Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. september 2019 18:38 Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Ákveðið var í sumar að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin. Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur komið fram að lögregluembættin um landið telji að bílamiðstöðin hafi rukkað óhóflega há gjöld fyrir leigu á lögreglubifreiðum.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna mismun á rekstrarkostnaði embættis ríkislögreglustjóra vegna lögreglubíla og þess hve mikið lögregluumdæmin hafa þurft að greiða bílamiðstöð. Hlutfallslega var munurinn mestur í tilfelli Lögreglustjórans á Norðurlandi Vestra. Samkvæmt gögnunum var rekstrarkostnaður vegna þeirra fjögurra bíla sem embættið hefur yfir að ráða tæpar 28 og hálf milljón króna á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. október 2018. Embættið þurfti aftur á móti að greiða bílamiðstöð hátt í 83 milljónir. Þannig er mismunurinn rúmar 54 milljónir eða yfir 190%. Næstmestur var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Vesturlandi, þá á Austurlandi og á Norðurlandi eystra. Nokkru minni var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Suðurlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu en lækkandi hlutfall kann að hluta til að skýrast af því að rukkað er bæði fast gjald og kílómetragjald fyrir hvern bíl og hafa stærri lögregluumdæmi yfir fleiri bílum að ráða. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra er leigugjald lögreglubíla fundið út með heildarstofnverði tækis en margfaldað með 18%. Það er að segja að embættin greiða um 18% af heildarstofnverði tækis á ári fyrir afnot. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að með öllum rekstrarkostnaði sé átt við kostnað sem fellur til við rekstur viðkomandi lögreglubifreiða. Það er eldsneyti, tryggingum, viðhaldi, tjónum og fleira. Þá hefur kostnaði vegna bílamiðstöðvarinnar og breytilegum kostnaði, eins og kílómetragjaldi verið deilt á öll embætti. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir að lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem er umfram raun rekstrarkostnað bifreiða. Afgangi eigi að skila í ríkissjóð. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Ákveðið var í sumar að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin. Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur komið fram að lögregluembættin um landið telji að bílamiðstöðin hafi rukkað óhóflega há gjöld fyrir leigu á lögreglubifreiðum.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna mismun á rekstrarkostnaði embættis ríkislögreglustjóra vegna lögreglubíla og þess hve mikið lögregluumdæmin hafa þurft að greiða bílamiðstöð. Hlutfallslega var munurinn mestur í tilfelli Lögreglustjórans á Norðurlandi Vestra. Samkvæmt gögnunum var rekstrarkostnaður vegna þeirra fjögurra bíla sem embættið hefur yfir að ráða tæpar 28 og hálf milljón króna á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. október 2018. Embættið þurfti aftur á móti að greiða bílamiðstöð hátt í 83 milljónir. Þannig er mismunurinn rúmar 54 milljónir eða yfir 190%. Næstmestur var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Vesturlandi, þá á Austurlandi og á Norðurlandi eystra. Nokkru minni var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Suðurlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu en lækkandi hlutfall kann að hluta til að skýrast af því að rukkað er bæði fast gjald og kílómetragjald fyrir hvern bíl og hafa stærri lögregluumdæmi yfir fleiri bílum að ráða. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra er leigugjald lögreglubíla fundið út með heildarstofnverði tækis en margfaldað með 18%. Það er að segja að embættin greiða um 18% af heildarstofnverði tækis á ári fyrir afnot. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að með öllum rekstrarkostnaði sé átt við kostnað sem fellur til við rekstur viðkomandi lögreglubifreiða. Það er eldsneyti, tryggingum, viðhaldi, tjónum og fleira. Þá hefur kostnaði vegna bílamiðstöðvarinnar og breytilegum kostnaði, eins og kílómetragjaldi verið deilt á öll embætti. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir að lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem er umfram raun rekstrarkostnað bifreiða. Afgangi eigi að skila í ríkissjóð.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15