Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2019 13:23 Jón Gunnarsson tók við Bergþóri sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins taki aftur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en hann lét tímabundið af formennsku í febrúar vegna Klausturmálsins svokallaða. Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. Hefð hefur verið fyrir því í mörg undanfarin ár að stjórnarmeirihluti hverju sinni gefi eftir formennsku í einni til þremur nefndum þingsins til stjórnarandstöðuflokka. Eftir síðustu kosningar í október 2017 varð að samkomulagi að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem féll í hlut Samfylkingarinnar, velferðarnefnd sem Píratar fengu og umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Miðflokkurinn fékk formennsku. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni samkvæmt tillögu fulltrúa Miðflokksins í nefndinni og með stuðningi Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins í nefndinni sem síðar gekk ásamt Ólafi Ísleifssyni í Miðflokkinn. Jón var því kjörinn með stuðningi fulltrúa stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar buðu hins vegar að einhver þingmaður Miðflokksins sem ekki hefði verið á Klausturfundinum tæki við formennskunni eða að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tæki tímabundið við formennskunni. Nú gætir óánægju innan þingliðs Vinstri grænna með hlut flokksins hvað varðar formennsku í nefndum. Vinstri græn og Framsóknarflokkur hafa formennsku í einni nefnd hvor flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn í þremur, eða fjórum ef tímabundin formennska Jóns Gunnarssonar í umhverfis- og samgöngunefnd er talin með. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir formennsku í nefndum vera í samræmi við samkomulag sem meiri- og minnihluti gerðu með sér eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd hafi fallið í skaut minnihlutans. „Og auðvitað þetta ástand sem kom upp í fyrrahaust varð til þess að breytingar urðu á. Það er kannski minnihlutans að finna út úr því núna. Hvort þau geti leyst það. Ef það gerist ekki þarf bara að endurhugsa það. Þá kemur væntanlega að okkur eins og hinum í stjórnarmeirihlutanum. En ég geri nú bara fastlega ráð fyrir að minnihlutinn leysi þetta innan sinna raða,“ segir Bjarkey. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sjónarmið Jóns Gunnarssonar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngumálum fara ekki alltaf saman. En eðli málsins samkvæmt fara flest mál umhverfisráðherra fyrir nefndina. „Það liggur náttúrlega alveg fyrir að Jón deilir ekki sömu skoðunum og umhverfisráðherra. Hann hefur talað um það mjög opinskátt. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að hann hafi tafið sérstaklega fyrir málum. Ég vil trúa því að við séum saman í þessari ríkisstjórn að leiða góð mál til lykta,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Útlit er fyrir að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins taki aftur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en hann lét tímabundið af formennsku í febrúar vegna Klausturmálsins svokallaða. Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. Hefð hefur verið fyrir því í mörg undanfarin ár að stjórnarmeirihluti hverju sinni gefi eftir formennsku í einni til þremur nefndum þingsins til stjórnarandstöðuflokka. Eftir síðustu kosningar í október 2017 varð að samkomulagi að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem féll í hlut Samfylkingarinnar, velferðarnefnd sem Píratar fengu og umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Miðflokkurinn fékk formennsku. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni samkvæmt tillögu fulltrúa Miðflokksins í nefndinni og með stuðningi Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins í nefndinni sem síðar gekk ásamt Ólafi Ísleifssyni í Miðflokkinn. Jón var því kjörinn með stuðningi fulltrúa stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar buðu hins vegar að einhver þingmaður Miðflokksins sem ekki hefði verið á Klausturfundinum tæki við formennskunni eða að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tæki tímabundið við formennskunni. Nú gætir óánægju innan þingliðs Vinstri grænna með hlut flokksins hvað varðar formennsku í nefndum. Vinstri græn og Framsóknarflokkur hafa formennsku í einni nefnd hvor flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn í þremur, eða fjórum ef tímabundin formennska Jóns Gunnarssonar í umhverfis- og samgöngunefnd er talin með. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir formennsku í nefndum vera í samræmi við samkomulag sem meiri- og minnihluti gerðu með sér eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd hafi fallið í skaut minnihlutans. „Og auðvitað þetta ástand sem kom upp í fyrrahaust varð til þess að breytingar urðu á. Það er kannski minnihlutans að finna út úr því núna. Hvort þau geti leyst það. Ef það gerist ekki þarf bara að endurhugsa það. Þá kemur væntanlega að okkur eins og hinum í stjórnarmeirihlutanum. En ég geri nú bara fastlega ráð fyrir að minnihlutinn leysi þetta innan sinna raða,“ segir Bjarkey. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sjónarmið Jóns Gunnarssonar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngumálum fara ekki alltaf saman. En eðli málsins samkvæmt fara flest mál umhverfisráðherra fyrir nefndina. „Það liggur náttúrlega alveg fyrir að Jón deilir ekki sömu skoðunum og umhverfisráðherra. Hann hefur talað um það mjög opinskátt. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að hann hafi tafið sérstaklega fyrir málum. Ég vil trúa því að við séum saman í þessari ríkisstjórn að leiða góð mál til lykta,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15