Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 14:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stefnubreyting Bandaríkjastjórnar verði tekin upp á næsta ríkisstjórnarfundi. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort hún muni beita sér fyrir því að taka málið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Þá kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem beindi fyrirspurn sinni til Katrínar, eftir afstöðu hennar til þess að lýsa yfir stuðningi við Kúrda.Sjá einnig: Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trump „Ég vil minna á það að íslensk stjórnvöld hafa á fyrri stigum gagnrýnt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og það var meðal annars gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi örfáum dögum eftir að síðustu aðgerðir hófust það í janúar í fyrra og sömuleiðis lýstu íslensk stjórnvöld sérstökum áhyggjum af stöðu mála á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í kjölfar harðnandi átaka í Afrín-héraði,“ sagði Katrín um leið og hún lýsti áhyggjum sínum af stefnubreytingu Bandaríkjaforseta, sem þó hafi ennþá ekki verið rædd á vettvangi NATO. „Þessi stefnubreyting Bandaríkjamanna og boðaðar hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum á sýrlensku yfirráðasvæði eru mjög slæm tíðindi,“ sagði Katrín. Hún telji einsýnt að slíkar aðgerðir myndu hafa gríðarleg áhrif á almenna borgara og geti ógnað þeim árangri sem þó hafi náðst í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS á svæðinu, sem Kúrdar hafi átt stóran þátt í að brjóta á bak aftur. Hún geri ráð fyrir að málið verði rætt á næsta ríkisstjórnarfundi. Utanríkisráðherra sé staddur á ferð í Afríku og hún hafi ekki náð af honum tali símleiðis vegna málsins. Þá hafi verið óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í utanríkismálanefnd, hún telji að sá fundur eigi að fara fram fyrst, áður en ákvörðun verði tekin um það hvort málið verði tekið fyrir á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort hún muni beita sér fyrir því að taka málið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Þá kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem beindi fyrirspurn sinni til Katrínar, eftir afstöðu hennar til þess að lýsa yfir stuðningi við Kúrda.Sjá einnig: Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trump „Ég vil minna á það að íslensk stjórnvöld hafa á fyrri stigum gagnrýnt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og það var meðal annars gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi örfáum dögum eftir að síðustu aðgerðir hófust það í janúar í fyrra og sömuleiðis lýstu íslensk stjórnvöld sérstökum áhyggjum af stöðu mála á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í kjölfar harðnandi átaka í Afrín-héraði,“ sagði Katrín um leið og hún lýsti áhyggjum sínum af stefnubreytingu Bandaríkjaforseta, sem þó hafi ennþá ekki verið rædd á vettvangi NATO. „Þessi stefnubreyting Bandaríkjamanna og boðaðar hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum á sýrlensku yfirráðasvæði eru mjög slæm tíðindi,“ sagði Katrín. Hún telji einsýnt að slíkar aðgerðir myndu hafa gríðarleg áhrif á almenna borgara og geti ógnað þeim árangri sem þó hafi náðst í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS á svæðinu, sem Kúrdar hafi átt stóran þátt í að brjóta á bak aftur. Hún geri ráð fyrir að málið verði rætt á næsta ríkisstjórnarfundi. Utanríkisráðherra sé staddur á ferð í Afríku og hún hafi ekki náð af honum tali símleiðis vegna málsins. Þá hafi verið óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í utanríkismálanefnd, hún telji að sá fundur eigi að fara fram fyrst, áður en ákvörðun verði tekin um það hvort málið verði tekið fyrir á vettvangi Þjóðaröryggisráðs.
Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira