Hefur ekki gerst í 49 ár en gæti gerst á Hlíðarenda í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2019 13:45 KR dansa hér sigurdans þegar þeir urðu síðast Íslandsmeistarar 2013. fréttablaðið/stefán KR-ingar verða Íslandsmeistarar á heimavelli fráfarandi Íslandsmeistara með sigri á Hlíðarenda í kvöld. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en það er löngu orðið ljóst að Valsmenn vinna hann ekki þriðja árið í röð. Baráttan stendur þess í stað á milli KR og Breiðabliks og þar er staða KR-inga talsvert betri. KR-ingar hafa sjö stiga forskot á Blika og verða Íslandsmeistari með sigri á Val á Hlíðarenda í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. KR getur þar orðið fyrsta liðið í 49 ár til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. Það gerðist síðast í september 1970. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar 1970 eftir 2-1 sigur á Keflavík í næstsíðustu umferðinni. Guðjón Guðmundsson skoraði þá sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Mikill áhugi var fyrir leiknum, óformlegum úrslitaleik um titilinn, og Akraborgin sigldi meðal annars beint frá Akranesi til Keflavíkur í aðdraganda leiksins. Keflavík hafði orðið Íslandsmeistari sumarið 1969 undir stjórn hins 28 ára gamla þjálfara Hólmberts Friðjónssonar. Keflavíkurliðið var í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við Skagamenn bæði þessi tímabil en liðin skiptu á milli sín titlunum. Skagamenn komust í 1-0 með marki Eyleifs Hafsteinssonar í upphafi leiksins sem var spilaður á Keflavíkurvelli 12. september 1970 en nokkrum mínútum síðar náði Magnús Torfason að jafna metin. Sextán mínútur liðnar og staðan 1-1. Þannig stóðu leikar þar til á 85. mínútu þegar Eyleifur og Guðjón spiluðu sig í gegnum Keflavíkurvörnina og Guðjón skoraði sigurmarkið mikilvæga. Guðjón var vissulega hetja Skagamanna en mikið munaði um Eyleif Hafsteinsson sem ÍA hafði endurheimt eftir fjögurra ára veru hjá KR. Eyleifur var maðurinn á bak við bæði mörkin, skoraði þar fyrra en lagði upp það síðara. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fréttir úr dagblöðunum eftir þennan leik. KR-ingar geta leikið þetta eftir í kvöld og orðið fyrstu Íslandsmeistararnir í 49 ár sem tryggja sér titilinn á heimavelli fráfarandi meistara. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
KR-ingar verða Íslandsmeistarar á heimavelli fráfarandi Íslandsmeistara með sigri á Hlíðarenda í kvöld. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en það er löngu orðið ljóst að Valsmenn vinna hann ekki þriðja árið í röð. Baráttan stendur þess í stað á milli KR og Breiðabliks og þar er staða KR-inga talsvert betri. KR-ingar hafa sjö stiga forskot á Blika og verða Íslandsmeistari með sigri á Val á Hlíðarenda í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. KR getur þar orðið fyrsta liðið í 49 ár til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. Það gerðist síðast í september 1970. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar 1970 eftir 2-1 sigur á Keflavík í næstsíðustu umferðinni. Guðjón Guðmundsson skoraði þá sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Mikill áhugi var fyrir leiknum, óformlegum úrslitaleik um titilinn, og Akraborgin sigldi meðal annars beint frá Akranesi til Keflavíkur í aðdraganda leiksins. Keflavík hafði orðið Íslandsmeistari sumarið 1969 undir stjórn hins 28 ára gamla þjálfara Hólmberts Friðjónssonar. Keflavíkurliðið var í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við Skagamenn bæði þessi tímabil en liðin skiptu á milli sín titlunum. Skagamenn komust í 1-0 með marki Eyleifs Hafsteinssonar í upphafi leiksins sem var spilaður á Keflavíkurvelli 12. september 1970 en nokkrum mínútum síðar náði Magnús Torfason að jafna metin. Sextán mínútur liðnar og staðan 1-1. Þannig stóðu leikar þar til á 85. mínútu þegar Eyleifur og Guðjón spiluðu sig í gegnum Keflavíkurvörnina og Guðjón skoraði sigurmarkið mikilvæga. Guðjón var vissulega hetja Skagamanna en mikið munaði um Eyleif Hafsteinsson sem ÍA hafði endurheimt eftir fjögurra ára veru hjá KR. Eyleifur var maðurinn á bak við bæði mörkin, skoraði þar fyrra en lagði upp það síðara. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fréttir úr dagblöðunum eftir þennan leik. KR-ingar geta leikið þetta eftir í kvöld og orðið fyrstu Íslandsmeistararnir í 49 ár sem tryggja sér titilinn á heimavelli fráfarandi meistara.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira