Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 17:50 Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkur. fréttablaðið/Ernir Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. Nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla og heimili fyrir konur með tvíþættan vanda verða tekin í notkun á næstu vikum. Fyrstu 20 smáhýsin eru væntanleg til landsins fyrir áramót. Nokkuð hefur verið deilt um staðsetningu þeirra en til stendur að nokkrum þeirra verði komið fyrir við Héðinsgötu.Sjá einnig: Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa „Það eru tæplega 80 sem eru að bíða eftir úrræði núna og þessi tuttugu smáhýsi munu mæta hluta af þeim hópi,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er í farvegi að reyna að finna staðsetningu fyrir þau. Það hefur gengið verr en við bjuggumst við en það er í fullri vinnslu núna, það er verið að leita um alla borg,“ segir Heiða. Ýmsar staðsetningar koma til greina þótt ekkert sé í hendi ennþá. „Við höfum verið að skoða uppi á Höfða, í Gufunesi, úti á Granda og Sæbraut, allt þar á milli. Og allir sem hafa góða tillögu að staðsetningu eða vilja lána okkur lóð tímabundið mega bara hafa samband við borgina því að við þurfum virkilega að koma þessum húsum niður því að það er fólk sem að vantar heimili.“ Við Grandagarð eru framkvæmdir í fullum gangi við að innrétta nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla. Til stendur að taka rýmið í notkun í þessum mánuði en þegar eru komin rúm, dýnur og borðbúnaður í húsnæðið þar sem pláss verður fyrir fimmtán til tuttugu unga karlmenn sem ekki hafa í önnur hús að venda. „Síðan erum við að opna núna líka í Vesturbænum úrræði fyrir tvígreindar konur, úrræði sem að við höfum beðið lengi eftir,“ segir Heiða. Þar verður pláss fyrir sex konur. Heiða segir líklegt að nokkrir tugir til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafi óskað eftir úrræði séu heimilislausir. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira
Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. Nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla og heimili fyrir konur með tvíþættan vanda verða tekin í notkun á næstu vikum. Fyrstu 20 smáhýsin eru væntanleg til landsins fyrir áramót. Nokkuð hefur verið deilt um staðsetningu þeirra en til stendur að nokkrum þeirra verði komið fyrir við Héðinsgötu.Sjá einnig: Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa „Það eru tæplega 80 sem eru að bíða eftir úrræði núna og þessi tuttugu smáhýsi munu mæta hluta af þeim hópi,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er í farvegi að reyna að finna staðsetningu fyrir þau. Það hefur gengið verr en við bjuggumst við en það er í fullri vinnslu núna, það er verið að leita um alla borg,“ segir Heiða. Ýmsar staðsetningar koma til greina þótt ekkert sé í hendi ennþá. „Við höfum verið að skoða uppi á Höfða, í Gufunesi, úti á Granda og Sæbraut, allt þar á milli. Og allir sem hafa góða tillögu að staðsetningu eða vilja lána okkur lóð tímabundið mega bara hafa samband við borgina því að við þurfum virkilega að koma þessum húsum niður því að það er fólk sem að vantar heimili.“ Við Grandagarð eru framkvæmdir í fullum gangi við að innrétta nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla. Til stendur að taka rýmið í notkun í þessum mánuði en þegar eru komin rúm, dýnur og borðbúnaður í húsnæðið þar sem pláss verður fyrir fimmtán til tuttugu unga karlmenn sem ekki hafa í önnur hús að venda. „Síðan erum við að opna núna líka í Vesturbænum úrræði fyrir tvígreindar konur, úrræði sem að við höfum beðið lengi eftir,“ segir Heiða. Þar verður pláss fyrir sex konur. Heiða segir líklegt að nokkrir tugir til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafi óskað eftir úrræði séu heimilislausir.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira