltaf að velta sér upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Menn gætu hefnt sín alveg endalaust. Viðtölin fóru víða og hann virðist geta skipst milli gleði og sorgar í sömu setningu. Ég gat spurt hann um lífið, dauðann, framtíðina og umhverfismál, jafnvel tilgang lífsins. Í viðtalinu sem ég tók við hann talaði hann um að einn megintilgangurinn væri að gera gagn, en ekki bara það heldur líka að verða öðrum að gagni.“Þú trúir á það? „Ég myndi ekki neita því. Við höfum verið að ganga í gegnum langt tímabil þar sem einstaklingurinn á að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Að sumu leyti þvert á það sem fyrri kynslóðir gerðu þar sem það var dyggð að fórna sér fyrir aðra. Í dag er það jafnvel kallað meðvirkni en kannski er meiri sannleikur í því sem sú kynslóð var að gera.“Sambandsleysi við tímann Bókin heitir Um tímann og vatnið og þú tengir lesandann mjög vel og skemmtilega við tímann, eins og þegar þú bendir á að það sé einungis tuttugu og ein amma síðan Jesús fæddist. Þú lokar svo bókinni árið 2102 með barnabörnum dóttur þinnar, af hverju vildirðu gera það? „Sambandsleysi við tímann er grundvallargalli hjá okkur. Bæði tilfinning fyrir fortíð og djúp tilfinning fyrir náinni framtíð. Þaðan kemur þessi hugarleikfimi mín. Ég tengi djúpt við afa mína og ömmur og spegla það fram í tímann. Það sem við gerum í dag hefur bein áhrif á afkomendur okkar. Miðað við það hvernig við tökum ákvarðanir og hvernig kerfi okkar eru uppbyggð erum við ekki að búa í haginn fyrir næstu kynslóðir. Við búum við siðferðilega kreppu og erum föst í kerfi sem erfitt er að slíta sig út úr en er ekki að fara nógu hratt í rétta átt. Næstu 30 ár snúast um miklar kerfisbreytingar.“Þú heldur að það takist að koma þeim á? „Það væri fáránlegt að reyna það ekki. Út frá þeirri staðreynd að CO2 fangar hitann þá munar um allt. Jafnvel þótt við náum bara 10 prósent árangri þá munar um það. Við erum ekki lengur tengd við jörðina á náttúrulegan hátt. Ofurkraftarnir sem olían færði okkur eru rosalegir og hafa blindað okkur. Við erum komin svo óralangt frá því sem mannkynið var fyrir 200 árum. Við þurfum að leita aftur í lífrænar aðferðir en um leið erum við samofin tækninni og við þurfum að finna leiðir til að létta okkur lífið án þess að grafa undan komandi kynslóðum. Við héldum að næstu 30 ár myndu snúast um meiri sýndarveruleika og gervigreind, en í rauninni munu þau snúast um mat, orku, samgöngur, votlendi, breytta neyslu og byggingartækni. Næstu áratugir munu snúast um hinn áþreifanlega veruleika, lofthjúpinn og hafið. Á meðan vísindamenn telja að við getum haft einhver áhrif þá ber okkur öllum skylda til að gera okkar besta.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Loftslagsmál Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira