Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 14. október 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/samsett Oft þegar ég kaupi föndur þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera við það. Svo, nokkrum mánuðum seinna þá er ég kannski að horfa á Youtube og hugsa „Hey, þetta er flott, ég get notað glasamotturnar sem ég keypti í vor í þetta.“ En þegar var ekki þannig þegar ég sá þessi viðarblóm, þá vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi gera með þau, hvernig ég vildi breyta þeim.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að fjarlægja allt aftan af þeim, segulinn og krókinn. Svo málaði ég þau grá, leyfði því að þorna og þurrburstaði svo yfir með hvítu.Kristbjörg ÓlafsdóttirMér fannst vanta eitthvað pínu meira þannig að ég notaði elsku límbyssuna mína til að festa reipi utan um blöðin á blóminu og hringinn í miðjunni.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg er ábyggilega ekki uppáhalds gestur kaffihúsanna vegna þess að ég ræni alltaf nokkrum svona hræri-stikum þegar ég sest niður og fæ mér te en hey, þær eru ókeypis. Ég festi sem sagt sitt hvora stikuna aftan á sitt hvort blómið með trélími. Þegar þú ætlar að festa tré á tré skaltu alltaf nota trélím. Ég hafði keypt svona plöntumerkis „miða“ í Tiger, málaði hann eins og blómið nema að ég sleppti að fara með hvítu málninguna yfir miðjuna á „miðanum“. Ég átti þessa litlu krúttlegu fötu, skar niður froðuplast og límdi gervimosa ofan á. Ég notaði sama reipið og ég hafði notað utan um blómin og auðvitað límbyssuna og fór nokkrum sinnum utan um fötuna. Svo bjó ég til slaufu og festi með... já, þið höfuð rétt fyrir ykkur, límbyssunni minni. Núna átti ég bara eftir að finna myndir af börnunum mínum, láta í miðjuna á blómunum og „voila“ ég var kominn með blómvönd með uppáhalds blómunum mínum, börnunum, sem endist að eilífu.Kristbjörg ÓlafsdóttirHér að neðan má sjá lokaútkomuna.Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Oft þegar ég kaupi föndur þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera við það. Svo, nokkrum mánuðum seinna þá er ég kannski að horfa á Youtube og hugsa „Hey, þetta er flott, ég get notað glasamotturnar sem ég keypti í vor í þetta.“ En þegar var ekki þannig þegar ég sá þessi viðarblóm, þá vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi gera með þau, hvernig ég vildi breyta þeim.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að fjarlægja allt aftan af þeim, segulinn og krókinn. Svo málaði ég þau grá, leyfði því að þorna og þurrburstaði svo yfir með hvítu.Kristbjörg ÓlafsdóttirMér fannst vanta eitthvað pínu meira þannig að ég notaði elsku límbyssuna mína til að festa reipi utan um blöðin á blóminu og hringinn í miðjunni.Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg er ábyggilega ekki uppáhalds gestur kaffihúsanna vegna þess að ég ræni alltaf nokkrum svona hræri-stikum þegar ég sest niður og fæ mér te en hey, þær eru ókeypis. Ég festi sem sagt sitt hvora stikuna aftan á sitt hvort blómið með trélími. Þegar þú ætlar að festa tré á tré skaltu alltaf nota trélím. Ég hafði keypt svona plöntumerkis „miða“ í Tiger, málaði hann eins og blómið nema að ég sleppti að fara með hvítu málninguna yfir miðjuna á „miðanum“. Ég átti þessa litlu krúttlegu fötu, skar niður froðuplast og límdi gervimosa ofan á. Ég notaði sama reipið og ég hafði notað utan um blómin og auðvitað límbyssuna og fór nokkrum sinnum utan um fötuna. Svo bjó ég til slaufu og festi með... já, þið höfuð rétt fyrir ykkur, límbyssunni minni. Núna átti ég bara eftir að finna myndir af börnunum mínum, láta í miðjuna á blómunum og „voila“ ég var kominn með blómvönd með uppáhalds blómunum mínum, börnunum, sem endist að eilífu.Kristbjörg ÓlafsdóttirHér að neðan má sjá lokaútkomuna.Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00