Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal hafði áhuga á Orra Steini Óskarssyni, 15 ára leikmanni Gróttu. BT í Danmörku segir frá.
Um helgina greindi Fótbolti.net frá því að Orri myndi ganga í raðir Danmerkurmeistara FC København á næsta ári.
Í umfjöllun BT um Orra kemur fram að nokkur lið á Englandi hafi haft áhuga á framherjanum efnilega, þ.á.m. Arsenal. FCK varð hins vegar fyrir valinu.
Orri skoraði í 4-0 sigri Gróttu á Haukum í lokaumferð Inkasso-deildar karla á laugardaginn. Seltirningar unnu deildina og leika í efstu deild í fyrsta sinn á næsta ári.
Orri lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Gróttu þegar hann var aðeins 13 ára.
Hann hefur skorað 15 mörk í tíu leikjum með yngri landsliðum Íslands.
Arsenal hafði áhuga á Orra Steini

Tengdar fréttir

Sjáðu mörkin og fagnaðarlætin hjá Val og Gróttu
Valur varð í dag Íslandsmeistari í Pepsi Max-deild kvenna og Grótta tryggði sér sigurinn í Inkasso-deild karla er lokaumferðirnar fóru fram í dag.

Besti árangur Gróttu fyrir leiktíðina var 10. sæti í B-deild
Grótta er komið upp í Pepsi Max-deild karla eftir 4-0 sigur á Haukum á Seltjarnanesinu í dag er liðin mættust í síðustu umferð Inkasso-deildarinnar.

Segja fimmtán ára son Óskars Hrafns á leið til FCK
Gróttumenn tryggðu sig ekki bara upp um deild í dag heldur er einn af þeirra efnilegustu leikmönnum á leið í atvinnumennsku.

Grótta deildarmeistari í Inkasso
Grótta er deildarmeistari í Inkassodeild karla eftir stórsigur á Haukum í lokaumferðinni í dag á sama tíma og Fjölnir tapaði fyrir Keflavík.