Samkvæmt heimildum Pepsi Max-markanna vildu Blikarnir fresta en Eyjamenn sögðu nei. Því kom ekki til frestunar og leikurinn fór fram við haustlegar aðstæður, vægast sagt, í Eyjum í gær.
„Það þarf að vera samþykkja beggja félaganna og þeir geta ekki fengið KSÍ til þess að fresta fyrir sig. Þeir hefðu þurft á byrja því að fá Eyjamenn í lið með sér til þess að færa leikinn,“ sagði Atli Viðar Björnsson.
„KSÍ myndi ekki taka ákvörðun fyrr en bæði lið hefðu sent inn eitthvað erindi eða slíkt. Ef dómarinn metur það svo að völlurinn sé ekki leikfær þá er einnig hægt að fresta.“
Ágúst Gylfason sagði í viðtali eftir leikinn að leikmenn Blika hefðu verið ælandi eftir ferðina með Herjólfi en leikmenn Blika komu til Eyja daginn fyrir leik. Máni Pétursson gaf ekki mikið fyrir þessi ummæli.
„Þeir fóru í gær (innsk. blm. laugardag) og síðan ferðu bara og leggur þig. Þetta er ekkert voða flókið. Ef Vestmanneyingar væru þannig að þeir gætu bara hringt í KSÍ og sagt að það væri vont í sjóinn þá væru fimmtán leikdagar sem ÍBV gæti spilað á sumrin,“ sagði Máni og hélt áfram:
„Þetta er algjört bull og auðvitað átti að spila þennan leik. Ég hef spilað í miklu verra veðri en ég hreyfði mig reyndar ekki mikið í þeim leik. Við spiluðum þarna með Keflavík og þurftum að vera tvo aukadaga í Eyjum því það var ekki hægt að fara með bátnum.“