Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2019 22:24 Veitingamaður fagnar því að fjármálaráðherra vilji skoða hvað stjórnvöld geta gert til að létta rekstrarumhverfi veitingahúsa. Hann segir menn þurfa að vanda sig þegar kemur að verðsamanburði á bjór úr vínbúðinni og bjór á bar líkt og fjármálaráðherra gerði. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti á að verðlagning á bjór á Nordica hótelinu væri 370 prósentum yfir smásöluverði. Bjórinn sem Bjarni keypti kostaði 1.400 krónur en sami bjór kostar 379 krónur úr ÁTVR.Sjá einnig: Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Ráðherra nefndi þetta eftir að stjórnvöld höfðu verið gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald en Bjarni sagði ekki hægt að kenna gjaldinu einvörðungu um þegar svo mikil álagning væri til staðar. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. „Menn þurfa aðeins að vanda sig að vera ekki að bera saman staðgengisvörur. Þarna er verið að bera saman bjór úr Vínbúðinni annars vegar og vöru keypta á einu kannski fínasta hóteli bæjarins, þar sem er jafnvel fagleg þjónusta að baki. Menn verða að átta sig á því, og ég veit að fjármálaráðherra gerir það, að þú ert að borga fyrir margt og mikið meira en einvörðungu vöruna sem slíka.“ Hann segir stöðuna í veitingageiranum í dag ekki frábæra. „Ég veit að ráðherra var eitthvað að tala um það hvort ekki væri hægt að kíkja eitthvað á stöðuna og skoða með okkur hvað hægt væri að gera. Ég myndi svo sannarlega fagna því, ekki síst sem stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar.“ Jakob segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið. „Á Íslandi í dag erum við að vinna með 30 prósent kostnaðarverð seldra vara og 50 prósent launakostnað. Þá gefur auga leið að þá er ekkert mikið eftir til þess að taka af öðrum kostnaði í svona rekstri.“ Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Veitingamaður fagnar því að fjármálaráðherra vilji skoða hvað stjórnvöld geta gert til að létta rekstrarumhverfi veitingahúsa. Hann segir menn þurfa að vanda sig þegar kemur að verðsamanburði á bjór úr vínbúðinni og bjór á bar líkt og fjármálaráðherra gerði. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti á að verðlagning á bjór á Nordica hótelinu væri 370 prósentum yfir smásöluverði. Bjórinn sem Bjarni keypti kostaði 1.400 krónur en sami bjór kostar 379 krónur úr ÁTVR.Sjá einnig: Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Ráðherra nefndi þetta eftir að stjórnvöld höfðu verið gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald en Bjarni sagði ekki hægt að kenna gjaldinu einvörðungu um þegar svo mikil álagning væri til staðar. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. „Menn þurfa aðeins að vanda sig að vera ekki að bera saman staðgengisvörur. Þarna er verið að bera saman bjór úr Vínbúðinni annars vegar og vöru keypta á einu kannski fínasta hóteli bæjarins, þar sem er jafnvel fagleg þjónusta að baki. Menn verða að átta sig á því, og ég veit að fjármálaráðherra gerir það, að þú ert að borga fyrir margt og mikið meira en einvörðungu vöruna sem slíka.“ Hann segir stöðuna í veitingageiranum í dag ekki frábæra. „Ég veit að ráðherra var eitthvað að tala um það hvort ekki væri hægt að kíkja eitthvað á stöðuna og skoða með okkur hvað hægt væri að gera. Ég myndi svo sannarlega fagna því, ekki síst sem stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar.“ Jakob segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið. „Á Íslandi í dag erum við að vinna með 30 prósent kostnaðarverð seldra vara og 50 prósent launakostnað. Þá gefur auga leið að þá er ekkert mikið eftir til þess að taka af öðrum kostnaði í svona rekstri.“
Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59
Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24