Lýðflokkurinn stendur uppi sem sigurvegari Andri Eysteinsson skrifar 29. september 2019 20:46 Kurz veifar stuðningsmönnnum Lýðflokksins Getty/Sean Gallup Lýðflokkur Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, hlýtur flest atkvæði í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin hefur Lýðflokkurinn hlotið 37% og bætir því við sig fylgi frá síðustu kosningum árið 2017. Þá hlaut flokkurinn 31% atkvæða. BBC greinir frá.Kosið er í skugga hneykslismáls en boðað var til kosninganna eftir að ríkisstjórn landsins féll í maí síðastliðnum þegar myndband af varakanslaranum, Heinz-Christian Strache, birtist. Í myndbandinu sést Strache lofa konu, sem þóttist vera dóttir rússnesks áhrifamanns, samningum við austurríska ríkið. Hneykslið hefur verið nefnt „Ibiza-gate“ í Austurríki þar sem myndbandið var tekið upp á spænsku eyjunni. Í kjölfarið féll ríkisstjórn Lýðflokksins og Frelsisflokks Strache og var Kurz settur af eftir að vantrauststillaga var samþykkt.Niðurstöður kosninganna þegar nær öll atkvæði hafa verið talin eru á þá leið að Lýðflokkurinn er stærstur með 37% fylgi. Sósíal-demókratar fá 22% fylgi. Frelsisflokkurinn missir fylgi frá síðustu kosningum og fær 16% atkvæða. Minni flokkar sem ná inn á þing eru Græningjar með rúmlega 14% fylgi og frjálslyndi flokkurinn Neos með um 7%.Nú munu fara í hönd stjórnarmyndunarviðræður. Ferlið er talið munu verða langt og strangt en ýmsir möguleikar eru í stöðunni fyrir Kurz. Endurnýjað samstarf Frelsisflokksins og Lýðflokksins er mögulegt en hugsast getur að eftir skandalinn vilji Kurz leita annað.Þá hefur þriggja flokka samstarf milli Lýðflokksins, Græningja og Neos, verið nefnt. Leiðtogi Græningja, Werner Kogler, hefur þó greint frá því að samkomulag náist einungis ef Lýðflokkurinn dregur verulega úr hægri sinnuðum stefnum sínum. Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Útgönguspár benda til sigurs Kurz og Lýðflokksins Talið er næsta víst að Lýðflokkurinn, flokkur fyrrverandi kanslara Austurríkis Sebastian Kurz, hafi borið sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. 29. september 2019 16:15 Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum næstu vikur. Síðasta ríkisstjórn sprakk eftir að vandræðalegt myndband af varakanslaranum birtist. 29. september 2019 07:40 Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. 27. maí 2019 15:55 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira
Lýðflokkur Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, hlýtur flest atkvæði í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin hefur Lýðflokkurinn hlotið 37% og bætir því við sig fylgi frá síðustu kosningum árið 2017. Þá hlaut flokkurinn 31% atkvæða. BBC greinir frá.Kosið er í skugga hneykslismáls en boðað var til kosninganna eftir að ríkisstjórn landsins féll í maí síðastliðnum þegar myndband af varakanslaranum, Heinz-Christian Strache, birtist. Í myndbandinu sést Strache lofa konu, sem þóttist vera dóttir rússnesks áhrifamanns, samningum við austurríska ríkið. Hneykslið hefur verið nefnt „Ibiza-gate“ í Austurríki þar sem myndbandið var tekið upp á spænsku eyjunni. Í kjölfarið féll ríkisstjórn Lýðflokksins og Frelsisflokks Strache og var Kurz settur af eftir að vantrauststillaga var samþykkt.Niðurstöður kosninganna þegar nær öll atkvæði hafa verið talin eru á þá leið að Lýðflokkurinn er stærstur með 37% fylgi. Sósíal-demókratar fá 22% fylgi. Frelsisflokkurinn missir fylgi frá síðustu kosningum og fær 16% atkvæða. Minni flokkar sem ná inn á þing eru Græningjar með rúmlega 14% fylgi og frjálslyndi flokkurinn Neos með um 7%.Nú munu fara í hönd stjórnarmyndunarviðræður. Ferlið er talið munu verða langt og strangt en ýmsir möguleikar eru í stöðunni fyrir Kurz. Endurnýjað samstarf Frelsisflokksins og Lýðflokksins er mögulegt en hugsast getur að eftir skandalinn vilji Kurz leita annað.Þá hefur þriggja flokka samstarf milli Lýðflokksins, Græningja og Neos, verið nefnt. Leiðtogi Græningja, Werner Kogler, hefur þó greint frá því að samkomulag náist einungis ef Lýðflokkurinn dregur verulega úr hægri sinnuðum stefnum sínum.
Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Útgönguspár benda til sigurs Kurz og Lýðflokksins Talið er næsta víst að Lýðflokkurinn, flokkur fyrrverandi kanslara Austurríkis Sebastian Kurz, hafi borið sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. 29. september 2019 16:15 Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum næstu vikur. Síðasta ríkisstjórn sprakk eftir að vandræðalegt myndband af varakanslaranum birtist. 29. september 2019 07:40 Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. 27. maí 2019 15:55 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira
Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18
Útgönguspár benda til sigurs Kurz og Lýðflokksins Talið er næsta víst að Lýðflokkurinn, flokkur fyrrverandi kanslara Austurríkis Sebastian Kurz, hafi borið sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. 29. september 2019 16:15
Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum næstu vikur. Síðasta ríkisstjórn sprakk eftir að vandræðalegt myndband af varakanslaranum birtist. 29. september 2019 07:40
Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. 27. maí 2019 15:55