Aldraður karlmaður lést af sárum sínum á Landspítalanum síðastliðinn föstudag eftir að honum var bjargað úr brennandi húsi við Hlíðarveg í Reykjanesbæ síðdegis þann sama dag.
Þetta segir Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi.
Hann segir eldsupptök ekki alveg ljós en talið að maðurinn hafi kveikt á kerti og mögulega kviknað í út frá því. Lokaniðurstaða liggi þó ekki fyrir og málið sé enn í rannsókn.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2018-10-22T153245.909Z-Manchester_City_FC_badge.svg.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4087.png)