„Panikkaði“ og skoraði sigurkörfu ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 12:30 Dearica Marie Hamby. Getty/Greg Nelson Las Vegas á lið í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir að hafa slegið út Chicago Sky með dramatískum hætti í síðustu umferð. Sigurkarfa leiksins var eftirminnileg og ótrúleg þegar tekið er mið af því að lið Las Vegas Aces var tveimur stigum undir og ekki með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá var komið að ævintýralegum tilburðum Dearica Marie Hamby hjá Las Vegas Aces. Dearica Marie Hamby er 25 ára gömul og var á dögunum kosin besti sjötti leikmaður deildarinnar. Dearica Marie Hamby komst inn í sendingu hjá leikmanni Chicago Sky, hélt sér inn á vellinum, brunaði fram völlinn og skaut á körfuna langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Boltinn sigldi beina leið í körfuna og þetta reyndist sigurkarfa leiksins. Það sem Dearica Marie Hamby áttaði sig ekki á að það voru enn fimm sekúndur eftir. Hún hefði því vel getað farið nær eins og sjá má hér fyrir neðan.@dearicamarie shut the gym down with her heave from distance to propel the @LVAces to the #WNBAPlayoffs semifinals! pic.twitter.com/nnvYhgI1w2 — WNBA (@WNBA) September 16, 2019 Leikmönnum Chicago Sky tókst ekki að nýta sér lokasóknina sína og urðu því að sætta sig við 93-92 tap fyrir Las Vegas Aces. Las Vegas Aces mætir liði Washington Mystics í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Dearica Marie Hamby tjáði sig um þessa ótrúlegu sigurkörfu sína á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramIDK WHAT I DID TO DESERVE THIS but survive and advance baby!!!! (I forgot that we had 5 seconds and honestly, I panicked and got lucky) SEMIS NEXT!!! A post shared by dearica marie hamby (@dearicamarie) on Sep 15, 2019 at 6:13pm PDT „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga svona skilið en við lifðum þetta af og komust áfram. Ég gleymdi að það voru enn fimm sekúndur eftir. Ef ég segi alveg eins og er þá panikkaði ég en ég hafði heppnina með mér,“ sagði Dearica Marie Hamby. Þetta var eina þriggja stiga skotið hennar í leiknum en hún endaði leikinn með 17 stig, 67 prósent skotnýtingu, 5 stoðsendingar, 4 fráköst og 2 stolna bolta. Dearica Marie Hamby var með 11,0 stig og 7,6 fráköst að meðaltali í deildarkeppninni.The @dearicamarie game-winner in #PhantomCam#WNBAPlayoffspic.twitter.com/RSlRjZTIIf — WNBA (@WNBA) September 15, 2019 NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Las Vegas á lið í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir að hafa slegið út Chicago Sky með dramatískum hætti í síðustu umferð. Sigurkarfa leiksins var eftirminnileg og ótrúleg þegar tekið er mið af því að lið Las Vegas Aces var tveimur stigum undir og ekki með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá var komið að ævintýralegum tilburðum Dearica Marie Hamby hjá Las Vegas Aces. Dearica Marie Hamby er 25 ára gömul og var á dögunum kosin besti sjötti leikmaður deildarinnar. Dearica Marie Hamby komst inn í sendingu hjá leikmanni Chicago Sky, hélt sér inn á vellinum, brunaði fram völlinn og skaut á körfuna langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Boltinn sigldi beina leið í körfuna og þetta reyndist sigurkarfa leiksins. Það sem Dearica Marie Hamby áttaði sig ekki á að það voru enn fimm sekúndur eftir. Hún hefði því vel getað farið nær eins og sjá má hér fyrir neðan.@dearicamarie shut the gym down with her heave from distance to propel the @LVAces to the #WNBAPlayoffs semifinals! pic.twitter.com/nnvYhgI1w2 — WNBA (@WNBA) September 16, 2019 Leikmönnum Chicago Sky tókst ekki að nýta sér lokasóknina sína og urðu því að sætta sig við 93-92 tap fyrir Las Vegas Aces. Las Vegas Aces mætir liði Washington Mystics í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Dearica Marie Hamby tjáði sig um þessa ótrúlegu sigurkörfu sína á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramIDK WHAT I DID TO DESERVE THIS but survive and advance baby!!!! (I forgot that we had 5 seconds and honestly, I panicked and got lucky) SEMIS NEXT!!! A post shared by dearica marie hamby (@dearicamarie) on Sep 15, 2019 at 6:13pm PDT „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga svona skilið en við lifðum þetta af og komust áfram. Ég gleymdi að það voru enn fimm sekúndur eftir. Ef ég segi alveg eins og er þá panikkaði ég en ég hafði heppnina með mér,“ sagði Dearica Marie Hamby. Þetta var eina þriggja stiga skotið hennar í leiknum en hún endaði leikinn með 17 stig, 67 prósent skotnýtingu, 5 stoðsendingar, 4 fráköst og 2 stolna bolta. Dearica Marie Hamby var með 11,0 stig og 7,6 fráköst að meðaltali í deildarkeppninni.The @dearicamarie game-winner in #PhantomCam#WNBAPlayoffspic.twitter.com/RSlRjZTIIf — WNBA (@WNBA) September 15, 2019
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira