Uppsögn Ágústs kom Mána gríðarlega á óvart: Telur að hvorki Heimir né Óskar Hrafn taki við Blikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2019 13:50 Ágúst stýrir Breiðablik í síðasta sinn þegar liðið mætir Íslandsmeisturum KR á laugardaginn. vísir/bára Þorkell Máni Pétursson, álitsgjafi Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, er hissa á þeirri ákvörðun Breiðabliks að segja upp samningi Ágústs Gylfasonar. Heimir Guðjónsson, þjálfari HB Þórshafnar í Færeyjum, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem kom Gróttu upp í Pepsi Max-deildina, hafa verið sterklega orðaðir við Breiðablik að undanförnu en Máni telur að hvorugur þeirra taki við Blikum. „Þetta kom mér gríðarlega á óvart. Árangurinn hefur ekki verið þess eðlis að það væri eðlilegt að hann missti starfið,“ sagði Máni í samtali við Vísi í dag, aðspurður um uppsögn Ágústs. „Árangur Gústa hefur verið mjög góður. Að vera í 2. sæti tvö ár í röð er mjög gott. Hingað til hefur það ekki verið sjálfsagður hlutur að Breiðablik sé í Evrópukeppni.“ Trúi ekki að þeir hafa vaðið í þetta hugsunarlaustMáni segir augljóst að forráðamenn Breiðabliks hafi gert sér vonir um betri árangur, m.ö.o. að vinna titla. „Þeim finnst væntanlega búa meira í mannskapnum. Síðan eru stór nöfn þarna úti sem þeir vilja eiga möguleika á að krækja í,“ sagði Máni og vísaði til Heimis og Óskars Hrafns. „Ég trúi ekki að þeir hafi vaðið í þetta hugsunarlaust. En ég tel að hvorki Heimir né Óskar Hrafn taki við Breiðabliki. En það kæmi mér ekki á óvart ef einhver gamall Bliki myndi snúa aftur heim.“ Vandamálið allt annað en Óli JóhÍ gær bárust fréttir af því að Valur ætlaði að ræða við annan þjálfara en Ólaf Jóhannesson eftir tímabilið. „Það kom minna á óvart. Valur upplifði að þeir þyrftu að ráðast í einhverjar breytingar. Ég held reyndar að vandamálið sé allt annað en Óli Jóh. Leikmennirnir hafa verið hver öðrum lélegri í sumar,“ sagði Máni. „En þetta er auðveldasta lausnin.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla lýkur á laugardaginn. Breiðablik er öruggt með 2. sætið en Valur er í því níunda. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ágúst hættir með Blika eftir tímabilið Ágúst Þór Gylfason mun hætta sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla að loknu tímabili. 23. september 2019 20:11 Þrjú stig af síðustu átján mögulegum og Valur gæti átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild Valsmenn, sem áttu titil að verja í Pepsi Max-deildinni í ár, eru í 9. sæti deildarinnar er ein umferð er eftir. 23. september 2019 14:00 Ágúst náð í 63,5% stiganna sem í boði hafa verið en samt látinn fara Þrátt fyrir að skila Breiðabliki í 2. sæti efstu deildar tvö tímabil í röð verður Ágúst Gylfason ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili. 24. september 2019 12:00 Valur hefur viðræður við annan þjálfara Valsmenn virðast vera kveðja Ólaf Jóhannesson sem hefur fært þeim fjóra titla á fimm árum. 23. september 2019 12:30 Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00 Óli Jó: Það veit enginn hvað ég geri Fyrrum landsliðsþjálfarinn var stuttur í svörum er hann var aðspurður út í framtíð sína. 24. september 2019 12:30 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, álitsgjafi Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, er hissa á þeirri ákvörðun Breiðabliks að segja upp samningi Ágústs Gylfasonar. Heimir Guðjónsson, þjálfari HB Þórshafnar í Færeyjum, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem kom Gróttu upp í Pepsi Max-deildina, hafa verið sterklega orðaðir við Breiðablik að undanförnu en Máni telur að hvorugur þeirra taki við Blikum. „Þetta kom mér gríðarlega á óvart. Árangurinn hefur ekki verið þess eðlis að það væri eðlilegt að hann missti starfið,“ sagði Máni í samtali við Vísi í dag, aðspurður um uppsögn Ágústs. „Árangur Gústa hefur verið mjög góður. Að vera í 2. sæti tvö ár í röð er mjög gott. Hingað til hefur það ekki verið sjálfsagður hlutur að Breiðablik sé í Evrópukeppni.“ Trúi ekki að þeir hafa vaðið í þetta hugsunarlaustMáni segir augljóst að forráðamenn Breiðabliks hafi gert sér vonir um betri árangur, m.ö.o. að vinna titla. „Þeim finnst væntanlega búa meira í mannskapnum. Síðan eru stór nöfn þarna úti sem þeir vilja eiga möguleika á að krækja í,“ sagði Máni og vísaði til Heimis og Óskars Hrafns. „Ég trúi ekki að þeir hafi vaðið í þetta hugsunarlaust. En ég tel að hvorki Heimir né Óskar Hrafn taki við Breiðabliki. En það kæmi mér ekki á óvart ef einhver gamall Bliki myndi snúa aftur heim.“ Vandamálið allt annað en Óli JóhÍ gær bárust fréttir af því að Valur ætlaði að ræða við annan þjálfara en Ólaf Jóhannesson eftir tímabilið. „Það kom minna á óvart. Valur upplifði að þeir þyrftu að ráðast í einhverjar breytingar. Ég held reyndar að vandamálið sé allt annað en Óli Jóh. Leikmennirnir hafa verið hver öðrum lélegri í sumar,“ sagði Máni. „En þetta er auðveldasta lausnin.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla lýkur á laugardaginn. Breiðablik er öruggt með 2. sætið en Valur er í því níunda.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ágúst hættir með Blika eftir tímabilið Ágúst Þór Gylfason mun hætta sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla að loknu tímabili. 23. september 2019 20:11 Þrjú stig af síðustu átján mögulegum og Valur gæti átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild Valsmenn, sem áttu titil að verja í Pepsi Max-deildinni í ár, eru í 9. sæti deildarinnar er ein umferð er eftir. 23. september 2019 14:00 Ágúst náð í 63,5% stiganna sem í boði hafa verið en samt látinn fara Þrátt fyrir að skila Breiðabliki í 2. sæti efstu deildar tvö tímabil í röð verður Ágúst Gylfason ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili. 24. september 2019 12:00 Valur hefur viðræður við annan þjálfara Valsmenn virðast vera kveðja Ólaf Jóhannesson sem hefur fært þeim fjóra titla á fimm árum. 23. september 2019 12:30 Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00 Óli Jó: Það veit enginn hvað ég geri Fyrrum landsliðsþjálfarinn var stuttur í svörum er hann var aðspurður út í framtíð sína. 24. september 2019 12:30 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Ágúst hættir með Blika eftir tímabilið Ágúst Þór Gylfason mun hætta sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla að loknu tímabili. 23. september 2019 20:11
Þrjú stig af síðustu átján mögulegum og Valur gæti átt verstu titilvörn sögunnar í 12 liða deild Valsmenn, sem áttu titil að verja í Pepsi Max-deildinni í ár, eru í 9. sæti deildarinnar er ein umferð er eftir. 23. september 2019 14:00
Ágúst náð í 63,5% stiganna sem í boði hafa verið en samt látinn fara Þrátt fyrir að skila Breiðabliki í 2. sæti efstu deildar tvö tímabil í röð verður Ágúst Gylfason ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili. 24. september 2019 12:00
Valur hefur viðræður við annan þjálfara Valsmenn virðast vera kveðja Ólaf Jóhannesson sem hefur fært þeim fjóra titla á fimm árum. 23. september 2019 12:30
Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00
Óli Jó: Það veit enginn hvað ég geri Fyrrum landsliðsþjálfarinn var stuttur í svörum er hann var aðspurður út í framtíð sína. 24. september 2019 12:30