Tillaga Landlæknis auki svartamarkaðsbrask Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 21:00 Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. Þær gagnrýna samráðsleysi heilbrigðisyfirvalda í þessum efnum og kalla eftir fjársektum og auknu forvarnarstarfi, í stað þess að takmarka aðgengi að bragðefnum. Það muni aðeins auka svartamarkaðsbrask. Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér í baráttunni gegn rafrettureykingum barna, ekki síst hvað varðar bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til ungmenna. Það sé heimild í lögum til að banna efnin, sem Landlæknir hvetur stjórnvöld að gera.Hópur rafrettuverslana á Íslandi hefur nú bundist samtökum, Hjalti Ásgeirsson er talsmaður þeirra og segir hann verslanirnir ekki mótfallnar því að takmarka veip-reykingar barna. Þvert á móti vilji þær aðstoða í baráttunni og kalla eftir áheyrn. „Við viljum fá þann möguleika að vera með í þessari baráttu. Það erum við sem erum í fremstu víglínu, það erum við sem þekkjum neysluvenjur, tæknina, markaðinn og þróunina. Það er því frekar óábyrgt af yfirvöldum að hafa okkur ekki með í samræðunum um hvernig við getum spornað gegn reykingum ungmenna,“ segir Hjalti.Hjalti Ásgeirsson, talsmaður Veip-verslana.aðsendEkki hagur af sölu til ungmenna Verslanirnar vinna nú að úrbótatillögum sem þær hyggjast leggja fyrir heilbrigðisyfirvöld, sem kveða meðal annars á um háar fjársektir á veipverslanir ef þær selja börnum vörur, sem og aukið forvarnarstarf. „Skólarnir þurfa líka að koma til og vera með betra eftirlit, hafa samband við foreldra og ef þetta er endurtekið brot að hafa samband við Barnavernd. Það er það sem við gerum í búðunum, ég hafði þrisvar samband við Barnavernd út af því að börn voru að panta sér vörur á netinu og foreldrarnir gera ekkert í því.“ Það sé hagur veipverslana að sporna við rafrettureykingum ungmenna, það dragi úr gagnrýni á starfshætti verslananna. „Við erum að reyna að hjálpa fólki að hætta að reykja, við erum ekki að reyna selja börnum þetta því við græðum ekkert á því. Það er bara að fara að búa til neikvæða umræðu um markaðinn sem við erum að reyna að tala upp. Þetta er skaðaminnkandi leið, í stað sígaretta eða annars tóbaks.“ Tillaga Landslæknis um að takmarka eða banna bragðefni í rafrettru sé þó misráðin. „Það myndi einfaldlega færa þessar vörur yfir á svarta markaðinn, sem myndi auðvelda aðgengi ungmenna að þeim. Það eykur líkur hættuna af þessu, vegna þess að þar er ekkert eftirlit með því hvað er í þessu,“ segir Hjalti. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. Þær gagnrýna samráðsleysi heilbrigðisyfirvalda í þessum efnum og kalla eftir fjársektum og auknu forvarnarstarfi, í stað þess að takmarka aðgengi að bragðefnum. Það muni aðeins auka svartamarkaðsbrask. Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér í baráttunni gegn rafrettureykingum barna, ekki síst hvað varðar bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til ungmenna. Það sé heimild í lögum til að banna efnin, sem Landlæknir hvetur stjórnvöld að gera.Hópur rafrettuverslana á Íslandi hefur nú bundist samtökum, Hjalti Ásgeirsson er talsmaður þeirra og segir hann verslanirnir ekki mótfallnar því að takmarka veip-reykingar barna. Þvert á móti vilji þær aðstoða í baráttunni og kalla eftir áheyrn. „Við viljum fá þann möguleika að vera með í þessari baráttu. Það erum við sem erum í fremstu víglínu, það erum við sem þekkjum neysluvenjur, tæknina, markaðinn og þróunina. Það er því frekar óábyrgt af yfirvöldum að hafa okkur ekki með í samræðunum um hvernig við getum spornað gegn reykingum ungmenna,“ segir Hjalti.Hjalti Ásgeirsson, talsmaður Veip-verslana.aðsendEkki hagur af sölu til ungmenna Verslanirnar vinna nú að úrbótatillögum sem þær hyggjast leggja fyrir heilbrigðisyfirvöld, sem kveða meðal annars á um háar fjársektir á veipverslanir ef þær selja börnum vörur, sem og aukið forvarnarstarf. „Skólarnir þurfa líka að koma til og vera með betra eftirlit, hafa samband við foreldra og ef þetta er endurtekið brot að hafa samband við Barnavernd. Það er það sem við gerum í búðunum, ég hafði þrisvar samband við Barnavernd út af því að börn voru að panta sér vörur á netinu og foreldrarnir gera ekkert í því.“ Það sé hagur veipverslana að sporna við rafrettureykingum ungmenna, það dragi úr gagnrýni á starfshætti verslananna. „Við erum að reyna að hjálpa fólki að hætta að reykja, við erum ekki að reyna selja börnum þetta því við græðum ekkert á því. Það er bara að fara að búa til neikvæða umræðu um markaðinn sem við erum að reyna að tala upp. Þetta er skaðaminnkandi leið, í stað sígaretta eða annars tóbaks.“ Tillaga Landslæknis um að takmarka eða banna bragðefni í rafrettru sé þó misráðin. „Það myndi einfaldlega færa þessar vörur yfir á svarta markaðinn, sem myndi auðvelda aðgengi ungmenna að þeim. Það eykur líkur hættuna af þessu, vegna þess að þar er ekkert eftirlit með því hvað er í þessu,“ segir Hjalti.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00