Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2019 14:58 Kári lék sinn 79. landsleik í gær. vísir/bára Seinna í dag kemur í ljós hvort Kári Árnason geti tekið þátt í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á laugardaginn. Þar mætast Víkingur og FH. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Víkinga í 48 ár. Kári meiddist í 4-2 tapi Íslands fyrir Albaníu í undankeppni EM 2020 í gær. Hann fer í myndatöku síðdegis og þá kemur í ljós hvort Víkingar geti nýtt krafta hans á laugardaginn. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ekkert alltof bjartsýnn á það. „Hann fer í myndatöku klukkan 16:00 í dag og þá ættum við að vita hvort eitthvað er slitið. Ef svo er ekki er smá von að tjasla honum saman. Vonin er víst það síðasta sem mannskepnan tapar þannig að við reynum að halda í hana,“ sagði Arnar við Vísi á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn í dag. En hvernig leið honum þegar Kári byrjaði að haltra í leiknum í Albaníu í gær? „Mér leið ömurlega fyrir hans hönd. Þetta var hræðilegt því hann er svo mikill Víkingur. Það er hrikalega leiðinlegt fyrir hann ef hann missir af úrslitaleiknum,“ sagði Arnar. „Fyrir mig sem þjálfara var þetta líka hræðilegt að sjá þetta. En þegar ég vaknaði í morgun sá ég ný tækifæri fyrir nýja leikmenn. Það verða ellefu gegn ellefu í leiknum og við verðum flottir á laugardaginn. Við vinnum þennan bikar með eða án Kára.“ Leikurinn í gær var annar leikur hins 37 ára Kára á fjórum dögum. Hann lék allan tímann þegar Ísland vann Moldóvu, 3-0, á laugardaginn. „Það er frábært fyrir hann að spila á hæsta getustigi í svona mikilvægum leikjum. Honum var ekki gerður neinn greiði; ferðalagið, stutt á milli leikja, grenjandi rigning og svo var liðið mjög opið í fyrri hálfleik þannig að hann þurfti að hlaupa mikið,“ sagði Arnar. „Það voru margar þungar lappir í gær og maður fór að hafa áhyggjur þegar leið á seinni hálfleik hvort kallinn þyrfti að skipta sér út af. En fyrir hann og Víking er frábært að hann sé ennþá í landsliðinu.“ Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Seinna í dag kemur í ljós hvort Kári Árnason geti tekið þátt í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á laugardaginn. Þar mætast Víkingur og FH. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Víkinga í 48 ár. Kári meiddist í 4-2 tapi Íslands fyrir Albaníu í undankeppni EM 2020 í gær. Hann fer í myndatöku síðdegis og þá kemur í ljós hvort Víkingar geti nýtt krafta hans á laugardaginn. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ekkert alltof bjartsýnn á það. „Hann fer í myndatöku klukkan 16:00 í dag og þá ættum við að vita hvort eitthvað er slitið. Ef svo er ekki er smá von að tjasla honum saman. Vonin er víst það síðasta sem mannskepnan tapar þannig að við reynum að halda í hana,“ sagði Arnar við Vísi á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn í dag. En hvernig leið honum þegar Kári byrjaði að haltra í leiknum í Albaníu í gær? „Mér leið ömurlega fyrir hans hönd. Þetta var hræðilegt því hann er svo mikill Víkingur. Það er hrikalega leiðinlegt fyrir hann ef hann missir af úrslitaleiknum,“ sagði Arnar. „Fyrir mig sem þjálfara var þetta líka hræðilegt að sjá þetta. En þegar ég vaknaði í morgun sá ég ný tækifæri fyrir nýja leikmenn. Það verða ellefu gegn ellefu í leiknum og við verðum flottir á laugardaginn. Við vinnum þennan bikar með eða án Kára.“ Leikurinn í gær var annar leikur hins 37 ára Kára á fjórum dögum. Hann lék allan tímann þegar Ísland vann Moldóvu, 3-0, á laugardaginn. „Það er frábært fyrir hann að spila á hæsta getustigi í svona mikilvægum leikjum. Honum var ekki gerður neinn greiði; ferðalagið, stutt á milli leikja, grenjandi rigning og svo var liðið mjög opið í fyrri hálfleik þannig að hann þurfti að hlaupa mikið,“ sagði Arnar. „Það voru margar þungar lappir í gær og maður fór að hafa áhyggjur þegar leið á seinni hálfleik hvort kallinn þyrfti að skipta sér út af. En fyrir hann og Víking er frábært að hann sé ennþá í landsliðinu.“
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti