Fimmtán börn þurftu að vera heima vegna manneklu á leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 20:00 Dæmi eru um að allt að fimmtán börn á dag hafi þurft að vera heima vegna manneklu á einum og sama leikskólanum í Reykjavík í haust. Þótt nokkuð vel hafi gengið að manna stöður í skólum borgarinnar þarf að gera miklu betur segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í ár hefur mönnun gengið nokkuð vel á bæði grunn- og leikskólastigi í skólum Reykjavíkurborgar samkvæmt síðustu samantekt skóla- og frístundasviðs sem er frá 19. September. Þá átti eftir að ráða í um 38 stöðugildi á leikskólum, 22 í grunnskólum og um 42 á frístundaheimilum. Þá fjölgar stöðugildum um 44 á milli ára þar sem starfsmannaþörf jókst vegna fjölgunar leikskólarýma og nemenda. „Þegar þessar tölur voru teknar saman þá vantaði um 130 stöðugildi á skóla- og frístundasvið. Sem meðal annars hefur verið að valda því að það hefur þurft að senda börn heim af leikskóla og ekki getað tekið inn öll börn sem var búið að bjóða pláss,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í skóla- og frístundaráði.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt könnun sem gerð var meðal leikskóla dagana 16.-17. september hafði einn leikskóli í Reykjavík, leikskólinn Hof, þurft að skerða þjónustu með því að senda fimmtán börn heim daglega, þannig að vistun barns skertist um einn dag á hálfs mánaðar fresti vegna manneklu. „Sem betur fer er þessi leikskóli núna fullmannaður þannig að það er búið að ráða. En vissulega er það slæmt og þar tel ég fyrst og fremst að sé bara starfsmannaaðstaðan, minna álag og betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar, þannig að við förum að verða eftirsóttur kostur,“ segir Valgerður. Hún telji að bæta þurfi aðstöðu starfsfólksins og auka fjármagn í málaflokkinn. „Ég held að við eigum bara fullt af peningum. Við höfum verið að gera alls konar verkefni hérna sem er ekki skilda, ekki partur af grunnþjónustunni okkar. Og við eigum að einbeita okkur að grunnþjónustunni fyrst og fremst. Við þurfum ekki að draga úr neinum öðrum grunnþjónustuverkefnum, alls ekki. Við eigum að bæta í þar,“ segir Valgerður. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Dæmi eru um að allt að fimmtán börn á dag hafi þurft að vera heima vegna manneklu á einum og sama leikskólanum í Reykjavík í haust. Þótt nokkuð vel hafi gengið að manna stöður í skólum borgarinnar þarf að gera miklu betur segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í ár hefur mönnun gengið nokkuð vel á bæði grunn- og leikskólastigi í skólum Reykjavíkurborgar samkvæmt síðustu samantekt skóla- og frístundasviðs sem er frá 19. September. Þá átti eftir að ráða í um 38 stöðugildi á leikskólum, 22 í grunnskólum og um 42 á frístundaheimilum. Þá fjölgar stöðugildum um 44 á milli ára þar sem starfsmannaþörf jókst vegna fjölgunar leikskólarýma og nemenda. „Þegar þessar tölur voru teknar saman þá vantaði um 130 stöðugildi á skóla- og frístundasvið. Sem meðal annars hefur verið að valda því að það hefur þurft að senda börn heim af leikskóla og ekki getað tekið inn öll börn sem var búið að bjóða pláss,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í skóla- og frístundaráði.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt könnun sem gerð var meðal leikskóla dagana 16.-17. september hafði einn leikskóli í Reykjavík, leikskólinn Hof, þurft að skerða þjónustu með því að senda fimmtán börn heim daglega, þannig að vistun barns skertist um einn dag á hálfs mánaðar fresti vegna manneklu. „Sem betur fer er þessi leikskóli núna fullmannaður þannig að það er búið að ráða. En vissulega er það slæmt og þar tel ég fyrst og fremst að sé bara starfsmannaaðstaðan, minna álag og betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar, þannig að við förum að verða eftirsóttur kostur,“ segir Valgerður. Hún telji að bæta þurfi aðstöðu starfsfólksins og auka fjármagn í málaflokkinn. „Ég held að við eigum bara fullt af peningum. Við höfum verið að gera alls konar verkefni hérna sem er ekki skilda, ekki partur af grunnþjónustunni okkar. Og við eigum að einbeita okkur að grunnþjónustunni fyrst og fremst. Við þurfum ekki að draga úr neinum öðrum grunnþjónustuverkefnum, alls ekki. Við eigum að bæta í þar,“ segir Valgerður.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira