Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. september 2019 18:38 Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Ákveðið var í sumar að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin. Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur komið fram að lögregluembættin um landið telji að bílamiðstöðin hafi rukkað óhóflega há gjöld fyrir leigu á lögreglubifreiðum.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna mismun á rekstrarkostnaði embættis ríkislögreglustjóra vegna lögreglubíla og þess hve mikið lögregluumdæmin hafa þurft að greiða bílamiðstöð. Hlutfallslega var munurinn mestur í tilfelli Lögreglustjórans á Norðurlandi Vestra. Samkvæmt gögnunum var rekstrarkostnaður vegna þeirra fjögurra bíla sem embættið hefur yfir að ráða tæpar 28 og hálf milljón króna á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. október 2018. Embættið þurfti aftur á móti að greiða bílamiðstöð hátt í 83 milljónir. Þannig er mismunurinn rúmar 54 milljónir eða yfir 190%. Næstmestur var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Vesturlandi, þá á Austurlandi og á Norðurlandi eystra. Nokkru minni var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Suðurlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu en lækkandi hlutfall kann að hluta til að skýrast af því að rukkað er bæði fast gjald og kílómetragjald fyrir hvern bíl og hafa stærri lögregluumdæmi yfir fleiri bílum að ráða. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra er leigugjald lögreglubíla fundið út með heildarstofnverði tækis en margfaldað með 18%. Það er að segja að embættin greiða um 18% af heildarstofnverði tækis á ári fyrir afnot. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að með öllum rekstrarkostnaði sé átt við kostnað sem fellur til við rekstur viðkomandi lögreglubifreiða. Það er eldsneyti, tryggingum, viðhaldi, tjónum og fleira. Þá hefur kostnaði vegna bílamiðstöðvarinnar og breytilegum kostnaði, eins og kílómetragjaldi verið deilt á öll embætti. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir að lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem er umfram raun rekstrarkostnað bifreiða. Afgangi eigi að skila í ríkissjóð. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Ákveðið var í sumar að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin. Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur komið fram að lögregluembættin um landið telji að bílamiðstöðin hafi rukkað óhóflega há gjöld fyrir leigu á lögreglubifreiðum.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna mismun á rekstrarkostnaði embættis ríkislögreglustjóra vegna lögreglubíla og þess hve mikið lögregluumdæmin hafa þurft að greiða bílamiðstöð. Hlutfallslega var munurinn mestur í tilfelli Lögreglustjórans á Norðurlandi Vestra. Samkvæmt gögnunum var rekstrarkostnaður vegna þeirra fjögurra bíla sem embættið hefur yfir að ráða tæpar 28 og hálf milljón króna á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. október 2018. Embættið þurfti aftur á móti að greiða bílamiðstöð hátt í 83 milljónir. Þannig er mismunurinn rúmar 54 milljónir eða yfir 190%. Næstmestur var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Vesturlandi, þá á Austurlandi og á Norðurlandi eystra. Nokkru minni var munurinn í tilfelli lögreglunnar á Suðurlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu en lækkandi hlutfall kann að hluta til að skýrast af því að rukkað er bæði fast gjald og kílómetragjald fyrir hvern bíl og hafa stærri lögregluumdæmi yfir fleiri bílum að ráða. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra er leigugjald lögreglubíla fundið út með heildarstofnverði tækis en margfaldað með 18%. Það er að segja að embættin greiða um 18% af heildarstofnverði tækis á ári fyrir afnot. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að með öllum rekstrarkostnaði sé átt við kostnað sem fellur til við rekstur viðkomandi lögreglubifreiða. Það er eldsneyti, tryggingum, viðhaldi, tjónum og fleira. Þá hefur kostnaði vegna bílamiðstöðvarinnar og breytilegum kostnaði, eins og kílómetragjaldi verið deilt á öll embætti. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir að lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem er umfram raun rekstrarkostnað bifreiða. Afgangi eigi að skila í ríkissjóð.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15