Kalla eftir aðgerðum til að sporna við fækkun starfa í fiskvinnslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 09:59 Það er fjölmennt á fundi atvinnuveganefndar í dag þar sem útflutningur á óunnum fiski er til umræðu. Vísir/Vilhelm Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en hann er meðal gesta á fundi atvinnuveganefndar þar sem samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB er nú til umfjöllunar. Á fundinum er sjónum einkum beint að þeim samfélagslegu og efnahagslegu áhrifum sem Ísland verður fyrir vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Tilefnið er aukning á slíkum útflutningi sem er meðal áhrifaþátta sem leitt hafa til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Um 500 störf hafa tapast í fiskvinnslu að undanförnu, en nú síðast ber að nefna þá hátt í fimmtíu starfsmenn fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi sem var sagt upp í síðustu viku.Sjá einnig: „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert" Fjórtán gestir eru mættir nefndina, þar af aðeins tvær konur, en mættir eru fulltrúar frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Sjómannasambandi Íslands og frá Starfsgreinasambandinu. Fulltrúar SGS sögðu það þyngra en tárum taki að sjá hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með fiskvinnsluna í landinu. Reglulega hafi verið kallað eftir fundi með stjórnmálamönnum um þetta að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar hjá verkalýðsfélaginu Framsýn. Aldrei áður hafi hann skynjað pólitískan vilja til að bregðast við. Þótt aðrir þættir á borð við tæknibreytingar hafi áhrif sé þessi þróun að lama byggðir landsins. Orð sjávarútvegsráðherra í kvöldfréttum Rúv í gær um að hann ætli ekki að ganga til aðgerða hafi vakið reiði. Málið snúist ekki aðeins um störf heldur einnig um byggðamál. Þá felist ákveðin kaldhæðni í því að Ísland, sem státi af fyrirtækjum sem framleiði fiskvinnslutæki á heimsmælikvarða, selji þau síðan til annarra landa þar sem vinnslan fari fram á íslenskum fiski, niðurgreidd af Evrópusambandinu. Vilhjálmur Birgisson benti jafnframt á að aflaheimildir á Akranesi nemi nú um 25 þúsund tonnum en engu sé þó landað á Akranesi. Áður hafi um 350 manns starfað við fiskvinnslu í bænum, nú sé ekkert einasta þeirra starfa eftir. Biðlaði hann til nefndarinnar um að líta til byggðasjónarmiða og þá kallaði hann jafnframt eftir því að ráðist yrði í opinbera rannsókn á verðlagningu uppsjávarafla.Aðeins lítill hluti af heildarafla Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segja að aukning í útflutningi á óunnum fiski síðasta ár hafi ekki verið meiriháttar í sögulegum samanburði. Hér þurfi að tryggja og efla samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu og ekki verði horft fram hjá áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og tæknibreytinga sem einnig hafa leitt til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Á árunum 1992 til 2018 hafi að meðaltali um 44 þúsund tonn af óunnum fiski verið flutt út á ári en árið 2018 hafi þau verið um 50 þúsund. Sem dæmi sé þar aðeins um að ræða um það bil 5% af heildarþorskafla og um 10% af heildarafla botnfisks. Alþingi Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en hann er meðal gesta á fundi atvinnuveganefndar þar sem samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB er nú til umfjöllunar. Á fundinum er sjónum einkum beint að þeim samfélagslegu og efnahagslegu áhrifum sem Ísland verður fyrir vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Tilefnið er aukning á slíkum útflutningi sem er meðal áhrifaþátta sem leitt hafa til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Um 500 störf hafa tapast í fiskvinnslu að undanförnu, en nú síðast ber að nefna þá hátt í fimmtíu starfsmenn fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi sem var sagt upp í síðustu viku.Sjá einnig: „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert" Fjórtán gestir eru mættir nefndina, þar af aðeins tvær konur, en mættir eru fulltrúar frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Sjómannasambandi Íslands og frá Starfsgreinasambandinu. Fulltrúar SGS sögðu það þyngra en tárum taki að sjá hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með fiskvinnsluna í landinu. Reglulega hafi verið kallað eftir fundi með stjórnmálamönnum um þetta að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar hjá verkalýðsfélaginu Framsýn. Aldrei áður hafi hann skynjað pólitískan vilja til að bregðast við. Þótt aðrir þættir á borð við tæknibreytingar hafi áhrif sé þessi þróun að lama byggðir landsins. Orð sjávarútvegsráðherra í kvöldfréttum Rúv í gær um að hann ætli ekki að ganga til aðgerða hafi vakið reiði. Málið snúist ekki aðeins um störf heldur einnig um byggðamál. Þá felist ákveðin kaldhæðni í því að Ísland, sem státi af fyrirtækjum sem framleiði fiskvinnslutæki á heimsmælikvarða, selji þau síðan til annarra landa þar sem vinnslan fari fram á íslenskum fiski, niðurgreidd af Evrópusambandinu. Vilhjálmur Birgisson benti jafnframt á að aflaheimildir á Akranesi nemi nú um 25 þúsund tonnum en engu sé þó landað á Akranesi. Áður hafi um 350 manns starfað við fiskvinnslu í bænum, nú sé ekkert einasta þeirra starfa eftir. Biðlaði hann til nefndarinnar um að líta til byggðasjónarmiða og þá kallaði hann jafnframt eftir því að ráðist yrði í opinbera rannsókn á verðlagningu uppsjávarafla.Aðeins lítill hluti af heildarafla Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segja að aukning í útflutningi á óunnum fiski síðasta ár hafi ekki verið meiriháttar í sögulegum samanburði. Hér þurfi að tryggja og efla samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu og ekki verði horft fram hjá áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og tæknibreytinga sem einnig hafa leitt til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Á árunum 1992 til 2018 hafi að meðaltali um 44 þúsund tonn af óunnum fiski verið flutt út á ári en árið 2018 hafi þau verið um 50 þúsund. Sem dæmi sé þar aðeins um að ræða um það bil 5% af heildarþorskafla og um 10% af heildarafla botnfisks.
Alþingi Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira