Efast um trúverðugleika kosninganna Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 17:34 AP/Rahmat Gul Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. Það gæti komið niður á trúverðugleika ríkisstjórnar Afganistan og tilraunum til að endurvekja friðarviðræður við Talibana. Við lokun kjörstaða í dag sagði Massoud Andarabi, innanríkisráðherra, AP fréttaveitunni að Talibanar hefðu gert 68 árásir víða um landið í dag. Að mestu væri um að ræða eldflaugaárásir. Minnst fimm eru látnir og margir eru sagðir hafa særst.Þeir Ashraf Ghani, forseti, og Abdullah Abdullah, forsætisráðherra, þykja líklegastir til að bera sigur úr býtum en þeir hafa deilt stjórn Afganistan frá 2014. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði en ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða verða haldnar aðrar kosningar á milli þeirra tveggja með mest fylgi. Útlit er þó fyrir að kjörsókn hafi verið mjög lág.Sjá einnig: Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldisÍ síðustu kosningum, árið 2014, voru ásakanir um svik og pretti svo umfangsmiklar að ekki tókst að lýsa yfir sigurvegara. Þess vegna myndu Ghani og Abdullah ríkisstjórn saman. AP fréttaveitan segir kjósendur hafa lent í ýmislegum vandræðum á kjörstöðum. Ein kona sem rætt var við sagði starfsmann kjörnefndar hafa öskrað á sig og ráðist á sig eftir að hún bað um að fá að sjá kjörskránna. Það var eftir að starfsmaðurinn sagði konunni að hún væri ekki á kjörskrá. Að endingu, þegar starfsmaðurinn var farinn á brott fann konan nafn sitt á kjörskránni. Annar kjósandi sagði svo mikið vesen hafa verið á sínum kjörstað að hann hafði enga trú á því að kosningarnar væru að fara fram með réttum hætti. „Ég mun aldrei trúa því að þetta séu sanngjarnar kosningar,“ sagði hann.Skilaboð til Talibana Þá hafa borist fregnir af frekari villum á kjörskrám, seinkun opnanna kjörstaða og minnst 430 kjörstaðir voru ekki opnaðir, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Hinn 63 ára gamli Ahmad Khan sagðist hafa áhyggjur af kosningunum en hvatti þó fólk til að kjósa. „Þetta er eina leiðin til að sýna Talibönum að við erum ekki hrædd við þá,“ sagði hann. Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Afganistan, sló á svipaða strengi og Khan í viðtali. „Kosningarnar voru leið fyrir okkur að sýna, fyrir íbúa Afganistan að sýna, að við stöndum vörð við lýðræðið og sjálfsákvörðunarrétt okkar og þannig viljum við sjá Afganistan stýrt. Það eru mikilvægustu skilaboðin og ég held að þau séu skýr.“ Afganistan Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. Það gæti komið niður á trúverðugleika ríkisstjórnar Afganistan og tilraunum til að endurvekja friðarviðræður við Talibana. Við lokun kjörstaða í dag sagði Massoud Andarabi, innanríkisráðherra, AP fréttaveitunni að Talibanar hefðu gert 68 árásir víða um landið í dag. Að mestu væri um að ræða eldflaugaárásir. Minnst fimm eru látnir og margir eru sagðir hafa særst.Þeir Ashraf Ghani, forseti, og Abdullah Abdullah, forsætisráðherra, þykja líklegastir til að bera sigur úr býtum en þeir hafa deilt stjórn Afganistan frá 2014. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði en ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða verða haldnar aðrar kosningar á milli þeirra tveggja með mest fylgi. Útlit er þó fyrir að kjörsókn hafi verið mjög lág.Sjá einnig: Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldisÍ síðustu kosningum, árið 2014, voru ásakanir um svik og pretti svo umfangsmiklar að ekki tókst að lýsa yfir sigurvegara. Þess vegna myndu Ghani og Abdullah ríkisstjórn saman. AP fréttaveitan segir kjósendur hafa lent í ýmislegum vandræðum á kjörstöðum. Ein kona sem rætt var við sagði starfsmann kjörnefndar hafa öskrað á sig og ráðist á sig eftir að hún bað um að fá að sjá kjörskránna. Það var eftir að starfsmaðurinn sagði konunni að hún væri ekki á kjörskrá. Að endingu, þegar starfsmaðurinn var farinn á brott fann konan nafn sitt á kjörskránni. Annar kjósandi sagði svo mikið vesen hafa verið á sínum kjörstað að hann hafði enga trú á því að kosningarnar væru að fara fram með réttum hætti. „Ég mun aldrei trúa því að þetta séu sanngjarnar kosningar,“ sagði hann.Skilaboð til Talibana Þá hafa borist fregnir af frekari villum á kjörskrám, seinkun opnanna kjörstaða og minnst 430 kjörstaðir voru ekki opnaðir, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Hinn 63 ára gamli Ahmad Khan sagðist hafa áhyggjur af kosningunum en hvatti þó fólk til að kjósa. „Þetta er eina leiðin til að sýna Talibönum að við erum ekki hrædd við þá,“ sagði hann. Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Afganistan, sló á svipaða strengi og Khan í viðtali. „Kosningarnar voru leið fyrir okkur að sýna, fyrir íbúa Afganistan að sýna, að við stöndum vörð við lýðræðið og sjálfsákvörðunarrétt okkar og þannig viljum við sjá Afganistan stýrt. Það eru mikilvægustu skilaboðin og ég held að þau séu skýr.“
Afganistan Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira