Áhættuleikkona stefnir framleiðendum Resident Evil vegna hryllilegs slyss á tökustað Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 08:37 Olivia Jackson hefur greint skilmerkilega frá bataferli sínu eftir slysið á Instagram. Skjáskot/@oliviathebandit Áhættuleikkona sem slasaðist lífshættulega í mótorhjólaslysi við tökur á kvikmyndinni Resident Evil: The Final Chapter í Suður-Afríku árið 2015 hefur stefnt framleiðendum myndarinnar vegna slyssins. Áverkar konunnar munu há henni um aldur og ævi en hún missti m.a. handlegg og var í dái í sautján daga eftir slysið. Í stefnu Oliviu Jackson, sem lék áhættuatriði fyrir Millu Jovovich, aðalleikkonu myndarinnar, segir að framleiðendur hafi tjáð henni að greitt yrði fyrir sjúkrahúsvist og læknismeðferðir með sjúkratryggingum. Hún kveðst hins vegar aðeins hafa fengið um 33 þúsund dali, eða um fjórar milljónir íslenskra króna, borgaða. Um sé að ræða örlítinn hluta kostnaðarins en Jackson mun þurfa að greiða himinháar fjárhæðir í sjúkrahúskostnað það sem eftir er ævi sinnar. Þá varð hún einnig fyrir gríðarlegu tekjutapi vegna slyssins en Jackson hafði á sínum tíma verið ráðin sem áhættuleikkona í stórmyndinni Wonder Woman. Jackson heldur því jafnframt fram að gáleysi framleiðenda hafi orsakað slysið, sem varð þegar hún ók mótórhjóli á miklum hraða og hafnaði á myndavélakrana. Við áreksturinn „gjöreyðilagðist“ bein í framhandlegg hennar, svo taka þurfti handlegginn af við öxl, og þá flettist hold af andliti hennar með þeim afleiðingum að tennur hennar sáust í gegnum kinnina. Jackson hlaut einnig alvarlega áverka á hrygg og lungum, auk frekari beinbrota. Hún lýsir því í stefnunni að hún sé öll „snúin og afskræmd“ eftir slysið. Hér að neðan má sjá röntgenmynd sem sýnir umfang áverkanna. View this post on InstagramYup that’s a battery pack implanted in my left bum cheek. It powers electric currents to the neuro-pain-transmitter implanted on to my spinal cord (behind my teeth in the X-ray), to help with phantom arm pain. My left shoulder is raised due to paralysis of the left core & the the arm amputation. Hardest part of my days is to hold my head up (literally & figuratively). Paralysis of the left side of my neck, the skew spine & the fused neck make it really difficult to hold my own head up straight. The constant pain is unexplainable. I can’t actually remember what it feels like to be in a normal , pain free body It’s so tempting to hate the people that did this to me I try, rather, to use that energy to focus on getting better and staying positive A post shared by Olivia Jackson (@oliviathebandit) on Oct 20, 2018 at 4:23am PDT Jackson stefndi framleiðendunum fyrst í Suður-Afríku, þar sem tökur á myndinni fóru fram, en málinu var vísað frá. Málið er nú komið fyrir í rétt í Los Angeles, þar sem Jackson hefur stefnt framleiðslufyrirtækinu, sem og Jeremy Bolt og Paul Anderson, handritshöfundi og leikstjóra myndarinnar, fyrir samningsbrot. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Áhættuleikkona sem slasaðist lífshættulega í mótorhjólaslysi við tökur á kvikmyndinni Resident Evil: The Final Chapter í Suður-Afríku árið 2015 hefur stefnt framleiðendum myndarinnar vegna slyssins. Áverkar konunnar munu há henni um aldur og ævi en hún missti m.a. handlegg og var í dái í sautján daga eftir slysið. Í stefnu Oliviu Jackson, sem lék áhættuatriði fyrir Millu Jovovich, aðalleikkonu myndarinnar, segir að framleiðendur hafi tjáð henni að greitt yrði fyrir sjúkrahúsvist og læknismeðferðir með sjúkratryggingum. Hún kveðst hins vegar aðeins hafa fengið um 33 þúsund dali, eða um fjórar milljónir íslenskra króna, borgaða. Um sé að ræða örlítinn hluta kostnaðarins en Jackson mun þurfa að greiða himinháar fjárhæðir í sjúkrahúskostnað það sem eftir er ævi sinnar. Þá varð hún einnig fyrir gríðarlegu tekjutapi vegna slyssins en Jackson hafði á sínum tíma verið ráðin sem áhættuleikkona í stórmyndinni Wonder Woman. Jackson heldur því jafnframt fram að gáleysi framleiðenda hafi orsakað slysið, sem varð þegar hún ók mótórhjóli á miklum hraða og hafnaði á myndavélakrana. Við áreksturinn „gjöreyðilagðist“ bein í framhandlegg hennar, svo taka þurfti handlegginn af við öxl, og þá flettist hold af andliti hennar með þeim afleiðingum að tennur hennar sáust í gegnum kinnina. Jackson hlaut einnig alvarlega áverka á hrygg og lungum, auk frekari beinbrota. Hún lýsir því í stefnunni að hún sé öll „snúin og afskræmd“ eftir slysið. Hér að neðan má sjá röntgenmynd sem sýnir umfang áverkanna. View this post on InstagramYup that’s a battery pack implanted in my left bum cheek. It powers electric currents to the neuro-pain-transmitter implanted on to my spinal cord (behind my teeth in the X-ray), to help with phantom arm pain. My left shoulder is raised due to paralysis of the left core & the the arm amputation. Hardest part of my days is to hold my head up (literally & figuratively). Paralysis of the left side of my neck, the skew spine & the fused neck make it really difficult to hold my own head up straight. The constant pain is unexplainable. I can’t actually remember what it feels like to be in a normal , pain free body It’s so tempting to hate the people that did this to me I try, rather, to use that energy to focus on getting better and staying positive A post shared by Olivia Jackson (@oliviathebandit) on Oct 20, 2018 at 4:23am PDT Jackson stefndi framleiðendunum fyrst í Suður-Afríku, þar sem tökur á myndinni fóru fram, en málinu var vísað frá. Málið er nú komið fyrir í rétt í Los Angeles, þar sem Jackson hefur stefnt framleiðslufyrirtækinu, sem og Jeremy Bolt og Paul Anderson, handritshöfundi og leikstjóra myndarinnar, fyrir samningsbrot.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira