Einar Bragi fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2019 22:17 Einar Bragi Bragason í kunnuglegri stöðu með saxófóninn. Stjórnin/Mammadreki Einar Bragi Bragason, tónlistarmaður, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar og einn stofnenda hljómsveitarinnar Stjórnarinnar, er fallinn frá 54 ára gamall. Grétar Örvarsson, hljómborðsleikari og félagi Einars Braga úr Stjórninni, minnist hans á Facebook og segir sárt að sjá á eftir góðum vini sem fékk hjartaáfall í lok vikunnar. „Stjórnin naut hæfileika Einars Braga um árabil. Við Sigga minnumst hans með þakklæti og virðingu og hugsum til ástvina hans á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Einars Braga,“ segir Grétar. Einar Bragi flutti vestur á Patreksfjörð fyrir þremur árum með fjölskyldu sinni og tók við skólastjórn í tónlistarskólanum í bænum. Einar Bragi, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar, ásamt nokkrum nemendum sínum á afmælisárinu í fyrra.Tónlistarskóli Vesturbyggðar „ Sinnti hann skólanum af áhuga og atorku sem smitaði út frá sér, meðal annars með útgáfu tónlistar heimamanna,“ segir á vef Bæjarins besta. Einar Bragi var þekktur fyrir snilli sína á saxófóninn og lagasmíðar. Hann kom fram með Stjórninni í fyrra á 30 ára afmæli sveitarinnar, meðal annars á Bræðslunni á Borgarfirði eystra. Tónlistarfólk úr öllum áttum minnist Einars Braga á samfélagsmiðlum. Má þar nefna Björgvin Halldórsson, Björn Thoroddsen og Bjarna Arason.Einar Bragi lýsti tónlistarlífinu í Vesturbyggð í viðtali í Fréttablaðinu í fyrra en þá fagnaði tónlistarskólinn fimmtíu ára afmæli. Einar Bragi var valinn Austfirðingur ársins árið 2008 þegar hann gegndi stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Seyðisfirði. Andlát Tónlist Vesturbyggð Tengdar fréttir Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00 Fimmtugur tónlistarskóli Mikill uppgangur er í Tónlistarskóla Vesturbyggðar og hefur nemendafjöldi margfaldast á síðustu misserum. S 13. janúar 2018 11:15 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Einar Bragi Bragason, tónlistarmaður, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar og einn stofnenda hljómsveitarinnar Stjórnarinnar, er fallinn frá 54 ára gamall. Grétar Örvarsson, hljómborðsleikari og félagi Einars Braga úr Stjórninni, minnist hans á Facebook og segir sárt að sjá á eftir góðum vini sem fékk hjartaáfall í lok vikunnar. „Stjórnin naut hæfileika Einars Braga um árabil. Við Sigga minnumst hans með þakklæti og virðingu og hugsum til ástvina hans á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Einars Braga,“ segir Grétar. Einar Bragi flutti vestur á Patreksfjörð fyrir þremur árum með fjölskyldu sinni og tók við skólastjórn í tónlistarskólanum í bænum. Einar Bragi, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar, ásamt nokkrum nemendum sínum á afmælisárinu í fyrra.Tónlistarskóli Vesturbyggðar „ Sinnti hann skólanum af áhuga og atorku sem smitaði út frá sér, meðal annars með útgáfu tónlistar heimamanna,“ segir á vef Bæjarins besta. Einar Bragi var þekktur fyrir snilli sína á saxófóninn og lagasmíðar. Hann kom fram með Stjórninni í fyrra á 30 ára afmæli sveitarinnar, meðal annars á Bræðslunni á Borgarfirði eystra. Tónlistarfólk úr öllum áttum minnist Einars Braga á samfélagsmiðlum. Má þar nefna Björgvin Halldórsson, Björn Thoroddsen og Bjarna Arason.Einar Bragi lýsti tónlistarlífinu í Vesturbyggð í viðtali í Fréttablaðinu í fyrra en þá fagnaði tónlistarskólinn fimmtíu ára afmæli. Einar Bragi var valinn Austfirðingur ársins árið 2008 þegar hann gegndi stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Seyðisfirði.
Andlát Tónlist Vesturbyggð Tengdar fréttir Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00 Fimmtugur tónlistarskóli Mikill uppgangur er í Tónlistarskóla Vesturbyggðar og hefur nemendafjöldi margfaldast á síðustu misserum. S 13. janúar 2018 11:15 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00
Fimmtugur tónlistarskóli Mikill uppgangur er í Tónlistarskóla Vesturbyggðar og hefur nemendafjöldi margfaldast á síðustu misserum. S 13. janúar 2018 11:15