Trump þrýsti á forseta Úkraínu að rannsaka son Joe Biden Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 10:20 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, (t.v.) og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, (t.h.) munu funda í næstu viku. getty/Sergei Chuzavkov/Olivier Douliery Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þetta segja vitni að símtalinu í júlí þegar málið kom upp en talið er að rannsóknin sé liður í framboðsundirbúningi forsetans fyrir forsetakosningar árið 2020. Trump á þá að hafa ítrekað beðið Zelensky að ræða við lögmann sinn, Rudolph W. Giuliani, en hann hafði þá hvatt yfirvöld í Kænugarði að hefja rannsókn á Biden og fjölskyldu hans. Þá á meðlimur bandarísku leyniþjónustunnar að hafa kvartað yfir þessari beiðni Trumps og samkvæmt heimildum New York Times tengist kvörtunin einnig afskiptum Trumps af Úkraínu.Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna.getty/Mark WilsonBiden er einn frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta. Forsetinn núverandi hefur ekki farið leynt með það að hann vilji að Úkraína rannsaki hvort eitthvað misjafnt hafi farið fram á meðan Biden sinnti pólitísku starfi í Úkraínu og sonur hans starfaði fyrir gas fyrirtæki sem er í eigu úkraínsk valdamanns. Trump sagði í samtali við fréttamenn á föstudag að „einhver ætti að rannsaka Biden“ þegar hann var spurður út í símtalið. Þá hafa vaknað upp spurningar í kjölfarið um afskipti Trumps í Úkraínu sem enn stendur í átökum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins sem hljóta stuðning Rússa. Þá hafði hernaðaraðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu ekki verið virk í margar vikur þegar forsetinn kallaði eftir rannsókninni.Hunter Biden (t.v.) ásamt föður sínum Joe Biden (t.h.).getty/ Teresa KroegerBandaríkin drógu til baka hernaðaraðstoð í Úkraínu í byrjun júlí en það var ekki rætt í símtalinu þann 25. júlí. Ríkisstjórn Zelensky komst ekki að því fyrr en í ágúst að hernaðaraðstoð hafði verið hætt. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þegar hafið rannsókn á því hvort Trump hafi breytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna til þess að hún hagnaðist honum persónulega og hafa rannsakendur óskað eftir afriti af símtalinu við Zelensky. Trump og lögmaður hans, Guiliani, hafa krafist rannsókna á Biden fjölskylduna í margar vikur eftir að fréttamiðlar vestanhafs rannsökuðu hvort úkraínskt orkufyrirtæki hafi leitast eftir áhrifum í Washington með því að ráða son Bidens, Hunter Biden, til starfa. Hunter Biden starfaði í Úkraínu á meðan faðir hans var varaforseti.Rudolph W. Giuliani, lögmaður Donalds Trump stendur fyrir miðju.getty/ J. KempinÁ meðan Biden var varaforseti sá hann um mál Obama stjórnar í Úkraínu og sá að hluta til um hernaðaraðstoð Bandaríkjanna þar í landi auk þess sem hann lagði mikla áherslu á spillingarmál innan Úkraínskra stjórnvalda. Snemma árs 2016 hótaði hann því að Bandaríkin myndu frysta lán upp á 1 milljarð Bandaríkjadala, sem nemur 125 milljörðum íslenskra króna, ef ríkissaksóknara Úkraínu yrði ekki sagt upp störfum. Hann hafði verið sakaður um að hundsa gríðarlega spillingu innan stjórnkerfisins. Úkraína varð við kröfum Biden sem kom Hunter Biden vel en hann var stjórnarmeðlimur orkufyrirtækis sem ríkissaksóknarinn hugðist rannsaka. Á föstudag sakaði Biden Trump um að nota völd Bandaríkjanna til að fá „pólitískan greiða.“ Þá krafðist hann þess að forsetinn birti afrit af símtali hans við Zelensky og sagði að ef sögusagnir væru sannar „væru engin takmörk fyrir því hve Trump væri ákveðinn að misnota vald sitt og auðmýkja landið.“ Trump og Zelensky munu funda í næstu viku þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í New York. Bandaríkjastjórn segir ekki víst að forsetarnir munu funda í Hvíta húsinu, sem Zelensky telur mjög mikilvægt til að halda sambandi ríkjanna góðu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þetta segja vitni að símtalinu í júlí þegar málið kom upp en talið er að rannsóknin sé liður í framboðsundirbúningi forsetans fyrir forsetakosningar árið 2020. Trump á þá að hafa ítrekað beðið Zelensky að ræða við lögmann sinn, Rudolph W. Giuliani, en hann hafði þá hvatt yfirvöld í Kænugarði að hefja rannsókn á Biden og fjölskyldu hans. Þá á meðlimur bandarísku leyniþjónustunnar að hafa kvartað yfir þessari beiðni Trumps og samkvæmt heimildum New York Times tengist kvörtunin einnig afskiptum Trumps af Úkraínu.Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna.getty/Mark WilsonBiden er einn frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta. Forsetinn núverandi hefur ekki farið leynt með það að hann vilji að Úkraína rannsaki hvort eitthvað misjafnt hafi farið fram á meðan Biden sinnti pólitísku starfi í Úkraínu og sonur hans starfaði fyrir gas fyrirtæki sem er í eigu úkraínsk valdamanns. Trump sagði í samtali við fréttamenn á föstudag að „einhver ætti að rannsaka Biden“ þegar hann var spurður út í símtalið. Þá hafa vaknað upp spurningar í kjölfarið um afskipti Trumps í Úkraínu sem enn stendur í átökum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins sem hljóta stuðning Rússa. Þá hafði hernaðaraðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu ekki verið virk í margar vikur þegar forsetinn kallaði eftir rannsókninni.Hunter Biden (t.v.) ásamt föður sínum Joe Biden (t.h.).getty/ Teresa KroegerBandaríkin drógu til baka hernaðaraðstoð í Úkraínu í byrjun júlí en það var ekki rætt í símtalinu þann 25. júlí. Ríkisstjórn Zelensky komst ekki að því fyrr en í ágúst að hernaðaraðstoð hafði verið hætt. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þegar hafið rannsókn á því hvort Trump hafi breytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna til þess að hún hagnaðist honum persónulega og hafa rannsakendur óskað eftir afriti af símtalinu við Zelensky. Trump og lögmaður hans, Guiliani, hafa krafist rannsókna á Biden fjölskylduna í margar vikur eftir að fréttamiðlar vestanhafs rannsökuðu hvort úkraínskt orkufyrirtæki hafi leitast eftir áhrifum í Washington með því að ráða son Bidens, Hunter Biden, til starfa. Hunter Biden starfaði í Úkraínu á meðan faðir hans var varaforseti.Rudolph W. Giuliani, lögmaður Donalds Trump stendur fyrir miðju.getty/ J. KempinÁ meðan Biden var varaforseti sá hann um mál Obama stjórnar í Úkraínu og sá að hluta til um hernaðaraðstoð Bandaríkjanna þar í landi auk þess sem hann lagði mikla áherslu á spillingarmál innan Úkraínskra stjórnvalda. Snemma árs 2016 hótaði hann því að Bandaríkin myndu frysta lán upp á 1 milljarð Bandaríkjadala, sem nemur 125 milljörðum íslenskra króna, ef ríkissaksóknara Úkraínu yrði ekki sagt upp störfum. Hann hafði verið sakaður um að hundsa gríðarlega spillingu innan stjórnkerfisins. Úkraína varð við kröfum Biden sem kom Hunter Biden vel en hann var stjórnarmeðlimur orkufyrirtækis sem ríkissaksóknarinn hugðist rannsaka. Á föstudag sakaði Biden Trump um að nota völd Bandaríkjanna til að fá „pólitískan greiða.“ Þá krafðist hann þess að forsetinn birti afrit af símtali hans við Zelensky og sagði að ef sögusagnir væru sannar „væru engin takmörk fyrir því hve Trump væri ákveðinn að misnota vald sitt og auðmýkja landið.“ Trump og Zelensky munu funda í næstu viku þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í New York. Bandaríkjastjórn segir ekki víst að forsetarnir munu funda í Hvíta húsinu, sem Zelensky telur mjög mikilvægt til að halda sambandi ríkjanna góðu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent