Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 21:43 Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar fylgjast með ræðu Donald Trump. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi.Pelosi tilkynnti fyrr í kvöld að fulltrúadeildin myndi hefja rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Í kjölfar yfirlýsingar Pelosi, sem sýnd var í beinni útsendingu, hélt Trump á Twitter þar sem hann lét vaða á demókrata vegna málsins.„Svo mikilvægur dagur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo mikil vinna og svo mikill árangur, og Demókratarnir þurfa að skemma og niðra hann með því meira af brjótandi Nornaveiðarusli. Svo slæmt fyrir þjóðina,“ skrifar Trump.Such an important day at the United Nations, so much work and so much success, and the Democrats purposely had to ruin and demean it with more breaking news Witch Hunt garbage. So bad for our Country! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.Trump hafði þangað til í dag ekki viljað gefa út nákvæmlega hvað fór á milli hans og Selenskíj en fyrr í dag heimilaði hann að afrit af samtalinu yrði gefið út.Mun það koma fyrir sjónir almennings á morgun.„Þeir hafa ekki einu sinni séð afrit af símtalinu. Algjörar nornaveiðar,“ skrifar Trump og bætir reyndar um betur. „FORSETALEG ÁREITNI“They never even saw the transcript of the call. A total Witch Hunt! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019PRESIDENTIAL HARASSMENT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Fjórði forsetinn sem þingið rannsakar fyrir möguleg embættisbrot Öldungardeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, samþykkti samhljóða í kvöld ályktun þar sem farið er fram á það við Hvíta húsið að þingið fái afrit af kvörtun sem uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram vegna símtalsins. Kvörtunin er það sem kom málinu af stað.Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna um aðhefja hið formlega ferli sem gæti á endanumleitt til þess að Trump fari úr embætti, verði hann ákærður og fundinn sekur um að hafa framið embættisbrot. Aðeins tveir forsetar í sögu Bandaríkjanna hafa verið formlega ákærðir. Andrew Johnson og Bill Clinton. Clinton var sýknaður en ekki náðist tilskyldur meirihluti á Bandaríkjaþingi til að sakfella Johnson. Báðir sátu því áfram í embætti.Bandaríkjaþing hóf einnig formlegt ferli til þess að rannsaka hvort að Richard Nixon hafði gerst sekur um embættisbrot, en hann sagði af sér embætti árið 1974, áður en að formleg ákvörðun um hvort ákæra ætti hann var tekin. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi.Pelosi tilkynnti fyrr í kvöld að fulltrúadeildin myndi hefja rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Í kjölfar yfirlýsingar Pelosi, sem sýnd var í beinni útsendingu, hélt Trump á Twitter þar sem hann lét vaða á demókrata vegna málsins.„Svo mikilvægur dagur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo mikil vinna og svo mikill árangur, og Demókratarnir þurfa að skemma og niðra hann með því meira af brjótandi Nornaveiðarusli. Svo slæmt fyrir þjóðina,“ skrifar Trump.Such an important day at the United Nations, so much work and so much success, and the Democrats purposely had to ruin and demean it with more breaking news Witch Hunt garbage. So bad for our Country! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.Trump hafði þangað til í dag ekki viljað gefa út nákvæmlega hvað fór á milli hans og Selenskíj en fyrr í dag heimilaði hann að afrit af samtalinu yrði gefið út.Mun það koma fyrir sjónir almennings á morgun.„Þeir hafa ekki einu sinni séð afrit af símtalinu. Algjörar nornaveiðar,“ skrifar Trump og bætir reyndar um betur. „FORSETALEG ÁREITNI“They never even saw the transcript of the call. A total Witch Hunt! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019PRESIDENTIAL HARASSMENT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Fjórði forsetinn sem þingið rannsakar fyrir möguleg embættisbrot Öldungardeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, samþykkti samhljóða í kvöld ályktun þar sem farið er fram á það við Hvíta húsið að þingið fái afrit af kvörtun sem uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram vegna símtalsins. Kvörtunin er það sem kom málinu af stað.Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna um aðhefja hið formlega ferli sem gæti á endanumleitt til þess að Trump fari úr embætti, verði hann ákærður og fundinn sekur um að hafa framið embættisbrot. Aðeins tveir forsetar í sögu Bandaríkjanna hafa verið formlega ákærðir. Andrew Johnson og Bill Clinton. Clinton var sýknaður en ekki náðist tilskyldur meirihluti á Bandaríkjaþingi til að sakfella Johnson. Báðir sátu því áfram í embætti.Bandaríkjaþing hóf einnig formlegt ferli til þess að rannsaka hvort að Richard Nixon hafði gerst sekur um embættisbrot, en hann sagði af sér embætti árið 1974, áður en að formleg ákvörðun um hvort ákæra ætti hann var tekin.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35
Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent