KR tryggði sér 27. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með 0-1 sigri á Val á Origo-vellinum í gær.
Í liði KR eru þrír leikmenn úr fyrsta og eina Íslandsmeistaraliði Breiðabliks; Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kristinn Jónsson og Finnur Orri Margeirsson.
Arnór Sveinn og Kristinn hafa verið fastamenn í vörn KR sem hefur haldið hreinu í fjórum leikjum í röð og fengið á sig fæst mörk allra í Pepsi Max-deildinni (20). Finnur Orri hefur leikið tólf leiki í sumar, þar af sjö í byrjunarliði.

Kristján Flóki Finnbogason, sem kom til KR á miðju sumri, varð Íslandsmeistari með FH 2015 og 2016.
Pálmi Rafn Pálmason varð Íslandsmeistari með Valsmönnum 2007, eða fyrir tólf árum. Hann skoraði sigurmark KR á sínum gamla heimavelli í gær.
Þá varð danski framherjinn Tobias Thomsen Íslandsmeistari með Val í fyrra.
Óskar Örn Hauksson, Aron Bjarki Jósepsson og Gunnar Þór Gunnarsson urðu Íslandsmeistarar í þriðja sinn með KR í gær og þeir Atli Sigurjónsson og Skúli Jón Friðgeirsson í annað sinn.
Alls áttu því tólf leikmenn KR Íslandsmeistaratitil á ferilskránni fyrir gærdaginn.