Fimmtugur tónlistarskóli Aron Ingi Guðmundsson skrifar 13. janúar 2018 11:15 Einar Bragi, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar, ásamt nokkrum nemendum sínum. Mynd/Tónlistarskóli Vesturbyggðar Einar Bragi Bragason hóf störf sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir tveimur árum. Hann hefur víða komið við á sínum tónlistarferli, spilaði meðal annars með hljómsveitinni Stjórninni, tekur upp tónlist heima og spilar hingað og þangað um landið. Tónlistarlíf bæjarfélagsins blómstrar og spennandi tímar eru fram undan að mati Einars Braga. „Starf tónlistarskólans hefur átt sínar hæðir og lægðir eins og gengur. Mér skilst að árið 1997 hafi verið stór lúðrasveit hér og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom var að fara niður í kjallara og grafa upp í gegnum þykkt lag af ryki fullt af hljóðfærum og laga þau . Auk þess fékk ég fjármagn til að kaupa ný hljóðfæri og ég hef fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum varðandi starfið.“ Einar Bragi segir nemendafjölda tónlistarskólans hafa margfaldast á undanförnum misserum. „Fjöldinn var á milli tuttugu og fimm og þrjátíu börn þegar ég kom en núna eru sjötíu fullgildir nemendur og svo þrettán nemendur leikskólans sem eru í svokölluðu tónföndri. Þetta er fólk frá fimm ára aldri og upp í svona sextán, sautján ára.“ Einu sinni í viku kveðst Einar Bragi fara á vegum tónlistarskólans í félagsheimili fyrir eldri borgara á Patreksfirði. „Það má því segja að nemendur séu upp í nírætt,“ segir hann glaðlega. „Svo er svolítið gaman að segja frá því að þeir sem eru lengst komnir í gítarnámi hér eru í fjarnámi hjá kennara í austasta bæ Íslands, Neskaupstað, en Jón Hilmar Kárason, gítarsnillingur og frumkvöðull í þannig námi, hefur tekið þá kennslu að sér. Kennslan nær því þvert yfir landið, til vestasta bæjar landsins sem er Patreksfjörður.“ Einar Bragi segir ástæðu fyrir uppgangi skólans bjartsýni í bæjarfélaginu að þakka. Hér er margt ungt fólk sem er ekki á leið burt og annað að koma. Við höfum lagt áherslu á að tónlistarnám á að vera skemmtilegt. Nemendur skólans eru mjög sjáanlegir í bæjarfélaginu, við spilum fyrir eldri borgara, komum fram á skemmtunum bæjarins, styrktartónleikum, jólaböllum og þegar kveikt er á jólatrjánum svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að halda veglega vortónleika í tilefni afmælisársins og fá einhvern gest til að spila með, að sögn Einars Braga. „Einnig stendur til að stækka húsnæði skólans, við erum búin að fá loforð um það frá bæjaryfirvöldum svo óhætt er að segja að bjart sé fram undan í tónlistarlífi Vesturbyggðar.“ Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Skautafjör á Laugarvatni í dag Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Einar Bragi Bragason hóf störf sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir tveimur árum. Hann hefur víða komið við á sínum tónlistarferli, spilaði meðal annars með hljómsveitinni Stjórninni, tekur upp tónlist heima og spilar hingað og þangað um landið. Tónlistarlíf bæjarfélagsins blómstrar og spennandi tímar eru fram undan að mati Einars Braga. „Starf tónlistarskólans hefur átt sínar hæðir og lægðir eins og gengur. Mér skilst að árið 1997 hafi verið stór lúðrasveit hér og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom var að fara niður í kjallara og grafa upp í gegnum þykkt lag af ryki fullt af hljóðfærum og laga þau . Auk þess fékk ég fjármagn til að kaupa ný hljóðfæri og ég hef fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum varðandi starfið.“ Einar Bragi segir nemendafjölda tónlistarskólans hafa margfaldast á undanförnum misserum. „Fjöldinn var á milli tuttugu og fimm og þrjátíu börn þegar ég kom en núna eru sjötíu fullgildir nemendur og svo þrettán nemendur leikskólans sem eru í svokölluðu tónföndri. Þetta er fólk frá fimm ára aldri og upp í svona sextán, sautján ára.“ Einu sinni í viku kveðst Einar Bragi fara á vegum tónlistarskólans í félagsheimili fyrir eldri borgara á Patreksfirði. „Það má því segja að nemendur séu upp í nírætt,“ segir hann glaðlega. „Svo er svolítið gaman að segja frá því að þeir sem eru lengst komnir í gítarnámi hér eru í fjarnámi hjá kennara í austasta bæ Íslands, Neskaupstað, en Jón Hilmar Kárason, gítarsnillingur og frumkvöðull í þannig námi, hefur tekið þá kennslu að sér. Kennslan nær því þvert yfir landið, til vestasta bæjar landsins sem er Patreksfjörður.“ Einar Bragi segir ástæðu fyrir uppgangi skólans bjartsýni í bæjarfélaginu að þakka. Hér er margt ungt fólk sem er ekki á leið burt og annað að koma. Við höfum lagt áherslu á að tónlistarnám á að vera skemmtilegt. Nemendur skólans eru mjög sjáanlegir í bæjarfélaginu, við spilum fyrir eldri borgara, komum fram á skemmtunum bæjarins, styrktartónleikum, jólaböllum og þegar kveikt er á jólatrjánum svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að halda veglega vortónleika í tilefni afmælisársins og fá einhvern gest til að spila með, að sögn Einars Braga. „Einnig stendur til að stækka húsnæði skólans, við erum búin að fá loforð um það frá bæjaryfirvöldum svo óhætt er að segja að bjart sé fram undan í tónlistarlífi Vesturbyggðar.“
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Skautafjör á Laugarvatni í dag Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira