Ástæðulaust fjaðrafok vegna taps á fjárfestingum lífeyrissjóðanna Jakob Bjarnar skrifar 8. október 2019 10:49 Gylfi Magnússon bendir á að á fyrstu átta mánuðum ársins hafi eignir lífeyrissjóðanna aukist um 550 milljarða. fbl/sigtryggur ari Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, vandar um við þá sem fara mikinn vegna taps sem orðið hefur á fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun; eignir sjóðanna jukust um 550 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.Vanstillt og vitlaus umræða Gylfi segir umræðuna um lífeyriskerfið oft víðs fjarri staðreyndum. Hann segir „fjaðrafokið vegna taps á sumum fjárfestingum alveg slitið úr samhengi við þá staðreynd að þegar tekin er áhætta verður stundum tap og stundum ávinningur.“ Ef til vill flokkast þetta undir það að benda á hið sjálfsagða en dósentinn telur engu að síður ástæðu til að hnykkja á þessu á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er án vafa hatröm umræða sem orðið hefur í samfélaginu vegna Gamma. „Lykilatriði er auðvitað að velja vel svo að sem oftast verði ávinningur (!) en það er ekki gæfuleg fjárfestingarstefna að taka aldrei áhættu. Þess vegna er eðlilegt, raunar óhjákvæmilegt, að sumar fjárfestingar sjóðanna skili tapi. Sumar slíkra fjárfestinga má vitaskuld gagnrýna en það á að gera á grundvelli þess sem menn máttu vita þegar þær voru gerðar, ekki þess sem er vitað löngu síðar.“ Eignir jukustu um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun í krónum talið en það sem af er þessu ári. „Eignir sjóðanna (þ.e. sjóðfélaga!) jukust um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Þar af er ávöxtun á að giska 480 milljarðar, hitt eru iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur. Það er auðvitað rétt að anda í gegnum nefið þegar svona tölur birtast, það er langtímaávöxtunin sem skiptir öllu (og horfur um hana eru ekkert sérstaklega bjartar, því miður), ekki skammtímasveiflur, en það má alveg gleðjast í smástund fyrir hönd lífeyrisþega í nútíð og framtíð.“ GAMMA Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, vandar um við þá sem fara mikinn vegna taps sem orðið hefur á fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun; eignir sjóðanna jukust um 550 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.Vanstillt og vitlaus umræða Gylfi segir umræðuna um lífeyriskerfið oft víðs fjarri staðreyndum. Hann segir „fjaðrafokið vegna taps á sumum fjárfestingum alveg slitið úr samhengi við þá staðreynd að þegar tekin er áhætta verður stundum tap og stundum ávinningur.“ Ef til vill flokkast þetta undir það að benda á hið sjálfsagða en dósentinn telur engu að síður ástæðu til að hnykkja á þessu á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er án vafa hatröm umræða sem orðið hefur í samfélaginu vegna Gamma. „Lykilatriði er auðvitað að velja vel svo að sem oftast verði ávinningur (!) en það er ekki gæfuleg fjárfestingarstefna að taka aldrei áhættu. Þess vegna er eðlilegt, raunar óhjákvæmilegt, að sumar fjárfestingar sjóðanna skili tapi. Sumar slíkra fjárfestinga má vitaskuld gagnrýna en það á að gera á grundvelli þess sem menn máttu vita þegar þær voru gerðar, ekki þess sem er vitað löngu síðar.“ Eignir jukustu um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun í krónum talið en það sem af er þessu ári. „Eignir sjóðanna (þ.e. sjóðfélaga!) jukust um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Þar af er ávöxtun á að giska 480 milljarðar, hitt eru iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur. Það er auðvitað rétt að anda í gegnum nefið þegar svona tölur birtast, það er langtímaávöxtunin sem skiptir öllu (og horfur um hana eru ekkert sérstaklega bjartar, því miður), ekki skammtímasveiflur, en það má alveg gleðjast í smástund fyrir hönd lífeyrisþega í nútíð og framtíð.“
GAMMA Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira