Undir áhrifum áhrifavalda Sigríður Karlsdóttir skrifar 16. september 2019 14:12 Ég vaknaði í gærmorgun og tók eftir því að ferðataskan var ennþá á gólfinu. Með óhreina þvottinum í. Opin. Sólarhring eftir heimkomu. Ég labbaði klofvega yfir hana með úfinn kamb og fékk mér kaffi. Ekki til mjólk. Notaði gamla mjólk úr kókópuffskál barnanna. Af því ég var eitthvað úrill og þreytt þá fór ég bara á samfélagsmiðla í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt. Þar sá ég áhrifavald vera að þrífa um miðja nótt. Ekki misskilja mig, ég held að þessi dama sé fŕábær móðir og eiginkona. En bara með áhersluna á þrif á öðru leveli en ég. Ég heyrði af konu sem þekkir til að ungar húsmæður séu að hrynja eins og taflkarlar niður af álagi. Útaf pressu. Ofurábyrgð og vilja ekki vera dæmdar. Ég þekki einn áhrifavald mjög vel. Hann hleypur um í g-streng um miðjar nætur og hjálpar fólki í kringum jólin. Dásamlegur karakter sem mér þykir mjög vænt um. En ég myndi aldrei gera það sem hann er að gera. Það er ekki sök áhrifavalda að fólk stekkur til að gerir eins og þeir gera. Til þess er reyndar leikurinn gerður og minnir mig gjarnan á The Truman show. En það er önnur saga. Það er ekki vegna þeirra að það seljast upp vörur eða húsmæður hrynja með of háan blóðþrýsting. Það er okkar sök. Okkar, sem verðum fyrir áhrifum áhrifavalda og fjölmiðla. Að stara ekki með innantóm augu á skjáinn og taka öllum sem heilögum sannleik. Að skorta gagnrýna hugsun. Það er okkar að sýna sjálfstæði og velja það sem er best fyrir okkur. Alltaf. Stundum er bara svo auðvelt að láta mata sig. En það er dálítið stórt samfélagslegt vandamál. Að vilja alltaf það sem aðrir vilja er skortur á sjálfsvirðingu eða sjálfsást. Að gera bara hluti fyrir aðra og þóknast öðrum er skortur á sjálfstrausti. Ég lokaði símanum, hlustaði á hallærislega gamaldags tónlist sem er ekki í tísku (ég þarf allavega ekki að bíða í biðröð eftir tónleikum) og klæddi mig ekki í brjóstarhaldara. Þannig vil ég vera. Þannig líður mér vel og ef áhrif áhrifavalda laumast inn þá lít ég ég spegil og blikka mig. Ég er nefnilega æðisleg nákvæmlega eins og ég er! Ég gekk frá úr ferðatöskunni að lokum. En á mínum hraða. Verum bara við sjálf. Við erum bara best þannig! Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vaknaði í gærmorgun og tók eftir því að ferðataskan var ennþá á gólfinu. Með óhreina þvottinum í. Opin. Sólarhring eftir heimkomu. Ég labbaði klofvega yfir hana með úfinn kamb og fékk mér kaffi. Ekki til mjólk. Notaði gamla mjólk úr kókópuffskál barnanna. Af því ég var eitthvað úrill og þreytt þá fór ég bara á samfélagsmiðla í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt. Þar sá ég áhrifavald vera að þrífa um miðja nótt. Ekki misskilja mig, ég held að þessi dama sé fŕábær móðir og eiginkona. En bara með áhersluna á þrif á öðru leveli en ég. Ég heyrði af konu sem þekkir til að ungar húsmæður séu að hrynja eins og taflkarlar niður af álagi. Útaf pressu. Ofurábyrgð og vilja ekki vera dæmdar. Ég þekki einn áhrifavald mjög vel. Hann hleypur um í g-streng um miðjar nætur og hjálpar fólki í kringum jólin. Dásamlegur karakter sem mér þykir mjög vænt um. En ég myndi aldrei gera það sem hann er að gera. Það er ekki sök áhrifavalda að fólk stekkur til að gerir eins og þeir gera. Til þess er reyndar leikurinn gerður og minnir mig gjarnan á The Truman show. En það er önnur saga. Það er ekki vegna þeirra að það seljast upp vörur eða húsmæður hrynja með of háan blóðþrýsting. Það er okkar sök. Okkar, sem verðum fyrir áhrifum áhrifavalda og fjölmiðla. Að stara ekki með innantóm augu á skjáinn og taka öllum sem heilögum sannleik. Að skorta gagnrýna hugsun. Það er okkar að sýna sjálfstæði og velja það sem er best fyrir okkur. Alltaf. Stundum er bara svo auðvelt að láta mata sig. En það er dálítið stórt samfélagslegt vandamál. Að vilja alltaf það sem aðrir vilja er skortur á sjálfsvirðingu eða sjálfsást. Að gera bara hluti fyrir aðra og þóknast öðrum er skortur á sjálfstrausti. Ég lokaði símanum, hlustaði á hallærislega gamaldags tónlist sem er ekki í tísku (ég þarf allavega ekki að bíða í biðröð eftir tónleikum) og klæddi mig ekki í brjóstarhaldara. Þannig vil ég vera. Þannig líður mér vel og ef áhrif áhrifavalda laumast inn þá lít ég ég spegil og blikka mig. Ég er nefnilega æðisleg nákvæmlega eins og ég er! Ég gekk frá úr ferðatöskunni að lokum. En á mínum hraða. Verum bara við sjálf. Við erum bara best þannig! Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun