Embætti landlæknis sem flytja þurfti úr húsnæði sínu fyrir ári vegna myglu ætlar að flytja á sjöttu hæð á Höfðatorgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reginn fasteignafélagi, eiganda Höfðatorgs. Flutningarnir fara fram í nóvember.
Ríkiskaup auglýsti eftir framtíðarhúsnæði fyrir embættið í apríl. Varð Höfðatorg niðurstaðan en áttatíu manns starfa hjá Landlækni og munu dreifa sér um 1500 fermetra rými.
Landlæknisembættið flutti frá Heilsuverndarstöðinni á Barónstíg í apríl vegna mygluvanda. Hefur starfsemin síðan þá verið á Rauðarárstíg 10.
Landlæknir flytur á Höfðatorg
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur

Segja upp 52 sjómönnum
Viðskipti innlent

Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu
Viðskipti innlent


Segir skilið við Grillmarkaðinn
Viðskipti innlent

Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum
Atvinnulíf

Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára
Viðskipti innlent

Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára
Viðskipti innlent
