Ætla að framleiða olíu úr sláturfitu í Eyjafirði Sveinn Arnarsson skrifar 23. september 2019 06:00 Hægt er að framleiða lífdísilolíu úr steikingarolíu og öðrum úrgangi sem safnað er á Akureyri. Vísir/Vilhelm Ein milljón lítra af olíu er notuð í Eyjafirði sem hægt er að skipta út fyrir lífdísil á mjög auðveldan hátt. Unnið er að undirbúningsvinnu innan Vistorku á Akureyri í samstarfi við Moltu að þessum orkuskiptum. Áætlun gengur út á að kostnaður við orkuskiptin borgi sig upp á aðeins fimmtán árum. Þessi ein milljón lítra er olía sem notuð er í Grímsey, í framleiðslu Sæplasts á Dalvík, í Malbiksframleiðslu og í ferjusiglingum í firðinum. Þar er notað jarðefnaeldsneyti sem auðveldlega mætti skipta út fyrir lífdísil. Hægt er að framleiða þessa olíu í firðinum úr lífrænum úrgangi sem til fellur og steikingarolíu sem er safnað á Akureyri og væri hægt að framkvæma orkuskiptin á innan við tveimur árum. Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, segir þetta mjög auðvelda framkvæmd í sjálfu sér þar sem tæknin sé fyrir hendi.Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku„Við sjáum fyrir okkur að vinna aðallega líf dísil úr fitu sem kemur með sláturúrgangi til Moltu. Þannig mætti vinna stærstan hluta þess. Við gerum ráð fyrir að verkefnið muni kosta um fimm hundruð milljónir króna og greiðast upp á um 15 árum. Því er þetta hagkvæmt verkefni sem og að minnka losun í Eyjafirði,“ segir Guðmundur Haukur. Af þessu yrði ávinningurinn skýr því eitt kíló af eldsneyti losar um 2,6 kíló af koltvísýringi. Því myndi þessi orkuskipti þýða minnkandi losun sem nemur um 2.600 tonnum. „Það jafngildir að um þúsund bifreiðar yrðu teknar af götunum,“ bætir Guðmundur Haukur við. „Rafbíll kostar um fjórar milljónir að meðaltali. Þúsund bílar kosta um fjóra milljarða en þetta verkefni um 500 milljónir og það borgar sig upp hratt.“ Molta vinnur nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir framleiðslu sína í Eyjafirði með það fyrir augum að geta komist í eigið húsnæði þar sem hægt er að byggja við. Þessi framleiðsla gæti því hafist innan fárra ára. Akureyri Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Ein milljón lítra af olíu er notuð í Eyjafirði sem hægt er að skipta út fyrir lífdísil á mjög auðveldan hátt. Unnið er að undirbúningsvinnu innan Vistorku á Akureyri í samstarfi við Moltu að þessum orkuskiptum. Áætlun gengur út á að kostnaður við orkuskiptin borgi sig upp á aðeins fimmtán árum. Þessi ein milljón lítra er olía sem notuð er í Grímsey, í framleiðslu Sæplasts á Dalvík, í Malbiksframleiðslu og í ferjusiglingum í firðinum. Þar er notað jarðefnaeldsneyti sem auðveldlega mætti skipta út fyrir lífdísil. Hægt er að framleiða þessa olíu í firðinum úr lífrænum úrgangi sem til fellur og steikingarolíu sem er safnað á Akureyri og væri hægt að framkvæma orkuskiptin á innan við tveimur árum. Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, segir þetta mjög auðvelda framkvæmd í sjálfu sér þar sem tæknin sé fyrir hendi.Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku„Við sjáum fyrir okkur að vinna aðallega líf dísil úr fitu sem kemur með sláturúrgangi til Moltu. Þannig mætti vinna stærstan hluta þess. Við gerum ráð fyrir að verkefnið muni kosta um fimm hundruð milljónir króna og greiðast upp á um 15 árum. Því er þetta hagkvæmt verkefni sem og að minnka losun í Eyjafirði,“ segir Guðmundur Haukur. Af þessu yrði ávinningurinn skýr því eitt kíló af eldsneyti losar um 2,6 kíló af koltvísýringi. Því myndi þessi orkuskipti þýða minnkandi losun sem nemur um 2.600 tonnum. „Það jafngildir að um þúsund bifreiðar yrðu teknar af götunum,“ bætir Guðmundur Haukur við. „Rafbíll kostar um fjórar milljónir að meðaltali. Þúsund bílar kosta um fjóra milljarða en þetta verkefni um 500 milljónir og það borgar sig upp hratt.“ Molta vinnur nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir framleiðslu sína í Eyjafirði með það fyrir augum að geta komist í eigið húsnæði þar sem hægt er að byggja við. Þessi framleiðsla gæti því hafist innan fárra ára.
Akureyri Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent