Sagður hafa hótað því að segja af sér fái hann ekki lausan tauminn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2019 23:30 Joseph Maguire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), tók við embætti í síðasta mánuði. Vísir/Getty Starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar er sagður hafa hótað að segja af sér vegna tilmæla Trump-stjórnarinnar um að hann haldi þétt að sér spilunum þegar hann kemur fyrir bandaríska þingið á morgun. Þetta hefur bandaríska dagblaðið Washington Post eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum, sem sagðir eru kunnugir málinu.Sjá einnig: Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Í frétt blaðsins er Joseph Maguire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), sagður hafa varað Hvíta húsið við því að hann myndi ekki sitja á upplýsingum þegar hann kemur fyrir þingnefndir Bandaríkjaþings á morgun. Þar verður Maguire spurður út í kvörtun uppljóstrara sem barst leyniþjónustunni um umdeilt símtal Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Volodymyr Selenskíj, forseta Úkraínu. Washington Post segir hótun Maguire endurpegla hina „mögnuðu spennu“ á milli þess fyrrnefnda og Hvíta hússins vegna málsins, sem leitt hefur til þess að formleg rannsókn er hafin á því hvort Trump hafi framið embættisbrot í starfi. Maguire, sem tók við embættinu í síðasta mánuði, hafnar því þó að hafa nokkurn tímann íhugað að segja af sér. „Ég hef ekki hætt við neitt á ævinni og mun ekki byrja á því núna,“ segir í yfirlýsingu hans vegna málsins. Hvíta húsið vísar frétt Washington Post einnig á bug. Blaðið stendur enn við fréttaflutning sinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Maguire og ríkisstjórnarinnar.This is actually not true. And we would have gone on the record to say that if the @washingtonpost had given us more than 6 minutes (literally) to respond. https://t.co/5EBnBlShbK— Stephanie Grisham (@PressSec) September 25, 2019 Samskipti Trump við Selenskíj komust í hámæli eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Maguire hefði neitað að afhenda þinginu kvörtun uppljóstrarans. Innri endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi.endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi. Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift af símtali Trumps og Selenskíj. Í uppskriftinni kemur fram að Trump hafi beðið Úkraínumanninn að rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden. Uppástunguna bar Trump upp í beinu framhaldi af umræðum um hernaðaraðstoð við Úkraínu. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun uppljóstrarans. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Fóru ítarlega yfir "Úkraínu-Gate“ Þáttastjórnendur Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að nýjustu vendinum í pólitíkinni í Bandaríkjunum. 25. september 2019 10:42 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar er sagður hafa hótað að segja af sér vegna tilmæla Trump-stjórnarinnar um að hann haldi þétt að sér spilunum þegar hann kemur fyrir bandaríska þingið á morgun. Þetta hefur bandaríska dagblaðið Washington Post eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum, sem sagðir eru kunnugir málinu.Sjá einnig: Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Í frétt blaðsins er Joseph Maguire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), sagður hafa varað Hvíta húsið við því að hann myndi ekki sitja á upplýsingum þegar hann kemur fyrir þingnefndir Bandaríkjaþings á morgun. Þar verður Maguire spurður út í kvörtun uppljóstrara sem barst leyniþjónustunni um umdeilt símtal Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Volodymyr Selenskíj, forseta Úkraínu. Washington Post segir hótun Maguire endurpegla hina „mögnuðu spennu“ á milli þess fyrrnefnda og Hvíta hússins vegna málsins, sem leitt hefur til þess að formleg rannsókn er hafin á því hvort Trump hafi framið embættisbrot í starfi. Maguire, sem tók við embættinu í síðasta mánuði, hafnar því þó að hafa nokkurn tímann íhugað að segja af sér. „Ég hef ekki hætt við neitt á ævinni og mun ekki byrja á því núna,“ segir í yfirlýsingu hans vegna málsins. Hvíta húsið vísar frétt Washington Post einnig á bug. Blaðið stendur enn við fréttaflutning sinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Maguire og ríkisstjórnarinnar.This is actually not true. And we would have gone on the record to say that if the @washingtonpost had given us more than 6 minutes (literally) to respond. https://t.co/5EBnBlShbK— Stephanie Grisham (@PressSec) September 25, 2019 Samskipti Trump við Selenskíj komust í hámæli eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Maguire hefði neitað að afhenda þinginu kvörtun uppljóstrarans. Innri endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi.endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi. Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift af símtali Trumps og Selenskíj. Í uppskriftinni kemur fram að Trump hafi beðið Úkraínumanninn að rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden. Uppástunguna bar Trump upp í beinu framhaldi af umræðum um hernaðaraðstoð við Úkraínu. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun uppljóstrarans. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Fóru ítarlega yfir "Úkraínu-Gate“ Þáttastjórnendur Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að nýjustu vendinum í pólitíkinni í Bandaríkjunum. 25. september 2019 10:42 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53
Fóru ítarlega yfir "Úkraínu-Gate“ Þáttastjórnendur Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að nýjustu vendinum í pólitíkinni í Bandaríkjunum. 25. september 2019 10:42
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45