Undir áhrifum áhrifavalda Sigríður Karlsdóttir skrifar 16. september 2019 14:12 Ég vaknaði í gærmorgun og tók eftir því að ferðataskan var ennþá á gólfinu. Með óhreina þvottinum í. Opin. Sólarhring eftir heimkomu. Ég labbaði klofvega yfir hana með úfinn kamb og fékk mér kaffi. Ekki til mjólk. Notaði gamla mjólk úr kókópuffskál barnanna. Af því ég var eitthvað úrill og þreytt þá fór ég bara á samfélagsmiðla í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt. Þar sá ég áhrifavald vera að þrífa um miðja nótt. Ekki misskilja mig, ég held að þessi dama sé fŕábær móðir og eiginkona. En bara með áhersluna á þrif á öðru leveli en ég. Ég heyrði af konu sem þekkir til að ungar húsmæður séu að hrynja eins og taflkarlar niður af álagi. Útaf pressu. Ofurábyrgð og vilja ekki vera dæmdar. Ég þekki einn áhrifavald mjög vel. Hann hleypur um í g-streng um miðjar nætur og hjálpar fólki í kringum jólin. Dásamlegur karakter sem mér þykir mjög vænt um. En ég myndi aldrei gera það sem hann er að gera. Það er ekki sök áhrifavalda að fólk stekkur til að gerir eins og þeir gera. Til þess er reyndar leikurinn gerður og minnir mig gjarnan á The Truman show. En það er önnur saga. Það er ekki vegna þeirra að það seljast upp vörur eða húsmæður hrynja með of háan blóðþrýsting. Það er okkar sök. Okkar, sem verðum fyrir áhrifum áhrifavalda og fjölmiðla. Að stara ekki með innantóm augu á skjáinn og taka öllum sem heilögum sannleik. Að skorta gagnrýna hugsun. Það er okkar að sýna sjálfstæði og velja það sem er best fyrir okkur. Alltaf. Stundum er bara svo auðvelt að láta mata sig. En það er dálítið stórt samfélagslegt vandamál. Að vilja alltaf það sem aðrir vilja er skortur á sjálfsvirðingu eða sjálfsást. Að gera bara hluti fyrir aðra og þóknast öðrum er skortur á sjálfstrausti. Ég lokaði símanum, hlustaði á hallærislega gamaldags tónlist sem er ekki í tísku (ég þarf allavega ekki að bíða í biðröð eftir tónleikum) og klæddi mig ekki í brjóstarhaldara. Þannig vil ég vera. Þannig líður mér vel og ef áhrif áhrifavalda laumast inn þá lít ég ég spegil og blikka mig. Ég er nefnilega æðisleg nákvæmlega eins og ég er! Ég gekk frá úr ferðatöskunni að lokum. En á mínum hraða. Verum bara við sjálf. Við erum bara best þannig! Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ég vaknaði í gærmorgun og tók eftir því að ferðataskan var ennþá á gólfinu. Með óhreina þvottinum í. Opin. Sólarhring eftir heimkomu. Ég labbaði klofvega yfir hana með úfinn kamb og fékk mér kaffi. Ekki til mjólk. Notaði gamla mjólk úr kókópuffskál barnanna. Af því ég var eitthvað úrill og þreytt þá fór ég bara á samfélagsmiðla í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt. Þar sá ég áhrifavald vera að þrífa um miðja nótt. Ekki misskilja mig, ég held að þessi dama sé fŕábær móðir og eiginkona. En bara með áhersluna á þrif á öðru leveli en ég. Ég heyrði af konu sem þekkir til að ungar húsmæður séu að hrynja eins og taflkarlar niður af álagi. Útaf pressu. Ofurábyrgð og vilja ekki vera dæmdar. Ég þekki einn áhrifavald mjög vel. Hann hleypur um í g-streng um miðjar nætur og hjálpar fólki í kringum jólin. Dásamlegur karakter sem mér þykir mjög vænt um. En ég myndi aldrei gera það sem hann er að gera. Það er ekki sök áhrifavalda að fólk stekkur til að gerir eins og þeir gera. Til þess er reyndar leikurinn gerður og minnir mig gjarnan á The Truman show. En það er önnur saga. Það er ekki vegna þeirra að það seljast upp vörur eða húsmæður hrynja með of háan blóðþrýsting. Það er okkar sök. Okkar, sem verðum fyrir áhrifum áhrifavalda og fjölmiðla. Að stara ekki með innantóm augu á skjáinn og taka öllum sem heilögum sannleik. Að skorta gagnrýna hugsun. Það er okkar að sýna sjálfstæði og velja það sem er best fyrir okkur. Alltaf. Stundum er bara svo auðvelt að láta mata sig. En það er dálítið stórt samfélagslegt vandamál. Að vilja alltaf það sem aðrir vilja er skortur á sjálfsvirðingu eða sjálfsást. Að gera bara hluti fyrir aðra og þóknast öðrum er skortur á sjálfstrausti. Ég lokaði símanum, hlustaði á hallærislega gamaldags tónlist sem er ekki í tísku (ég þarf allavega ekki að bíða í biðröð eftir tónleikum) og klæddi mig ekki í brjóstarhaldara. Þannig vil ég vera. Þannig líður mér vel og ef áhrif áhrifavalda laumast inn þá lít ég ég spegil og blikka mig. Ég er nefnilega æðisleg nákvæmlega eins og ég er! Ég gekk frá úr ferðatöskunni að lokum. En á mínum hraða. Verum bara við sjálf. Við erum bara best þannig! Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar