Nýr formaður Venstre dauðþreyttur á átökum innan flokksins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2019 10:43 Jacob Ellemann-Jensen er af mikilli stjórnmálaætt. Mynd/skjáskot Jacob Ellemann-Jensen hefur verið kjörinn formaður stjórnmálaflokksins Venstre í Danmörku. Hinn nýi formaður segist vera dauðþreyttur á átökum sem geisað hafa á milli fylkinga innan flokksins. Boðað var til formannskjös eftir að Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í Venstre fyrir nokkrum vikum. Hann gegndi embætti forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur 2015 til 2019. Miklar deilur innan flokksins urðu til þess að Løkke Rasmussen sagði af sér. Ellemann-Jensen var ráðherra umhverfis- og matvælamála í ríkisstjórn Løkke Rasmussen en hann er sonur Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Í sigurræðu sagði hann að flokksmenn yrðu að láta af deilum sín á milli og sameinast yfir stefnumálum flokksins. „Ég skal vera hreinskilinn. Ég er dauðþreyttur á stríðinu á milli fylkinganna og því andrúmslofti sem þessu fylgir. Bæði innan þingflokksins sem og innan flokksins,“ sagði Ellemann-Jensen. Varaði hann við því að ef innanflokksátökum myndi ekki ljúka myndi flokkurinn liðast í sundur og eiga á hættu að missa stöðu sína sem helsti flokkurinn innan bláu blokkarinnar svokölluðu, óformlegu bandalagi hægri flokka í Danmörku. Elleman-Jensen var einn í framboði og var hann einróma kjörinn. Í frétt DR segir meðal annars að hlátur hafi heyrst í salnum þegar spurt var hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Elleman-Jensen. Inger Støjberg var einnig kjörinn varaformaður en hún bar sigurorð af Ellen Trane Nørby með 577 atkvæðum gegn 206. Støjberg var fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og hefur átt sæti á danska þinginu frá árinu 2001. Í ráðherratíð sinni þótti hún reka harða stefnu í innflytjendamálum. Danmörk Tengdar fréttir Lars Løkke hættir sem formaður Venstre Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins í Danmörku, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta sem formaður flokksins 31. ágúst 2019 09:48 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Jacob Ellemann-Jensen hefur verið kjörinn formaður stjórnmálaflokksins Venstre í Danmörku. Hinn nýi formaður segist vera dauðþreyttur á átökum sem geisað hafa á milli fylkinga innan flokksins. Boðað var til formannskjös eftir að Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í Venstre fyrir nokkrum vikum. Hann gegndi embætti forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur 2015 til 2019. Miklar deilur innan flokksins urðu til þess að Løkke Rasmussen sagði af sér. Ellemann-Jensen var ráðherra umhverfis- og matvælamála í ríkisstjórn Løkke Rasmussen en hann er sonur Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Í sigurræðu sagði hann að flokksmenn yrðu að láta af deilum sín á milli og sameinast yfir stefnumálum flokksins. „Ég skal vera hreinskilinn. Ég er dauðþreyttur á stríðinu á milli fylkinganna og því andrúmslofti sem þessu fylgir. Bæði innan þingflokksins sem og innan flokksins,“ sagði Ellemann-Jensen. Varaði hann við því að ef innanflokksátökum myndi ekki ljúka myndi flokkurinn liðast í sundur og eiga á hættu að missa stöðu sína sem helsti flokkurinn innan bláu blokkarinnar svokölluðu, óformlegu bandalagi hægri flokka í Danmörku. Elleman-Jensen var einn í framboði og var hann einróma kjörinn. Í frétt DR segir meðal annars að hlátur hafi heyrst í salnum þegar spurt var hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Elleman-Jensen. Inger Støjberg var einnig kjörinn varaformaður en hún bar sigurorð af Ellen Trane Nørby með 577 atkvæðum gegn 206. Støjberg var fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og hefur átt sæti á danska þinginu frá árinu 2001. Í ráðherratíð sinni þótti hún reka harða stefnu í innflytjendamálum.
Danmörk Tengdar fréttir Lars Løkke hættir sem formaður Venstre Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins í Danmörku, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta sem formaður flokksins 31. ágúst 2019 09:48 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Lars Løkke hættir sem formaður Venstre Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins í Danmörku, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta sem formaður flokksins 31. ágúst 2019 09:48