Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox deila Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 22:45 Shepard Smith og Tucker Carlson. Vísir/Getty Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox News deila nú sín á milli og það fyrir allra augum í útsendingu frétta og þátta. Mikil spenna er sögð ríkja á milli aðila innan veggja Fox vegna ákæruferlis á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna meintra embættisbrota og samskipta Trump við erlenda þjóðarleiðtoga. Samband Trump og fréttastofu Fox hefur versnað á undanförnum vikum og hefur forsetinn margsinnis gagnrýnt stöðina harðlega og þá sérstaklega vegna skoðanakannana sem sýna Trump með minna fylgi en helstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins. Á sama tíma standa stjórnendur vinsælustu þátta Fox, sem eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir, þétt við bakið á forsetanum. Þar er helst um að ræða þau Sean Hannity, Lauru Inghram og Tucker Carlson. Nú í vikunni var Joe diGenova, fyrrverandi einkalögmaður Trump, gestur Tucker Carlson og kallaði hann Andrew Napolitano, sem hefur lengi starfað á fréttastofu Fox sem lagasérfræðingur, „flón“. Þá hafði Napolitano sagt fyrr um kvöldið, í fréttaþætti Shepard Smith, að það að Trump hefði beðið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, væri mögulega glæpur.Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenNæsta dag sagði Smith að ummæli diGenova hefði verið „andstyggileg“ og gagnrýndi Carlson fyrir að mótmæla ummælunum ekki. Carlson skaut síðan á Smith seinna um kvöldið með því að segja: „Ólíkt sumum þáttastjórnendum, er ég ekki mjög flokkspólitískur“. Eins og bent er á í umfjöllun New York Times hafa stuðningsmenn Trump lengi sakað Shepard Smith um að vera hliðhollur Demókrataflokknum. Þá er Trump sjálfur sagður slökkva á sjónvarpi sínu þegar þáttur Smith er í sýningu.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxChris Wallace, annar fréttamaður Fox, virtist gagnrýna þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar í útsendingu á dögunum þegar hann sagði spuna „verjenda Trump“ ekki koma sér á óvart. Hann væri hins vegar „undraverður“ og „villandi“. Vanity Fair birti nýverið ítarlega umfjöllun um hvað gengi á á bakvið tjöldin hjá Fox þessa dagana. Sean Hannity, sem er einhver dyggasti stuðningsmaður Trump og hefur komið með beinum hætti að framboði hans, er sagður hafa sagt vinum sínum að ásakanirnar gegn forsetanum væru „mjög slæmar“. Þá er Lachlan Murdoch, forstjóri Fox Corp, sagður vera byrjaður að undirbúa stöðina fyrir það að Trump verði vikið úr embætti.Meðal þeirra sem hefur verið að hvetja Murdoch til að gefast upp á Trump er Paul Ryan, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins. Ryan er nú í stjórn Fox Corp. Einn heimildarmaður VF sagði Ryan lengi hafa verið pirraðan út í Trump og „…nú hefur hann vald til að gera eitthvað í því“. Tucker Carlson mocks Shep Smith after Smith called it "repugnant" for a Tucker guest to call Judge Napolitano "a fool" on Tuckers show last night pic.twitter.com/CBxx7LruMF— Andrew Lawrence (@ndrew_lawrence) September 26, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Sjá meira
Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox News deila nú sín á milli og það fyrir allra augum í útsendingu frétta og þátta. Mikil spenna er sögð ríkja á milli aðila innan veggja Fox vegna ákæruferlis á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna meintra embættisbrota og samskipta Trump við erlenda þjóðarleiðtoga. Samband Trump og fréttastofu Fox hefur versnað á undanförnum vikum og hefur forsetinn margsinnis gagnrýnt stöðina harðlega og þá sérstaklega vegna skoðanakannana sem sýna Trump með minna fylgi en helstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins. Á sama tíma standa stjórnendur vinsælustu þátta Fox, sem eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir, þétt við bakið á forsetanum. Þar er helst um að ræða þau Sean Hannity, Lauru Inghram og Tucker Carlson. Nú í vikunni var Joe diGenova, fyrrverandi einkalögmaður Trump, gestur Tucker Carlson og kallaði hann Andrew Napolitano, sem hefur lengi starfað á fréttastofu Fox sem lagasérfræðingur, „flón“. Þá hafði Napolitano sagt fyrr um kvöldið, í fréttaþætti Shepard Smith, að það að Trump hefði beðið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, væri mögulega glæpur.Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenNæsta dag sagði Smith að ummæli diGenova hefði verið „andstyggileg“ og gagnrýndi Carlson fyrir að mótmæla ummælunum ekki. Carlson skaut síðan á Smith seinna um kvöldið með því að segja: „Ólíkt sumum þáttastjórnendum, er ég ekki mjög flokkspólitískur“. Eins og bent er á í umfjöllun New York Times hafa stuðningsmenn Trump lengi sakað Shepard Smith um að vera hliðhollur Demókrataflokknum. Þá er Trump sjálfur sagður slökkva á sjónvarpi sínu þegar þáttur Smith er í sýningu.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxChris Wallace, annar fréttamaður Fox, virtist gagnrýna þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar í útsendingu á dögunum þegar hann sagði spuna „verjenda Trump“ ekki koma sér á óvart. Hann væri hins vegar „undraverður“ og „villandi“. Vanity Fair birti nýverið ítarlega umfjöllun um hvað gengi á á bakvið tjöldin hjá Fox þessa dagana. Sean Hannity, sem er einhver dyggasti stuðningsmaður Trump og hefur komið með beinum hætti að framboði hans, er sagður hafa sagt vinum sínum að ásakanirnar gegn forsetanum væru „mjög slæmar“. Þá er Lachlan Murdoch, forstjóri Fox Corp, sagður vera byrjaður að undirbúa stöðina fyrir það að Trump verði vikið úr embætti.Meðal þeirra sem hefur verið að hvetja Murdoch til að gefast upp á Trump er Paul Ryan, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins. Ryan er nú í stjórn Fox Corp. Einn heimildarmaður VF sagði Ryan lengi hafa verið pirraðan út í Trump og „…nú hefur hann vald til að gera eitthvað í því“. Tucker Carlson mocks Shep Smith after Smith called it "repugnant" for a Tucker guest to call Judge Napolitano "a fool" on Tuckers show last night pic.twitter.com/CBxx7LruMF— Andrew Lawrence (@ndrew_lawrence) September 26, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Sjá meira