Gunnar: Hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginu Smári Jökull Jónsson skrifar 22. september 2019 16:52 Gunnar Þorsteinsson var þungur á brún í leikslok í dag. vísir/bára Gunnari Þorsteinssyni var augljóslega mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir jafnteflið gegn Val í Pepsi-Max deildinni í dag. Jafnteflið þýðir að Grindvíkingar eru fallnir. „Því miður þá var tímabilið í hnotskurn hér í einum leik. Við gjörsamlega gáfum allt sem við gátum og erum búnir að gera í allt sumar. Fyrir utan einhverja tvo sem fóru í glugganum þá höfum við allir verið að róa í sömu ótt og gera okkar besta,“ sagði fyrirliði Grindavíkur eftir leikinn í dag. „Það þarf einhver að vera í þessari stöðu og mér finnst ótrúlega sorglegt að það þurfum að vera við. Þetta var stöngin út, Zeba skallar í stöngina og boltinn fer á bakvið Hannes. Hannes á svo algjöra landsliðsklassavörslu í restina," bætti Gunnar við en hélt svo áfram að ræða um framhald félagsins og hann er á því að margt þurfi að laga. „Þetta er hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum og við núna að falla. Reksturinn hjá félaginu er mjög erfiður og til að bæta gráu ofan á svart finnst mér ekki nógu vel haldið á spilunum varðandi yngri flokkana, því miður.“ „Við erum ekki að framleiða nóg og knattspyrnudeild Grindavíkur er í mikilli lægð. Þetta hefur verið meiri körfuboltabær en það hafa alltaf verið sterkir einstaklingar sem hafa stýrt skútunni rekstrarlega séð. Þetta virðist vera mjög eriftt núna eftir að okkar aðalstyrktaraðili til 30-40 ára sleit samstarfinu við okkur,“ bætti Gunnar við. „Þá þarf að framleiða fleiri leikmenn og það er erfitt að gera það þegar þú ert með svona fámennt bæjarfélag.“ Þetta er alltaf mikil pólitíkGunnar Þorsteinsson segist ennþá vera of mikið peð til að berjast í pólitíkinni í kringum íþróttirnar.vísir/daníelGunnar hélt áfram og ræddi einnig stöðu knattspyrnunnar á landsbyggðinni. „Ég veit ekki hvort það er tilviljun að núna eru tvö félög af landsbyggðinni að falla og tvö lið af höfuðborgarsvæðinu að koma upp. Á næsta ári verða tvö lið af landsbyggðinni í efstu deild. Annars vegar KA sem er með allt Norðurlandið á bakvið sig og stóran iðkendafjölda fyrir utan að hafa úr miklum fjármunum að spila.“ „Hjá ÍA er frábærlega haldið á málum og þeir framleiða mikið af leikmönnum sem þeir selja og þess vegna eiga þeir peninga. Við erum ekki í þessari stöðu núna og það er ótrúlega sorglegt. Ég vona að félagið í heild sinni fari í naflaskoðun og skoði hvað málið sé. Það er ekki tilviljun að við erum að falla, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir.“ „Það hyllir vonandi í betri tíð, það var verið að ráða mjög flottan mann sem yfirþjálfara yngri flokka þannig að ég hef vonir um að hægt sé að snúa skútunni við. Ég er þá ekki að hugsa um 1-2 ár heldur lengri tíma, 5-10 ár.“ Finnst Gunnari vanta betra bakland í bænum í heild sinni? „Ég er of mikið peð til að geta beitt mér í þessu, þetta er alltaf mikil pólítík. Það er mjög dýrt að reka fótboltalið. Þetta er ekki eins og karfan, þar sem er haldið ótrúlega vel utan um hlutina og allt upp á tíu rekstrarlega séð, enda er veltan miklu minni. Þú ert kannski með 1/3 af leikmönnum á launaskrá miðað við fótboltann.“ „Það er auðveldara að vera með gott lið þar fyrir utan að það er rosalega sterkt hefð fyrir því að búa til leikmenn. Það er erfitt að búa til góða leikmenn og menn þurfa að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég verð eiginlega að skora á unga leikmenn í Grindavík að leggja meira á sig til að virklega vera tilbúnir að brjótast inn í aðalliðið.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Gunnari Þorsteinssyni var augljóslega mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir jafnteflið gegn Val í Pepsi-Max deildinni í dag. Jafnteflið þýðir að Grindvíkingar eru fallnir. „Því miður þá var tímabilið í hnotskurn hér í einum leik. Við gjörsamlega gáfum allt sem við gátum og erum búnir að gera í allt sumar. Fyrir utan einhverja tvo sem fóru í glugganum þá höfum við allir verið að róa í sömu ótt og gera okkar besta,“ sagði fyrirliði Grindavíkur eftir leikinn í dag. „Það þarf einhver að vera í þessari stöðu og mér finnst ótrúlega sorglegt að það þurfum að vera við. Þetta var stöngin út, Zeba skallar í stöngina og boltinn fer á bakvið Hannes. Hannes á svo algjöra landsliðsklassavörslu í restina," bætti Gunnar við en hélt svo áfram að ræða um framhald félagsins og hann er á því að margt þurfi að laga. „Þetta er hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum og við núna að falla. Reksturinn hjá félaginu er mjög erfiður og til að bæta gráu ofan á svart finnst mér ekki nógu vel haldið á spilunum varðandi yngri flokkana, því miður.“ „Við erum ekki að framleiða nóg og knattspyrnudeild Grindavíkur er í mikilli lægð. Þetta hefur verið meiri körfuboltabær en það hafa alltaf verið sterkir einstaklingar sem hafa stýrt skútunni rekstrarlega séð. Þetta virðist vera mjög eriftt núna eftir að okkar aðalstyrktaraðili til 30-40 ára sleit samstarfinu við okkur,“ bætti Gunnar við. „Þá þarf að framleiða fleiri leikmenn og það er erfitt að gera það þegar þú ert með svona fámennt bæjarfélag.“ Þetta er alltaf mikil pólitíkGunnar Þorsteinsson segist ennþá vera of mikið peð til að berjast í pólitíkinni í kringum íþróttirnar.vísir/daníelGunnar hélt áfram og ræddi einnig stöðu knattspyrnunnar á landsbyggðinni. „Ég veit ekki hvort það er tilviljun að núna eru tvö félög af landsbyggðinni að falla og tvö lið af höfuðborgarsvæðinu að koma upp. Á næsta ári verða tvö lið af landsbyggðinni í efstu deild. Annars vegar KA sem er með allt Norðurlandið á bakvið sig og stóran iðkendafjölda fyrir utan að hafa úr miklum fjármunum að spila.“ „Hjá ÍA er frábærlega haldið á málum og þeir framleiða mikið af leikmönnum sem þeir selja og þess vegna eiga þeir peninga. Við erum ekki í þessari stöðu núna og það er ótrúlega sorglegt. Ég vona að félagið í heild sinni fari í naflaskoðun og skoði hvað málið sé. Það er ekki tilviljun að við erum að falla, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir.“ „Það hyllir vonandi í betri tíð, það var verið að ráða mjög flottan mann sem yfirþjálfara yngri flokka þannig að ég hef vonir um að hægt sé að snúa skútunni við. Ég er þá ekki að hugsa um 1-2 ár heldur lengri tíma, 5-10 ár.“ Finnst Gunnari vanta betra bakland í bænum í heild sinni? „Ég er of mikið peð til að geta beitt mér í þessu, þetta er alltaf mikil pólítík. Það er mjög dýrt að reka fótboltalið. Þetta er ekki eins og karfan, þar sem er haldið ótrúlega vel utan um hlutina og allt upp á tíu rekstrarlega séð, enda er veltan miklu minni. Þú ert kannski með 1/3 af leikmönnum á launaskrá miðað við fótboltann.“ „Það er auðveldara að vera með gott lið þar fyrir utan að það er rosalega sterkt hefð fyrir því að búa til leikmenn. Það er erfitt að búa til góða leikmenn og menn þurfa að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég verð eiginlega að skora á unga leikmenn í Grindavík að leggja meira á sig til að virklega vera tilbúnir að brjótast inn í aðalliðið.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira