Þetta var bara kona Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. september 2019 08:00 Það er enginn skortur á styttum af konum í Wales. Sjá má konur um allt. Þær eru tákngervingar og líkneski, englar og mæður, friður og réttlæti. Í öllu landinu er þó ekki að finna eina einustu styttu af nafngreindri konu, ókonungborinni, sem uppi var í alvörunni. Á því verður þó senn breyting. Á næsta ári verður reist í miðbæ Cardiff stytta af Betty Campbell, fyrsta svarta skólastjóra Wales, sem lést árið 2017 en hún helgaði líf sitt mennta- og jafnréttismálum. Campbell var valin úr hópi fimm kvenna í samkeppninni „Huldar hetjur“ um hver yrði fyrsta nafngreinda konan í Wales til að verða að styttu. Það eru þó ekki aðeins stytturnar í Wales sem eru nafnlausir tákngervingar.Féll á hnífinn Hin þrjátíu og þriggja ára Charlotte Huggins fagnaði nýja árinu á hverfispöbbnum með vinum. Síðar sömu nótt ruddist fyrrverandi kærasti Huggins, Michael Rolle, inn á heimili hennar og stakk hana til bana með hníf. Rolle hafði séð Huggins í félagsskap annars manns og orðið afbrýðisamur. Fyrir rétti hélt Rolle fram að hann hefði ekki stungið Huggins heldur hefði hún einfaldlega fallið á hnífinn. Faraldur breiðist út í Bretlandi. Á götum Lundúna og víðar fer hnífstunguárásum fjölgandi. Daglegar fréttir berast af ástandinu þar sem reynt er að greina vandann. Eru ástæðurnar félagslegar? Aukin ítök gengja í lífi ungs fólks? Niðurskurður í lögreglunni? En þrátt fyrir áhuga fjölmiðla á hnífaárásum var umfjöllun um morðið á Charlotte Huggins aðfaranótt nýársdag lítil sem engin. Sandra Walklate, prófessor í afbrotafræðum við Háskólann í Liverpool, telur sig hafa skýringu. Hnífaárásir eru vissulega faraldur á götum úti. En það sama er uppi á teningnum innan veggja heimilisins. Um það ríkir hins vegar þögn því „ofbeldi gegn konum er oftast ósýnilegt“. Nýjar tölur sýna að morðum sem rekja má til heimilisofbeldis hefur fjölgað síðustu fimm ár í Bretlandi. Á síðasta ári voru fórnarlömbin 173, 32 fleiri en árið áður. Þrír fjórðu fórnarlambanna voru konur sem féllu fyrir hendi karlmanns. „Þetta eru hin ósýnilegu fórnarlömb hnífaárása,“ sagði Sandra Walklate í samtali við BBC.Rangt frumlag „Kona féll fram af svölum“ var fyrirsögn sem vakti hörð viðbrögð í íslenskum fjölmiðlum í vikunni. Við nánari athugun kom í ljós að konunni hafði verið hrint fram af svölum og liggur hún nú alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson ritaði á Facebook: „Það er rangt frumlag í þessari setningu, það sjáum við öll, gerandinn hefur verið fjarlægður, nýtur verndar. Ofbeldið er ekki óhjákvæmilegt, ekki eðlilegur hluti lífsins, heldur samfélagsleg og menningarleg meinsemd.“ Konur eru nafnlausir tákngervingar, almenn hugmynd en ekki einstaklingar, ekki fórnarlömb heldur tölfræði. Þær verða fyrir hnífum og falla fram af svölum eins og hafið fellur að og sólin hnígur í vestri. Jörðin snýst um möndul sinn. Svona lagað gerist. Þetta er ekkert persónulegt. Þetta var bara kona. Það glittir þó í von. Konur Bretlands voru Boris Johnson forsætisráðherra huldar sýnum þegar hann frestaði óvænt þinghaldi nýverið. Féll af dagskrá þingsins lagafrumvarp um heimilisofbeldi sem hafði verið lengi í smíðum og ríkti um þverpólitísk samstaða. Biðlað var til Borisar um að flytja málið á dagskrá næsta þings en hann varð ekki við þeirra ósk. Aldrei þessu vant ætlaði allt um kolla að keyra. Svo hörð voru viðbrögð kvenna í Bretlandi að Boris – sem býr sig nú undir kosningar – sá að honum var ekki stætt á að gera ekki neitt. Með hraði skipaði hann sérstakan umboðsmann um heimilisofbeldi. Konur eru nefnilega ekki líkneski, hugmynd eða tilgáta. Þær eru einstaklingar af holdi og blóði með andlit, raddir, nöfn – og kosningarétt; gleymum því ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er enginn skortur á styttum af konum í Wales. Sjá má konur um allt. Þær eru tákngervingar og líkneski, englar og mæður, friður og réttlæti. Í öllu landinu er þó ekki að finna eina einustu styttu af nafngreindri konu, ókonungborinni, sem uppi var í alvörunni. Á því verður þó senn breyting. Á næsta ári verður reist í miðbæ Cardiff stytta af Betty Campbell, fyrsta svarta skólastjóra Wales, sem lést árið 2017 en hún helgaði líf sitt mennta- og jafnréttismálum. Campbell var valin úr hópi fimm kvenna í samkeppninni „Huldar hetjur“ um hver yrði fyrsta nafngreinda konan í Wales til að verða að styttu. Það eru þó ekki aðeins stytturnar í Wales sem eru nafnlausir tákngervingar.Féll á hnífinn Hin þrjátíu og þriggja ára Charlotte Huggins fagnaði nýja árinu á hverfispöbbnum með vinum. Síðar sömu nótt ruddist fyrrverandi kærasti Huggins, Michael Rolle, inn á heimili hennar og stakk hana til bana með hníf. Rolle hafði séð Huggins í félagsskap annars manns og orðið afbrýðisamur. Fyrir rétti hélt Rolle fram að hann hefði ekki stungið Huggins heldur hefði hún einfaldlega fallið á hnífinn. Faraldur breiðist út í Bretlandi. Á götum Lundúna og víðar fer hnífstunguárásum fjölgandi. Daglegar fréttir berast af ástandinu þar sem reynt er að greina vandann. Eru ástæðurnar félagslegar? Aukin ítök gengja í lífi ungs fólks? Niðurskurður í lögreglunni? En þrátt fyrir áhuga fjölmiðla á hnífaárásum var umfjöllun um morðið á Charlotte Huggins aðfaranótt nýársdag lítil sem engin. Sandra Walklate, prófessor í afbrotafræðum við Háskólann í Liverpool, telur sig hafa skýringu. Hnífaárásir eru vissulega faraldur á götum úti. En það sama er uppi á teningnum innan veggja heimilisins. Um það ríkir hins vegar þögn því „ofbeldi gegn konum er oftast ósýnilegt“. Nýjar tölur sýna að morðum sem rekja má til heimilisofbeldis hefur fjölgað síðustu fimm ár í Bretlandi. Á síðasta ári voru fórnarlömbin 173, 32 fleiri en árið áður. Þrír fjórðu fórnarlambanna voru konur sem féllu fyrir hendi karlmanns. „Þetta eru hin ósýnilegu fórnarlömb hnífaárása,“ sagði Sandra Walklate í samtali við BBC.Rangt frumlag „Kona féll fram af svölum“ var fyrirsögn sem vakti hörð viðbrögð í íslenskum fjölmiðlum í vikunni. Við nánari athugun kom í ljós að konunni hafði verið hrint fram af svölum og liggur hún nú alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson ritaði á Facebook: „Það er rangt frumlag í þessari setningu, það sjáum við öll, gerandinn hefur verið fjarlægður, nýtur verndar. Ofbeldið er ekki óhjákvæmilegt, ekki eðlilegur hluti lífsins, heldur samfélagsleg og menningarleg meinsemd.“ Konur eru nafnlausir tákngervingar, almenn hugmynd en ekki einstaklingar, ekki fórnarlömb heldur tölfræði. Þær verða fyrir hnífum og falla fram af svölum eins og hafið fellur að og sólin hnígur í vestri. Jörðin snýst um möndul sinn. Svona lagað gerist. Þetta er ekkert persónulegt. Þetta var bara kona. Það glittir þó í von. Konur Bretlands voru Boris Johnson forsætisráðherra huldar sýnum þegar hann frestaði óvænt þinghaldi nýverið. Féll af dagskrá þingsins lagafrumvarp um heimilisofbeldi sem hafði verið lengi í smíðum og ríkti um þverpólitísk samstaða. Biðlað var til Borisar um að flytja málið á dagskrá næsta þings en hann varð ekki við þeirra ósk. Aldrei þessu vant ætlaði allt um kolla að keyra. Svo hörð voru viðbrögð kvenna í Bretlandi að Boris – sem býr sig nú undir kosningar – sá að honum var ekki stætt á að gera ekki neitt. Með hraði skipaði hann sérstakan umboðsmann um heimilisofbeldi. Konur eru nefnilega ekki líkneski, hugmynd eða tilgáta. Þær eru einstaklingar af holdi og blóði með andlit, raddir, nöfn – og kosningarétt; gleymum því ekki.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun