Arnar: Tíu lið í deildinni sem vilja skipta við okkur hvernig sumarið gekk Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2019 17:26 Arnar Gunnlaugsson er sáttur með sumarið hjá Víkingi vísir/vilhelm Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum mönnum í Víkingi til 5-1 sigurs á ÍA á Akranesi í dag. Arnar sagði frekar súrt að horfa upp á uppeldisfélag sitt tapa svo illa. ÍA komst yfir snemma leiks en Víkingar jöfnuðu fljótt og tóku öll völd á vellinum. Þeir voru svo með leikinn í höndum sér út leiktíman og uppskáru stórsigur. „Þetta var hrikalega flottur leikur í alla staði. Við nálguðumst leikinn mjög vel og mjög jákvætt þó að í sjálfu sér hefðum við bara að heiðrinum að keppa,“ sagði Arnar eftir leikinn, en Víkingur var búið að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir leikinn. „Þetta var bara virkilega flottur leikur, einn af okkar flottari í sumar. Alveg frá fyrstu mínútu þá vorum við með tögl og haldir í leiknum og lögðum hann vel upp. Við herjuðum á veikleika Skagamanna í þessum leik og það gekk upp.“ Arnar er uppalinn Skagamaður og spilaði fjölda leikja með ÍA á sínum tíma. Var þessi sigur sætari fyrir vikið, gegn hans gamla liði á gamla heimavellinum? „Nei, súrara eiginlega,“ sagði Arnar og hló. „Maður er alltaf Skagamaður, þetta er ekkert flóknara en það. Að keyra inn í bæinn með rútunni, það eru miklar minningar sem koma og það er ekkert gaman að sjá Skagann tapa svona stórt.“ „Ég skemmti mér ekkert sérlega vel, eða jú ég reyndar lýg því, fyrst að liðið mitt vann þá líður mér ágætlega.“ Tímabilið endaði á góðu nótunum hjá Víkingum, lokastaðan í deildinni er 7. sæti og fyrsti bikarmeistaratitillinn í áratugi vannst í sumar. Hvernig horfir sumarið við Arnari? „Sumarið er búið að vera í einu orði sagt geðveikt.“ „Það er ekki búið að vera frábært heldur bara geðveikt. Að því leiti að ég hef fylgst með fótbolta lengi og ég efast um að lið hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar og Víkingur hefur gert á einu ári. Þegar ég tala um breytingar er ég ekki að tala um breytingar á leikkerfi eða eitthvað svoleiðis, heldur breytingar þar sem við erum að taka í gegn alla knattspyrnulega hugmyndafræði sem fyrirfinnst í einu félagi og gera það mjög vel.“ „Ekki bara ég og mitt þjálfarateymi, heldur leikmennirnir og stjórnin geta verið virkilega stolt af því hvernig sumarið hefur þróast og hvað við gerðum.“ „Fyrir mér eru örugglega tíu lið í deildinni sem myndu vilja skipta við okkur með hvernig sumarið gekk. Titill og 7. sæti í deild. Hin liðin eru Íslandsmeistarar KR og Víkingur, því við getum ekki skipt við sjálfa okkur. En hin liðin tíu myndu gjarnan vilja skipta við okkur hvernig sumarið þróaðist og hvað við stóðum fyrir.“ Í lok tímabils er hin klassíska spurning hvað verður um þjálfarann. Arnar sagðist ekki vita betur en að hann yrði áfram í Fossvoginum. „Ég er með samning næstu tvö árin svo ég er ekki að fara rassgat, ekki nema Víkingur reki mig.“ „En þetta er hverfull heimur. Þú sérð að núna eru vinir mínir að detta út úr starfi, margir hverjir á ósanngjarnan hátt. Gústi er að fara frá Breiðabliki eftir tvö ár í öðru sæti, það er helvíti hart. Valur líklega að skipta um þjálfara í brúnni sem er búinn að skila mörgum titlum, þetta er bara úrslitamiðað umhverfi og ég veit það, það er erfitt að vinna fótboltaleiki í dag, þetta er hverfull bransi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum mönnum í Víkingi til 5-1 sigurs á ÍA á Akranesi í dag. Arnar sagði frekar súrt að horfa upp á uppeldisfélag sitt tapa svo illa. ÍA komst yfir snemma leiks en Víkingar jöfnuðu fljótt og tóku öll völd á vellinum. Þeir voru svo með leikinn í höndum sér út leiktíman og uppskáru stórsigur. „Þetta var hrikalega flottur leikur í alla staði. Við nálguðumst leikinn mjög vel og mjög jákvætt þó að í sjálfu sér hefðum við bara að heiðrinum að keppa,“ sagði Arnar eftir leikinn, en Víkingur var búið að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir leikinn. „Þetta var bara virkilega flottur leikur, einn af okkar flottari í sumar. Alveg frá fyrstu mínútu þá vorum við með tögl og haldir í leiknum og lögðum hann vel upp. Við herjuðum á veikleika Skagamanna í þessum leik og það gekk upp.“ Arnar er uppalinn Skagamaður og spilaði fjölda leikja með ÍA á sínum tíma. Var þessi sigur sætari fyrir vikið, gegn hans gamla liði á gamla heimavellinum? „Nei, súrara eiginlega,“ sagði Arnar og hló. „Maður er alltaf Skagamaður, þetta er ekkert flóknara en það. Að keyra inn í bæinn með rútunni, það eru miklar minningar sem koma og það er ekkert gaman að sjá Skagann tapa svona stórt.“ „Ég skemmti mér ekkert sérlega vel, eða jú ég reyndar lýg því, fyrst að liðið mitt vann þá líður mér ágætlega.“ Tímabilið endaði á góðu nótunum hjá Víkingum, lokastaðan í deildinni er 7. sæti og fyrsti bikarmeistaratitillinn í áratugi vannst í sumar. Hvernig horfir sumarið við Arnari? „Sumarið er búið að vera í einu orði sagt geðveikt.“ „Það er ekki búið að vera frábært heldur bara geðveikt. Að því leiti að ég hef fylgst með fótbolta lengi og ég efast um að lið hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar og Víkingur hefur gert á einu ári. Þegar ég tala um breytingar er ég ekki að tala um breytingar á leikkerfi eða eitthvað svoleiðis, heldur breytingar þar sem við erum að taka í gegn alla knattspyrnulega hugmyndafræði sem fyrirfinnst í einu félagi og gera það mjög vel.“ „Ekki bara ég og mitt þjálfarateymi, heldur leikmennirnir og stjórnin geta verið virkilega stolt af því hvernig sumarið hefur þróast og hvað við gerðum.“ „Fyrir mér eru örugglega tíu lið í deildinni sem myndu vilja skipta við okkur með hvernig sumarið gekk. Titill og 7. sæti í deild. Hin liðin eru Íslandsmeistarar KR og Víkingur, því við getum ekki skipt við sjálfa okkur. En hin liðin tíu myndu gjarnan vilja skipta við okkur hvernig sumarið þróaðist og hvað við stóðum fyrir.“ Í lok tímabils er hin klassíska spurning hvað verður um þjálfarann. Arnar sagðist ekki vita betur en að hann yrði áfram í Fossvoginum. „Ég er með samning næstu tvö árin svo ég er ekki að fara rassgat, ekki nema Víkingur reki mig.“ „En þetta er hverfull heimur. Þú sérð að núna eru vinir mínir að detta út úr starfi, margir hverjir á ósanngjarnan hátt. Gústi er að fara frá Breiðabliki eftir tvö ár í öðru sæti, það er helvíti hart. Valur líklega að skipta um þjálfara í brúnni sem er búinn að skila mörgum titlum, þetta er bara úrslitamiðað umhverfi og ég veit það, það er erfitt að vinna fótboltaleiki í dag, þetta er hverfull bransi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira