„Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2019 08:00 Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna og þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, telur að sínir gömlu félagar í FH séu sigurstranglegri í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi í dag. FH-ingar hafa ekki unnið stóran titil frá 2016 þegar þeir urðu Íslandsmeistarar. „Það hefur ekki komið titill í Krikann í tæp þrjú ár sem þykir langur tími á þeim bænum. Þá langar svakalega mikið í bikarinn. Ég held að Víkinga langi alveg jafn mikið í hann þannig að þetta verður áhugavert,“ sagði Atli Viðar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „FH hefur verið á góðu róli undanfarnar vikur. Eftir að þeir fengu Morten Beck í framlínuna finnst mér allt annað yfirbragð á liðinu. Ég met það þannig að FH-ingar séu örlítið líklegri. Þeir hafa hefðina með sér og eru með fleiri leikmenn sem þekkja að spila svona leiki og vinna titla. Ég held að það hjálpi.“ Óttar Magnús þarf að axla ábyrgðÓlíklegt þykir að Kári Árnason leiki með Víkingum í dag en hann meiddist í leik Albaníu og Íslands á þriðjudaginn. Atli Viðar segir að fjarvera Kára hafi áhrif á lið Víkings en hann skorar á Óttar Magnús Karlsson að gera sig gildandi í úrslitaleiknum. „Það hefur heilmikla þýðingu og riðlar kerfinu og upplegginu. Það sem þarf að gerast er að aðrir leikmenn, eins og t.d. Óttar Magnús sem hefur verið svolítið í skjóli Kára, þarf að stíga upp og sýna alvöru frammistöðu og axla ábyrgð.“ En yrði það áfall fyrir FH að tapa bikarúrslitaleiknum? „Ég held að Davíð Þór [Viðarsson], fyrirliði FH, hafi sagt á dögunum að tímabil FH-inga verði dálítið dæmt af þessum leik, þannig að ég held að það yrði áfall fyrir þá að vinna ekki,“ svaraði Atli Viðar. Bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst hálftíma fyrir leik. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn. 13. september 2019 13:45 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. 13. september 2019 14:00 Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur. 13. september 2019 12:51 Mest lesið Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna og þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, telur að sínir gömlu félagar í FH séu sigurstranglegri í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi í dag. FH-ingar hafa ekki unnið stóran titil frá 2016 þegar þeir urðu Íslandsmeistarar. „Það hefur ekki komið titill í Krikann í tæp þrjú ár sem þykir langur tími á þeim bænum. Þá langar svakalega mikið í bikarinn. Ég held að Víkinga langi alveg jafn mikið í hann þannig að þetta verður áhugavert,“ sagði Atli Viðar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „FH hefur verið á góðu róli undanfarnar vikur. Eftir að þeir fengu Morten Beck í framlínuna finnst mér allt annað yfirbragð á liðinu. Ég met það þannig að FH-ingar séu örlítið líklegri. Þeir hafa hefðina með sér og eru með fleiri leikmenn sem þekkja að spila svona leiki og vinna titla. Ég held að það hjálpi.“ Óttar Magnús þarf að axla ábyrgðÓlíklegt þykir að Kári Árnason leiki með Víkingum í dag en hann meiddist í leik Albaníu og Íslands á þriðjudaginn. Atli Viðar segir að fjarvera Kára hafi áhrif á lið Víkings en hann skorar á Óttar Magnús Karlsson að gera sig gildandi í úrslitaleiknum. „Það hefur heilmikla þýðingu og riðlar kerfinu og upplegginu. Það sem þarf að gerast er að aðrir leikmenn, eins og t.d. Óttar Magnús sem hefur verið svolítið í skjóli Kára, þarf að stíga upp og sýna alvöru frammistöðu og axla ábyrgð.“ En yrði það áfall fyrir FH að tapa bikarúrslitaleiknum? „Ég held að Davíð Þór [Viðarsson], fyrirliði FH, hafi sagt á dögunum að tímabil FH-inga verði dálítið dæmt af þessum leik, þannig að ég held að það yrði áfall fyrir þá að vinna ekki,“ svaraði Atli Viðar. Bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst hálftíma fyrir leik. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn. 13. september 2019 13:45 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. 13. september 2019 14:00 Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur. 13. september 2019 12:51 Mest lesið Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn. 13. september 2019 13:45
Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30
Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. 13. september 2019 14:00
Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur. 13. september 2019 12:51