Nasistakrot í hermannakirkjugarði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2019 11:16 Skemmdarvargarnir krotuðu allskonar níðorð í kirkjugarðinum. epa/ ROB ENGELAAR Skemmdarvargar krotuðu meðal annars hakakross í seinni heimsstyrjaldar kirkjugarði breska samveldisins í Hollandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Handahófskenndir stafir voru spreyjaðir á marga legsteinanna í Mierlo kirkjugarðinum, nærri Eindhoven í suðurhluta Hollands. Stríðsgrafaumboð samveldisins (CWGC) sagðist „blöskra“ vegna skemmdarverkanna, en aðeins nokkrir dagar eru síðan önnur skemmdarverk voru unnin í kirkjugarðinum. Síðar í mánuðinum mun Karl Bretaprins vera viðstaddur minningarathafnar í Hollandi vegna Bardagans af Arnhem sem fór fram árið 1944. Minningarathöfnin mun marka 75 ára afmæli frelsunar Hollands undan oki nasistanna.Krotað var nærri á hvern einasta flöt í kirkjugarðinum.EPA/ROB ENGELAARÍ Mierlo kirkjugarðinum hvíla 664 hermenn breska samveldisins og einn hollenskur hermaður. Meðal þess sem var krotað í garðinum er „MH17 lygin,“ sem vísar til hraps flugvélar flugfélags Malasíu í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 sem varð 298 manns að bana, þar á meðal 193 Hollendinga. Alþjóðlegir rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hafi orðið fyrir rússneskri Buk eldflaug, sem skotið var af svæði sem var undir yfirráðum aðskilnaðarsinna sem nutu stuðning Rússa.Spreyjað var á nærri hvern einn og einasta legstein í kirkjugarðinum.epa/ ROB ENGELAARCWGC sagði það „erfitt að sjá skemmdarverkin sem unnin voru á legsteinunum sjálfum og að baki hverrar einnar og einustu grafar væri saga manneskju sem fórnaði sér.“ Hollenska fréttastofan Omroep Brabant sagði hollensku þjóðina vera í áfalli og reiða vegna skemmdarverkanna. Einn fréttamanna Omroep Brabant sagði þetta ekki smákrot, krotað hafi verið nærri alls staðar. „Stafir hafa verið krotaðir á nærri hvern einn og einasta legstein. [Þetta er] ótrúlegt.“ Kona sem talað var við sagðist vera sorgmædd og í áfalli og sagði foreldra sína hafa hjálpað til við að sjá um kirkjugarðinn í áraraðir.Op het 'Mierlo War Cemetery' in #Mierlo zijn vannacht diverse graven en monumenten beklad. We nemen de zaak zeer serieus en zijn een uitgebreid onderzoek gestart. Daarbij kunnen we tips goed gebruiken! pic.twitter.com/cRIZ5YPJyA — Politie Oost-Brabant (@politieob) September 13, 2019 „Hjarta mitt grætur. Hér eru grafnir 17 og 18 ára gamlir drengir sem frelsuðu okkur.“ Hollenska lögreglan tísti ákalli til almennings um að hafa samband ef einhver hefði upplýsingar sem gætu upplýst um hverjir gerendurnir væru. Bretland Holland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Skemmdarvargar krotuðu meðal annars hakakross í seinni heimsstyrjaldar kirkjugarði breska samveldisins í Hollandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Handahófskenndir stafir voru spreyjaðir á marga legsteinanna í Mierlo kirkjugarðinum, nærri Eindhoven í suðurhluta Hollands. Stríðsgrafaumboð samveldisins (CWGC) sagðist „blöskra“ vegna skemmdarverkanna, en aðeins nokkrir dagar eru síðan önnur skemmdarverk voru unnin í kirkjugarðinum. Síðar í mánuðinum mun Karl Bretaprins vera viðstaddur minningarathafnar í Hollandi vegna Bardagans af Arnhem sem fór fram árið 1944. Minningarathöfnin mun marka 75 ára afmæli frelsunar Hollands undan oki nasistanna.Krotað var nærri á hvern einasta flöt í kirkjugarðinum.EPA/ROB ENGELAARÍ Mierlo kirkjugarðinum hvíla 664 hermenn breska samveldisins og einn hollenskur hermaður. Meðal þess sem var krotað í garðinum er „MH17 lygin,“ sem vísar til hraps flugvélar flugfélags Malasíu í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 sem varð 298 manns að bana, þar á meðal 193 Hollendinga. Alþjóðlegir rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að flugvélin hafi orðið fyrir rússneskri Buk eldflaug, sem skotið var af svæði sem var undir yfirráðum aðskilnaðarsinna sem nutu stuðning Rússa.Spreyjað var á nærri hvern einn og einasta legstein í kirkjugarðinum.epa/ ROB ENGELAARCWGC sagði það „erfitt að sjá skemmdarverkin sem unnin voru á legsteinunum sjálfum og að baki hverrar einnar og einustu grafar væri saga manneskju sem fórnaði sér.“ Hollenska fréttastofan Omroep Brabant sagði hollensku þjóðina vera í áfalli og reiða vegna skemmdarverkanna. Einn fréttamanna Omroep Brabant sagði þetta ekki smákrot, krotað hafi verið nærri alls staðar. „Stafir hafa verið krotaðir á nærri hvern einn og einasta legstein. [Þetta er] ótrúlegt.“ Kona sem talað var við sagðist vera sorgmædd og í áfalli og sagði foreldra sína hafa hjálpað til við að sjá um kirkjugarðinn í áraraðir.Op het 'Mierlo War Cemetery' in #Mierlo zijn vannacht diverse graven en monumenten beklad. We nemen de zaak zeer serieus en zijn een uitgebreid onderzoek gestart. Daarbij kunnen we tips goed gebruiken! pic.twitter.com/cRIZ5YPJyA — Politie Oost-Brabant (@politieob) September 13, 2019 „Hjarta mitt grætur. Hér eru grafnir 17 og 18 ára gamlir drengir sem frelsuðu okkur.“ Hollenska lögreglan tísti ákalli til almennings um að hafa samband ef einhver hefði upplýsingar sem gætu upplýst um hverjir gerendurnir væru.
Bretland Holland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira