Lyf innkölluð vegna krabbameinshættu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2019 20:19 Lyfjastofnun hefur innkallað lyf við brjóstsviða- og magasárum af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja að sögn forstjóra Lyfjastofnunar, sem segir þá þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur. Um er að ræða þrjú sérheiti sem fengist hafa á Íslandi og eiga það sameiginlegt að innihalda efnið Raniditin. Um er að ræða brjóstsviðalyfið Zantac og tvær gerðir af Asýran, sem notað er til draga úr framleiðslu magasýru. Nýverið kom í ljós að leifar af krabbameinsvaldandi efni var að finna í sambærilegum lyfjum, og er nú verið að endurmeta slík lyf á vettvangi lyfjastofnana í Evrópu og vestanhafs - til að mynda hér á Íslandi þar sem nú þegar er búið að innkalla lyfin. Ætlað er að rétt rúmlega þúsund Íslendingar hafi neytt þessara lyfja fyrir innköllunina sem forstjóri Lyfjastofnunar segir að þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur. „Nei raunverulega ekki, þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir, þetta er í mjög litlu magni. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Við erum ekki að innkalla frá sjúklingum, þeir þurfa því ekki að breyta neinu. Þeir geta haldið áfram að taka lyfin ef þeir eiga þau til. Það er bara ekki hægt að leysa þau út í apótekum eða dreifa þeim frá heildsölum, segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Önnur meðferðarúrræði séu í boði fyrir þennan hóp. „Það eru aðrir möguleikar, Omeprazol og Esomeprazol sem eru magalyf í sambærilegum flokki og eru miklu algengari hér á landi,“ segir Rúna. Lyfin geti vissulega verið krabbameinsvaldandi séu þau notuð í miklu magni, sem sé þó alla jafna ekki raunin með hin innkölluðu lyf. „Þessi magalyf, oft eru þau notuð í mjög skamman tíma. Þetta er í svo litlu magni að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur en þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það veldur náttúrulega áhyggjum hjá þeim eftirlitsstofnunum að þetta efni skuli finnast í lyfjum,“ sagði Rúna Hauksdótir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Lyfjastofnun hefur innkallað lyf við brjóstsviða- og magasárum af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja að sögn forstjóra Lyfjastofnunar, sem segir þá þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur. Um er að ræða þrjú sérheiti sem fengist hafa á Íslandi og eiga það sameiginlegt að innihalda efnið Raniditin. Um er að ræða brjóstsviðalyfið Zantac og tvær gerðir af Asýran, sem notað er til draga úr framleiðslu magasýru. Nýverið kom í ljós að leifar af krabbameinsvaldandi efni var að finna í sambærilegum lyfjum, og er nú verið að endurmeta slík lyf á vettvangi lyfjastofnana í Evrópu og vestanhafs - til að mynda hér á Íslandi þar sem nú þegar er búið að innkalla lyfin. Ætlað er að rétt rúmlega þúsund Íslendingar hafi neytt þessara lyfja fyrir innköllunina sem forstjóri Lyfjastofnunar segir að þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur. „Nei raunverulega ekki, þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir, þetta er í mjög litlu magni. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Við erum ekki að innkalla frá sjúklingum, þeir þurfa því ekki að breyta neinu. Þeir geta haldið áfram að taka lyfin ef þeir eiga þau til. Það er bara ekki hægt að leysa þau út í apótekum eða dreifa þeim frá heildsölum, segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Önnur meðferðarúrræði séu í boði fyrir þennan hóp. „Það eru aðrir möguleikar, Omeprazol og Esomeprazol sem eru magalyf í sambærilegum flokki og eru miklu algengari hér á landi,“ segir Rúna. Lyfin geti vissulega verið krabbameinsvaldandi séu þau notuð í miklu magni, sem sé þó alla jafna ekki raunin með hin innkölluðu lyf. „Þessi magalyf, oft eru þau notuð í mjög skamman tíma. Þetta er í svo litlu magni að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur en þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það veldur náttúrulega áhyggjum hjá þeim eftirlitsstofnunum að þetta efni skuli finnast í lyfjum,“ sagði Rúna Hauksdótir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55