Skærustu stjörnur Filippseyja kyssast undir íslenskum norðurljósum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2019 08:45 Kathryn Bernardo og Daniel Padilla hafa verið par um árabil. Þau eru dýrkuð og dáð í heimalandinu. Skjáskot/Instagram Filippseyska stjörnuparið Kathryn Bernardo og Daniel Padilla er statt hér á landi ef marka má Instagram-færslu þeirrar fyrrnefndu. Bernardo og Padilla, sem bæði eru leikarar, njóta gríðarlegra vinsælda í heimalandinu. „Norðurljósin ákváðu að mæta fyrsta daginn okkar hér, næstum eins og þau væru að bjóða okkur velkomin. Takk fyrir að mæta, Aurora Borealis! Endilega endurtakið leikinn næstu daga,“ skrifaði Bernardo við þrjár norðurljósamyndir sem hún birti á Instagram-reikningi sínum í gær. Fyrr um daginn birti hún myndir úr Bláa lóninu, sem þau Padilla heimsóttu strax eftir að þau stigu út úr flugvélinni. View this post on InstagramDefine magical. The northern lights decided to show up on our first day here, almost as if it was welcoming us. Thanks for showing up, Aurora Borealis! Please feel free to do so again in the coming days. We really don't mind. A post shared by Kathryn Bernardo (@bernardokath) on Sep 29, 2019 at 4:22am PDT Bernardo er 23 ára og skaust upp á stjörnuhimininn með hlutverki sínu sem titilpersónan Mara í filippseysku sjónvarpsþáttunum Mara Clara. Færa má rök fyrir því að hún sé vinsælasta leikkona Filippseyja en kvikmyndin Hello Love Goodbye, sem frumsýnd var í vor, er sú tekjuhæsta í sögu landsins. Samanlagðar tekjur kvikmynda hennar eru jafnframt þær hæstu þegar litið er til einstakra leikkvenna og hún státar af nær tíu milljón fylgjendum á Instagram. Bernardo og Padilla hafa verið par um árabil. Padilla, sem er ári eldri en kærastan, er ekki síður vinsæll á Filippseyjum og hefur gert garðinn frægan sem bæði leikari og söngvari. Þá hefur hann verið krýndur óformlegur „Hjartakonungur“ filippseysks skemmtanaiðnaðar, ef marka má Wikipedia-síðu hans. Filippseyjar Íslandsvinir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Fleiri fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Sjá meira
Filippseyska stjörnuparið Kathryn Bernardo og Daniel Padilla er statt hér á landi ef marka má Instagram-færslu þeirrar fyrrnefndu. Bernardo og Padilla, sem bæði eru leikarar, njóta gríðarlegra vinsælda í heimalandinu. „Norðurljósin ákváðu að mæta fyrsta daginn okkar hér, næstum eins og þau væru að bjóða okkur velkomin. Takk fyrir að mæta, Aurora Borealis! Endilega endurtakið leikinn næstu daga,“ skrifaði Bernardo við þrjár norðurljósamyndir sem hún birti á Instagram-reikningi sínum í gær. Fyrr um daginn birti hún myndir úr Bláa lóninu, sem þau Padilla heimsóttu strax eftir að þau stigu út úr flugvélinni. View this post on InstagramDefine magical. The northern lights decided to show up on our first day here, almost as if it was welcoming us. Thanks for showing up, Aurora Borealis! Please feel free to do so again in the coming days. We really don't mind. A post shared by Kathryn Bernardo (@bernardokath) on Sep 29, 2019 at 4:22am PDT Bernardo er 23 ára og skaust upp á stjörnuhimininn með hlutverki sínu sem titilpersónan Mara í filippseysku sjónvarpsþáttunum Mara Clara. Færa má rök fyrir því að hún sé vinsælasta leikkona Filippseyja en kvikmyndin Hello Love Goodbye, sem frumsýnd var í vor, er sú tekjuhæsta í sögu landsins. Samanlagðar tekjur kvikmynda hennar eru jafnframt þær hæstu þegar litið er til einstakra leikkvenna og hún státar af nær tíu milljón fylgjendum á Instagram. Bernardo og Padilla hafa verið par um árabil. Padilla, sem er ári eldri en kærastan, er ekki síður vinsæll á Filippseyjum og hefur gert garðinn frægan sem bæði leikari og söngvari. Þá hefur hann verið krýndur óformlegur „Hjartakonungur“ filippseysks skemmtanaiðnaðar, ef marka má Wikipedia-síðu hans.
Filippseyjar Íslandsvinir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Fleiri fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Sjá meira