Gregg Ryder mun hætta störfum sem þjálfari karlaliðs Þórs eftir tímabilið í Inkassodeild karla.
Þór sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að knattspyrnudeild Þórs og Ryder hafi komist að samkomulagi um að Gregg myndi láta af störfum eftir tímabilið.
„Þrátt fyrir að hafa ekki náð markmiðum okkar um úrvalsdeildarsæti hefur okkur tekist að byggja til framtíðar. Margir ungir leikmenn félagsins hafa öðlast dýrmæta reynslu á vellinum og hafa samhliða tekið miklum framförum. Framtíðin er björt fyrir Þór og ég óska félaginu alls hins besta á komandi árum,“ sagði Ryder við heimasíðu félagsins.
Fyrir lokaumferð Inkassodeildarinnar á morgun er Þór í fimmta sæti með 33 stig.
Ryder hættir með Þór
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti



„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti
Fleiri fréttir
