Að mæla velsæld þjóðar Davíð Stefánsson skrifar 23. september 2019 07:00 Fjölmargt hefur áhrif á velsæld þjóðar, til að mynda afkoma þjóðarbúsins, ástand náttúrunnar, sjálfbærni, jöfnuður, lífsgæði og almenn velferð. En hvað er það sem skiptir okkur mestu? Hvað er okkur mikilvægast fyrir eigin lífsgæði? Hvað einkennir gott samfélag? Þegar lífsgæði þjóða eru metin er gjarnan horft til efnahagslegra þátta. Réttilega er horft til samkeppnishæfni atvinnulífsins og atvinnusköpunar, öflugt hagkerfi sé rammi utan um betri lífskjör og efnahagsleg gæði fólks og heimila. Það skapi svigrúm til að fá notið gæða og góðs lífs. En efnahagur er ekki það eina sem skiptir máli. Þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við og alþjóðastofnanir horfa í æ ríkari mæli á stærri mynd og reyna að dýpka skilning á velsæld þegnanna. Í síðustu viku var kynnt merkilegt starf sem unnið hefur verið undir forystu forsætisráðuneytisins, þar sem skoðuð var velsæld almennings með því að horfa á þætti eins og heilsu, félagsauð og umhverfið sem mælikvarða á lífsgæði en ekki eingöngu hagvöxt og þjóðarframleiðslu sem gjarnan er gert. Kynntar voru tillögur að mælikvörðum til að meta hagsæld og lífsgæði landsmanna og skiptast þeir í þrennt: Í fyrsta lagi félagslega þætti með áherslu á heilsu, menntun, félagsauð, öryggi og jafnvægi í leik og starfi. Í öðru lagi efnahagslega þætti með áherslu á atvinnu, hagkerfið, húsnæði og tekjur. Og í þriðja lagi umhverfisþætti á borð við loftgæði, loftslag, landnotkun, orku, úrgang og endurvinnslu. Út frá þessu hafa síðan verið greindir 39 mælikvarðar á velsæld og lífsgæði Íslendinga. Þar er horft til þess hvernig fólki líður, heilbrigðis, húsnæðis, hvernig tengsl fólks við aðra eru og hvort fólk hafi yfir höfuð tíma fyrir sjálft sig, fjölskyldu og áhugamál. Þá sé metið hvernig gæði samfélagsins skiptast milli íbúanna og hvaða áhrif aukin framleiðsla og vöxtur hefur á umhverfið. Að mæla velsæld er varla markmið í sjálfu sér. Samandregið ætti þetta, ásamt hefðbundnum hagsældarmælingum, að gefa betri sýn á lífsgæði á Íslandi. Þetta ætti að auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Vonandi skila þessar tillögur sér einnig inn í stjórnmálaumræðuna. Með meiri skilningi á velmegun og félagslegum framförum er hægt að tryggja betur og auka velsæld allra í samfélaginu. Athygli vekur, þegar skoðuð eru skrif um þessa mælikvarða, sá skortur sem er á upplýsingum hér á landi um félagsauð og samspil vinnu og einkalífs. Úr því þarf nauðsynlega að bæta. Þessar tillögur að mælikvörðum á velsæld þjóðar eru komnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þær byggja á starfi sem ber að hrósa fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Efnahagsmál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargt hefur áhrif á velsæld þjóðar, til að mynda afkoma þjóðarbúsins, ástand náttúrunnar, sjálfbærni, jöfnuður, lífsgæði og almenn velferð. En hvað er það sem skiptir okkur mestu? Hvað er okkur mikilvægast fyrir eigin lífsgæði? Hvað einkennir gott samfélag? Þegar lífsgæði þjóða eru metin er gjarnan horft til efnahagslegra þátta. Réttilega er horft til samkeppnishæfni atvinnulífsins og atvinnusköpunar, öflugt hagkerfi sé rammi utan um betri lífskjör og efnahagsleg gæði fólks og heimila. Það skapi svigrúm til að fá notið gæða og góðs lífs. En efnahagur er ekki það eina sem skiptir máli. Þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við og alþjóðastofnanir horfa í æ ríkari mæli á stærri mynd og reyna að dýpka skilning á velsæld þegnanna. Í síðustu viku var kynnt merkilegt starf sem unnið hefur verið undir forystu forsætisráðuneytisins, þar sem skoðuð var velsæld almennings með því að horfa á þætti eins og heilsu, félagsauð og umhverfið sem mælikvarða á lífsgæði en ekki eingöngu hagvöxt og þjóðarframleiðslu sem gjarnan er gert. Kynntar voru tillögur að mælikvörðum til að meta hagsæld og lífsgæði landsmanna og skiptast þeir í þrennt: Í fyrsta lagi félagslega þætti með áherslu á heilsu, menntun, félagsauð, öryggi og jafnvægi í leik og starfi. Í öðru lagi efnahagslega þætti með áherslu á atvinnu, hagkerfið, húsnæði og tekjur. Og í þriðja lagi umhverfisþætti á borð við loftgæði, loftslag, landnotkun, orku, úrgang og endurvinnslu. Út frá þessu hafa síðan verið greindir 39 mælikvarðar á velsæld og lífsgæði Íslendinga. Þar er horft til þess hvernig fólki líður, heilbrigðis, húsnæðis, hvernig tengsl fólks við aðra eru og hvort fólk hafi yfir höfuð tíma fyrir sjálft sig, fjölskyldu og áhugamál. Þá sé metið hvernig gæði samfélagsins skiptast milli íbúanna og hvaða áhrif aukin framleiðsla og vöxtur hefur á umhverfið. Að mæla velsæld er varla markmið í sjálfu sér. Samandregið ætti þetta, ásamt hefðbundnum hagsældarmælingum, að gefa betri sýn á lífsgæði á Íslandi. Þetta ætti að auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Vonandi skila þessar tillögur sér einnig inn í stjórnmálaumræðuna. Með meiri skilningi á velmegun og félagslegum framförum er hægt að tryggja betur og auka velsæld allra í samfélaginu. Athygli vekur, þegar skoðuð eru skrif um þessa mælikvarða, sá skortur sem er á upplýsingum hér á landi um félagsauð og samspil vinnu og einkalífs. Úr því þarf nauðsynlega að bæta. Þessar tillögur að mælikvörðum á velsæld þjóðar eru komnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þær byggja á starfi sem ber að hrósa fyrir.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun