Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2019 22:30 Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump. Getty/Jeff Neira Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. Viðleitni Giuliani til að fá ríkisstjórn Úkraínu til að rannsaka Joe Biden og son hans Huner spilar stóra rullu í því að Demókratar hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Trump. Trump bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að hefja slíka rannsókn og hvatti forsetann til að vinna með Giuliani og William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Ekki liggur fyrir hvort til standi að kalla Giuliani í yfirheyrslu. Framboð Joe Biden hefur krafist þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri sjónvarpsviðtöl. Giuliani mætti í nokkra sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum í dag þar sem hann hélt áfram að dreifa innihaldslausum samsæriskenningum um Biden feðgana og það að Joe Biden hafi hlutast til í málefnum Úkraínu þegar hann var varaforseti til að gagnast syni sínum, Hunter Biden, sem sat meðal annars í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis. Samkvæmt Trump og félögum á Biden að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara vegna þess að hann rannsakaði fyrirtækið.Innihaldslausar ásakanir Biden þrýsti á stjórnvöld Úkraínu að reka ríkissaksóknarann Viktor Shokin en forsvarsmenn Bandaríkjanna, ýmissa Evrópuríkja og alþjóðlegra stofnanna kröfðust þess á þeim tíma að Shokin yrði vikið úr starfi vegna ásakana um aðgerðarleysi gagnvart spillingu og þar að auki var hann sjálfur sakaður um spillingu. Honum var vikið úr starfi í mars 2016 með miklum meirihluta á þingi Úkraínu. Auk þess liggur fyrir að rannsóknin gagnvart orkufyrirtækinu Burisma og eiganda þess var lögð til hliðar árið 2014. Shokin var ekki að rannsaka fyrirtækið. Í samtali við LA Times sagði Yuri Lutsenko, sem tók við embætti af Shokin og hætti í síðasta mánuði, að hann hefði engar vísbendingar séð um að Biden-feðgarnir hafi brotið lög í Úkraínu, þó vera Hunter Biden í stjórn Burisma gæti orðið til hagsmunaárekstra. Hann sagði sömuleiðis að Giuliani hefði tvisvar sinnum komið á sinn fund og hvatt sig til að hefja rannsókn á feðgunum. Þar að auki hafi hann einnig rætt við hann í síma.Lutsenko sagðist þó hafa tjáð Giuliani að hann myndi ekki hefja slíka rannsókn en hann myndi þó starfa með löggæsluembættum í Bandaríkjunum ef þau hæfu rannsókn og bæðu um aðstoð. „Ég sagði, látum þetta fara í gegnum saksóknara. Ekki forseta,“ sagði Lutsenko við LA Times. Hann sagði þar að auki að Giuliani hafi virst heltekinn af þessum ásökunum. Lutsenko sjálfur er þó talinn vera einn af þeim ýttu undir þessa samsæriskenningu gagnvart Biden-feðgunum. Margir stuðningsmenn Trump reyndu að kynda undir þessa samsæriskenningu í fréttaþáttum Bandaríkjanna í dag eins og blaðamaður Vox fór yfir í kvöld.Ekki eina samsæriskenningin Auk þess að ræða samsæriskenninguna um Biden-feðgana sakaði Giuliani Demókrata um að reyna að „koma sök á Trump“ varðandi Rússarannsóknina svokölluðu. Sú ásökun tengist einnig símtali Trump og Zelensky og tölvuárás rússneskra útsendara á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Tölvupóstar Demókrata voru svo birtir af Wikileaks skömmu fyrir kosningarnar. Fyrirtækið Crowdstrike komst á snoðir um tölvuárásina og stöðvaði hana. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu útsendara Rússlands hafa gert árásina og Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, staðfesti það seinna.Ýmsar samsæriskenningar um tölvuárásina hafa litið dagsins ljós síðan þá. Ein þeirra snýst um að árásin sjálf hafi verið tilbúningur og henni hafi verið ætlað að koma sökinni á Rússa. Í samtali forsetanna vísaði Trump til Crowdstrike og sagðist hafa heyrt að vefþjónn Demókrataflokksins væri í Úkraínu. Hann fór þó ekki nánar út í það. Framboð Joe Biden sendi erindi á stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna í dag og í því var þess krafist að Giuliani yrði ekki bókaður í fleiri viðtöl. Í bréfinu stóð að það væri ósanngjarnt gagnvart áhorfendum þessara stöðva að bjóða Giuliani að dreifa lygum og áróðri á vegum Trump. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Starfsmönnum fastanefndar Bandaríkjanna hjá SÞ er sagt hafa brugðið þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði við þá að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. 26. september 2019 23:30 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. Viðleitni Giuliani til að fá ríkisstjórn Úkraínu til að rannsaka Joe Biden og son hans Huner spilar stóra rullu í því að Demókratar hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Trump. Trump bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að hefja slíka rannsókn og hvatti forsetann til að vinna með Giuliani og William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Ekki liggur fyrir hvort til standi að kalla Giuliani í yfirheyrslu. Framboð Joe Biden hefur krafist þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri sjónvarpsviðtöl. Giuliani mætti í nokkra sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum í dag þar sem hann hélt áfram að dreifa innihaldslausum samsæriskenningum um Biden feðgana og það að Joe Biden hafi hlutast til í málefnum Úkraínu þegar hann var varaforseti til að gagnast syni sínum, Hunter Biden, sem sat meðal annars í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis. Samkvæmt Trump og félögum á Biden að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara vegna þess að hann rannsakaði fyrirtækið.Innihaldslausar ásakanir Biden þrýsti á stjórnvöld Úkraínu að reka ríkissaksóknarann Viktor Shokin en forsvarsmenn Bandaríkjanna, ýmissa Evrópuríkja og alþjóðlegra stofnanna kröfðust þess á þeim tíma að Shokin yrði vikið úr starfi vegna ásakana um aðgerðarleysi gagnvart spillingu og þar að auki var hann sjálfur sakaður um spillingu. Honum var vikið úr starfi í mars 2016 með miklum meirihluta á þingi Úkraínu. Auk þess liggur fyrir að rannsóknin gagnvart orkufyrirtækinu Burisma og eiganda þess var lögð til hliðar árið 2014. Shokin var ekki að rannsaka fyrirtækið. Í samtali við LA Times sagði Yuri Lutsenko, sem tók við embætti af Shokin og hætti í síðasta mánuði, að hann hefði engar vísbendingar séð um að Biden-feðgarnir hafi brotið lög í Úkraínu, þó vera Hunter Biden í stjórn Burisma gæti orðið til hagsmunaárekstra. Hann sagði sömuleiðis að Giuliani hefði tvisvar sinnum komið á sinn fund og hvatt sig til að hefja rannsókn á feðgunum. Þar að auki hafi hann einnig rætt við hann í síma.Lutsenko sagðist þó hafa tjáð Giuliani að hann myndi ekki hefja slíka rannsókn en hann myndi þó starfa með löggæsluembættum í Bandaríkjunum ef þau hæfu rannsókn og bæðu um aðstoð. „Ég sagði, látum þetta fara í gegnum saksóknara. Ekki forseta,“ sagði Lutsenko við LA Times. Hann sagði þar að auki að Giuliani hafi virst heltekinn af þessum ásökunum. Lutsenko sjálfur er þó talinn vera einn af þeim ýttu undir þessa samsæriskenningu gagnvart Biden-feðgunum. Margir stuðningsmenn Trump reyndu að kynda undir þessa samsæriskenningu í fréttaþáttum Bandaríkjanna í dag eins og blaðamaður Vox fór yfir í kvöld.Ekki eina samsæriskenningin Auk þess að ræða samsæriskenninguna um Biden-feðgana sakaði Giuliani Demókrata um að reyna að „koma sök á Trump“ varðandi Rússarannsóknina svokölluðu. Sú ásökun tengist einnig símtali Trump og Zelensky og tölvuárás rússneskra útsendara á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Tölvupóstar Demókrata voru svo birtir af Wikileaks skömmu fyrir kosningarnar. Fyrirtækið Crowdstrike komst á snoðir um tölvuárásina og stöðvaði hana. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu útsendara Rússlands hafa gert árásina og Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, staðfesti það seinna.Ýmsar samsæriskenningar um tölvuárásina hafa litið dagsins ljós síðan þá. Ein þeirra snýst um að árásin sjálf hafi verið tilbúningur og henni hafi verið ætlað að koma sökinni á Rússa. Í samtali forsetanna vísaði Trump til Crowdstrike og sagðist hafa heyrt að vefþjónn Demókrataflokksins væri í Úkraínu. Hann fór þó ekki nánar út í það. Framboð Joe Biden sendi erindi á stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna í dag og í því var þess krafist að Giuliani yrði ekki bókaður í fleiri viðtöl. Í bréfinu stóð að það væri ósanngjarnt gagnvart áhorfendum þessara stöðva að bjóða Giuliani að dreifa lygum og áróðri á vegum Trump.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Starfsmönnum fastanefndar Bandaríkjanna hjá SÞ er sagt hafa brugðið þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði við þá að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. 26. september 2019 23:30 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53
Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16
Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59
Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Starfsmönnum fastanefndar Bandaríkjanna hjá SÞ er sagt hafa brugðið þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði við þá að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. 26. september 2019 23:30