Úrslitaleikur á Kópavogsvelli í kvöld | Valur getur tryggt sér titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2019 08:00 Landsliðskonurnar Elín Metta Jensen og Ásta Eir Árnadóttir eigast við í fyrri deildarleik Vals og Breiðabliks. vísir/bára Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið sækir Breiðablik heim í sautjándu og næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Valur og Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa verið í sérflokki í Pepsi Max-deildinni í sumar og stungið önnur lið af. Valskonur eru með 46 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Blikum. Með sigri í kvöld verður Valur því Íslandsmeistari. Ef leikurinn endar með jafntefli eru Valskonur svo gott sem orðnar Íslandsmeistarar því þær eru með miklu betri markatölu en Blikar. Valur er með 52 mörk í plús en Breiðablik 35. Vinni Blikar verða þeir í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina á laugardaginn.Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni og er markahæst Blika.vísir/báraValur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli þegar þau mættust á Hlíðarenda í 8. umferð 3. júlí. Valur komst í 2-0 snemma leiks með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hlínar Eiríksdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í 2-1 á 40. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir og tryggði Blikum stig. Þetta er eini leikurinn í Pepsi Max-deildinni í sumar sem Valur hefur ekki unnið. Breiðablik gerði hins vegar markalaust jafntefli við Þór/KA í 13. umferð. Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 en þeirri bið gæti lokið í kvöld. Valskonur hafa tekið stór skref fram á við síðan á síðasta tímabili. Á sama tíma í fyrra var Valur með 30 stig. Fimm leikmenn í leikmannahópi Vals voru í Íslandsmeistaraliðinu 2010: Dóra María Lárusdóttir, Elín Metta Jensen, Hallbera Gísladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.Hlín er markahæst í Pepsi Max-deildinni ásamt liðsfélaga sínum, Elínu Mettu.vísir/báraÍ lokaumferðinni á laugardaginn fær Valur Keflavík í heimsókn á meðan Breiðablik sækir Fylki heim. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðungi fyrir leik. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Fjórir aðrir leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Úrslitin í fallbaráttunni gætu ráðist en Keflavík verður að vinna HK/Víking og treysta á að ÍBV vinni ekki Fylki til að eiga möguleika á að halda sér uppi.Leikir dagsins: 14:00 KR - Selfoss 14:00 ÍBV - Fylkir 14:00 Keflavík - HK/Víkingur 14:45 Þór/KA - Stjarnan 19:15 Breiðablik - ValurStaðan í Pepsi Max-deild kvenna þegar tveimur umferðum er ólokið. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið sækir Breiðablik heim í sautjándu og næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Valur og Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa verið í sérflokki í Pepsi Max-deildinni í sumar og stungið önnur lið af. Valskonur eru með 46 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Blikum. Með sigri í kvöld verður Valur því Íslandsmeistari. Ef leikurinn endar með jafntefli eru Valskonur svo gott sem orðnar Íslandsmeistarar því þær eru með miklu betri markatölu en Blikar. Valur er með 52 mörk í plús en Breiðablik 35. Vinni Blikar verða þeir í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina á laugardaginn.Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni og er markahæst Blika.vísir/báraValur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli þegar þau mættust á Hlíðarenda í 8. umferð 3. júlí. Valur komst í 2-0 snemma leiks með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hlínar Eiríksdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í 2-1 á 40. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir og tryggði Blikum stig. Þetta er eini leikurinn í Pepsi Max-deildinni í sumar sem Valur hefur ekki unnið. Breiðablik gerði hins vegar markalaust jafntefli við Þór/KA í 13. umferð. Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 en þeirri bið gæti lokið í kvöld. Valskonur hafa tekið stór skref fram á við síðan á síðasta tímabili. Á sama tíma í fyrra var Valur með 30 stig. Fimm leikmenn í leikmannahópi Vals voru í Íslandsmeistaraliðinu 2010: Dóra María Lárusdóttir, Elín Metta Jensen, Hallbera Gísladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.Hlín er markahæst í Pepsi Max-deildinni ásamt liðsfélaga sínum, Elínu Mettu.vísir/báraÍ lokaumferðinni á laugardaginn fær Valur Keflavík í heimsókn á meðan Breiðablik sækir Fylki heim. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðungi fyrir leik. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Fjórir aðrir leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Úrslitin í fallbaráttunni gætu ráðist en Keflavík verður að vinna HK/Víking og treysta á að ÍBV vinni ekki Fylki til að eiga möguleika á að halda sér uppi.Leikir dagsins: 14:00 KR - Selfoss 14:00 ÍBV - Fylkir 14:00 Keflavík - HK/Víkingur 14:45 Þór/KA - Stjarnan 19:15 Breiðablik - ValurStaðan í Pepsi Max-deild kvenna þegar tveimur umferðum er ólokið.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn