Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2019 23:00 Þingmaðurinn Adam Schiff stýrir aðgerðum Demókrata varðandi ákæruferlið að miklu leyti. AP/Andrew Harnik Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði það vegna áhyggja af því að Trump hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég tel það mikilvægt að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna og komast að því hvort að Trump hafi í samtölum við aðra leiðtoga, og þá sérstaklega við Pútín, grafið undan öryggi okkar með aðgerðum sem hann taldi að myndu hagnast honum sjálfum,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í dag.Í ljós hefur komið að starfsmenn Trump reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Volodomyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að hefja rannsókn á Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans. Gögn um það símtal voru færð úr tölvukerfinu þar sem slík gögn eru iðulega geymd og komið sérstaklega fyrir í tölvukerfi sem inniheldur leynileg gögn og mun færri hafa aðgang að.Sjá einnig: Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð„Ef þessi samtöl við Pútín og aðra leiðtoga eru geymd í sama tölvukerfi, sem er ætlað fyrir leynilegt gögn en ekki gögn sem þessi, ef það hafa verið gerðar tilraunir til að fela slíkar upplýsingar, þá erum við staðráðin í að komast að því,“ sagði Schiff. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að stuðningur við ákæru á hendur Trump fyrir embættisbrot jókst í síðustu viku. Demókratar vonast til þess að hann muni aukast meira en Repúblikanar halda í þá von að þeir muni græða á kærunni til lengri tíma séð. Trump sjálfur segir ekkert hafa verið að símtalinu við Zelensky og sakar Demókrata um nornaveiðar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði það vegna áhyggja af því að Trump hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég tel það mikilvægt að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna og komast að því hvort að Trump hafi í samtölum við aðra leiðtoga, og þá sérstaklega við Pútín, grafið undan öryggi okkar með aðgerðum sem hann taldi að myndu hagnast honum sjálfum,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í dag.Í ljós hefur komið að starfsmenn Trump reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Volodomyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að hefja rannsókn á Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans. Gögn um það símtal voru færð úr tölvukerfinu þar sem slík gögn eru iðulega geymd og komið sérstaklega fyrir í tölvukerfi sem inniheldur leynileg gögn og mun færri hafa aðgang að.Sjá einnig: Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð„Ef þessi samtöl við Pútín og aðra leiðtoga eru geymd í sama tölvukerfi, sem er ætlað fyrir leynilegt gögn en ekki gögn sem þessi, ef það hafa verið gerðar tilraunir til að fela slíkar upplýsingar, þá erum við staðráðin í að komast að því,“ sagði Schiff. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að stuðningur við ákæru á hendur Trump fyrir embættisbrot jókst í síðustu viku. Demókratar vonast til þess að hann muni aukast meira en Repúblikanar halda í þá von að þeir muni græða á kærunni til lengri tíma séð. Trump sjálfur segir ekkert hafa verið að símtalinu við Zelensky og sakar Demókrata um nornaveiðar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30
Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59