Bróðir samfélagsmiðlastjörnu dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 19:33 Qandeel Baloch naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu, Pakistan. Vísir/Getty Bróðir pakistönsku samfélagsmiðlastjörnunnar Qandeel Baloch var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á systur sinni. Málið hefur vakið mikinn óhug í Pakistan og víðar. Baloch var 26 ára þegar hún fannst látin á heimili sínu í grennd við borgina Multan í Pakistan árið 2016. Henni hafði verið byrluð ólyfjan og hún svo kyrkt til bana. Morðið var framið skömmu eftir að Baloch birti djarfar myndir af sér á Facebook með Mufti Abdul Quawi, þekktum íslömskum klerki. Mohammed Wasim Azeem, bróðir Baloch, var handtekinn og játaði strax á sig verknaðinn. Hann lýsti því yfir að hann sæi ekki eftir neinu og hefði „að sjálfsögðu“ myrt hana. Þá hefði hegðun systur hans verið „óþolandi“. Klerkurinn Quawi var handtekinn grunaður um aðild að morðinu en faðir Bolach og Azeem kenndi honum um að hafa hvatt til voðaverksins. Quawi var sýknaður af ákærum í tengslum við málið í dag ásamt þremur öðrum mönnum. Bolach ólst upp við mikla fátækt og síðar gróft heimilisofbeldi af hendi eiginmanns síns, sem hún náði þó að flýja. Hún naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum í Pakistan fyrir ögrandi myndir og myndbönd, þar sem til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Hún starfaði einnig sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Í frétt Guardian um málið segir að nær þúsund pakistanskar konur séu myrtar af náskyldum fjölskyldumeðlimi á ári hverju. Um er að ræða svokölluð „heiðursmorð“ (e. honor killings) sem töluvert hefur verið fjallað um síðustu misseri. Pakistan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Samfélagsmiðlastjarnan Quandeel Baloch fannst myrt á fjölskylduheimili sínu í Punjab í morgun. 16. júlí 2016 23:21 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Bróðir pakistönsku samfélagsmiðlastjörnunnar Qandeel Baloch var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á systur sinni. Málið hefur vakið mikinn óhug í Pakistan og víðar. Baloch var 26 ára þegar hún fannst látin á heimili sínu í grennd við borgina Multan í Pakistan árið 2016. Henni hafði verið byrluð ólyfjan og hún svo kyrkt til bana. Morðið var framið skömmu eftir að Baloch birti djarfar myndir af sér á Facebook með Mufti Abdul Quawi, þekktum íslömskum klerki. Mohammed Wasim Azeem, bróðir Baloch, var handtekinn og játaði strax á sig verknaðinn. Hann lýsti því yfir að hann sæi ekki eftir neinu og hefði „að sjálfsögðu“ myrt hana. Þá hefði hegðun systur hans verið „óþolandi“. Klerkurinn Quawi var handtekinn grunaður um aðild að morðinu en faðir Bolach og Azeem kenndi honum um að hafa hvatt til voðaverksins. Quawi var sýknaður af ákærum í tengslum við málið í dag ásamt þremur öðrum mönnum. Bolach ólst upp við mikla fátækt og síðar gróft heimilisofbeldi af hendi eiginmanns síns, sem hún náði þó að flýja. Hún naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum í Pakistan fyrir ögrandi myndir og myndbönd, þar sem til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Hún starfaði einnig sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Í frétt Guardian um málið segir að nær þúsund pakistanskar konur séu myrtar af náskyldum fjölskyldumeðlimi á ári hverju. Um er að ræða svokölluð „heiðursmorð“ (e. honor killings) sem töluvert hefur verið fjallað um síðustu misseri.
Pakistan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Samfélagsmiðlastjarnan Quandeel Baloch fannst myrt á fjölskylduheimili sínu í Punjab í morgun. 16. júlí 2016 23:21 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Samfélagsmiðlastjarnan Quandeel Baloch fannst myrt á fjölskylduheimili sínu í Punjab í morgun. 16. júlí 2016 23:21