Ætla að framleiða olíu úr sláturfitu í Eyjafirði Sveinn Arnarsson skrifar 23. september 2019 06:00 Hægt er að framleiða lífdísilolíu úr steikingarolíu og öðrum úrgangi sem safnað er á Akureyri. Vísir/Vilhelm Ein milljón lítra af olíu er notuð í Eyjafirði sem hægt er að skipta út fyrir lífdísil á mjög auðveldan hátt. Unnið er að undirbúningsvinnu innan Vistorku á Akureyri í samstarfi við Moltu að þessum orkuskiptum. Áætlun gengur út á að kostnaður við orkuskiptin borgi sig upp á aðeins fimmtán árum. Þessi ein milljón lítra er olía sem notuð er í Grímsey, í framleiðslu Sæplasts á Dalvík, í Malbiksframleiðslu og í ferjusiglingum í firðinum. Þar er notað jarðefnaeldsneyti sem auðveldlega mætti skipta út fyrir lífdísil. Hægt er að framleiða þessa olíu í firðinum úr lífrænum úrgangi sem til fellur og steikingarolíu sem er safnað á Akureyri og væri hægt að framkvæma orkuskiptin á innan við tveimur árum. Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, segir þetta mjög auðvelda framkvæmd í sjálfu sér þar sem tæknin sé fyrir hendi.Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku„Við sjáum fyrir okkur að vinna aðallega líf dísil úr fitu sem kemur með sláturúrgangi til Moltu. Þannig mætti vinna stærstan hluta þess. Við gerum ráð fyrir að verkefnið muni kosta um fimm hundruð milljónir króna og greiðast upp á um 15 árum. Því er þetta hagkvæmt verkefni sem og að minnka losun í Eyjafirði,“ segir Guðmundur Haukur. Af þessu yrði ávinningurinn skýr því eitt kíló af eldsneyti losar um 2,6 kíló af koltvísýringi. Því myndi þessi orkuskipti þýða minnkandi losun sem nemur um 2.600 tonnum. „Það jafngildir að um þúsund bifreiðar yrðu teknar af götunum,“ bætir Guðmundur Haukur við. „Rafbíll kostar um fjórar milljónir að meðaltali. Þúsund bílar kosta um fjóra milljarða en þetta verkefni um 500 milljónir og það borgar sig upp hratt.“ Molta vinnur nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir framleiðslu sína í Eyjafirði með það fyrir augum að geta komist í eigið húsnæði þar sem hægt er að byggja við. Þessi framleiðsla gæti því hafist innan fárra ára. Akureyri Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Ein milljón lítra af olíu er notuð í Eyjafirði sem hægt er að skipta út fyrir lífdísil á mjög auðveldan hátt. Unnið er að undirbúningsvinnu innan Vistorku á Akureyri í samstarfi við Moltu að þessum orkuskiptum. Áætlun gengur út á að kostnaður við orkuskiptin borgi sig upp á aðeins fimmtán árum. Þessi ein milljón lítra er olía sem notuð er í Grímsey, í framleiðslu Sæplasts á Dalvík, í Malbiksframleiðslu og í ferjusiglingum í firðinum. Þar er notað jarðefnaeldsneyti sem auðveldlega mætti skipta út fyrir lífdísil. Hægt er að framleiða þessa olíu í firðinum úr lífrænum úrgangi sem til fellur og steikingarolíu sem er safnað á Akureyri og væri hægt að framkvæma orkuskiptin á innan við tveimur árum. Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, segir þetta mjög auðvelda framkvæmd í sjálfu sér þar sem tæknin sé fyrir hendi.Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku„Við sjáum fyrir okkur að vinna aðallega líf dísil úr fitu sem kemur með sláturúrgangi til Moltu. Þannig mætti vinna stærstan hluta þess. Við gerum ráð fyrir að verkefnið muni kosta um fimm hundruð milljónir króna og greiðast upp á um 15 árum. Því er þetta hagkvæmt verkefni sem og að minnka losun í Eyjafirði,“ segir Guðmundur Haukur. Af þessu yrði ávinningurinn skýr því eitt kíló af eldsneyti losar um 2,6 kíló af koltvísýringi. Því myndi þessi orkuskipti þýða minnkandi losun sem nemur um 2.600 tonnum. „Það jafngildir að um þúsund bifreiðar yrðu teknar af götunum,“ bætir Guðmundur Haukur við. „Rafbíll kostar um fjórar milljónir að meðaltali. Þúsund bílar kosta um fjóra milljarða en þetta verkefni um 500 milljónir og það borgar sig upp hratt.“ Molta vinnur nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir framleiðslu sína í Eyjafirði með það fyrir augum að geta komist í eigið húsnæði þar sem hægt er að byggja við. Þessi framleiðsla gæti því hafist innan fárra ára.
Akureyri Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira