Gekk inn í kennslustofu í Stakkahlíð og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 14:17 Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð. MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDS Lögregla handtók karlmann í Stakkahlíð, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hádegisbil í dag eftir að maðurinn gekk inn í kennslustofu og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur. „Þetta var rétt áður en tíminn byrjaði, um tuttugu mínútum áður. Það sátu nokkrar stelpur á aftasta bekk og ég sat á bekknum fyrir framan. Svo labbar maðurinn inn,“ segir Ómar Atli Sigurðsson nemi við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Hann var staddur í kennslustofunni þegar atvikið átti sér stað. Gengið er inn í stofuna að aftan og stúlkurnar voru því næst manninum þegar hann kom inn. „Hann lokar harkalega á eftir sér, gyrðir niður um sig og byrjar að rúnka sér.“ Ómar segir að þeim sem voru inni í stofunni hafi brugðið mjög þegar þau áttuði sig á því sem var að gerast. „Þær verða fyrir miklu sjokki, koma sér frá og út í horn. Ég stend þá upp og segi ekki neitt í nokkrar sekúndur. Þetta var furðulegt atvik. Svo segi ég honum að koma sér út en hann hlustar ekki, svo verð ég aðeins hvassari og segi honum að drulla sér út. Þá hættir hann og labbar út.“Hafði lent í manninum skömmu áður Ómar og stelpurnar héldu kyrru fyrir í kennslustofunni. Eftir stutta stund kom samnemandi þeirra inni í stofuna sem hringdi á lögreglu. „Svo erum við eftir í stofunni á meðan lögreglan leitar að manninum, sem þau fundu svo á endanum.“ Þá skilst Ómari að maðurinn hafi átt í einhverjum samskiptum við stúlkurnar fyrir utan stofuna áður en þær fóru þangað inn. „Þær voru í mjög miklu sjokki. Það er nú allt í lagi með mig. Það var ein sem lenti aðeins verr í þessu, lenti aðeins meira í honum en aðrar, sem ég sá ekki en sem gerðist víst aðeins á undan. Þær voru að tala um það þegar ég labbaði inn, þær voru mættar í stofuna á undan mér. Mínútu eftir að ég kem inn í stofuna kemur maðurinn.“ Ómar segir að tímanum hafi verið aflýst í kjölfar atviksins. Þá kveðst hann hafa lýst atburðarásinni fyrir lögreglu, sem mætti með fjölmennt lið á staðinn. Fréttastofa hefur ekki náð í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sjá meira
Lögregla handtók karlmann í Stakkahlíð, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hádegisbil í dag eftir að maðurinn gekk inn í kennslustofu og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur. „Þetta var rétt áður en tíminn byrjaði, um tuttugu mínútum áður. Það sátu nokkrar stelpur á aftasta bekk og ég sat á bekknum fyrir framan. Svo labbar maðurinn inn,“ segir Ómar Atli Sigurðsson nemi við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Hann var staddur í kennslustofunni þegar atvikið átti sér stað. Gengið er inn í stofuna að aftan og stúlkurnar voru því næst manninum þegar hann kom inn. „Hann lokar harkalega á eftir sér, gyrðir niður um sig og byrjar að rúnka sér.“ Ómar segir að þeim sem voru inni í stofunni hafi brugðið mjög þegar þau áttuði sig á því sem var að gerast. „Þær verða fyrir miklu sjokki, koma sér frá og út í horn. Ég stend þá upp og segi ekki neitt í nokkrar sekúndur. Þetta var furðulegt atvik. Svo segi ég honum að koma sér út en hann hlustar ekki, svo verð ég aðeins hvassari og segi honum að drulla sér út. Þá hættir hann og labbar út.“Hafði lent í manninum skömmu áður Ómar og stelpurnar héldu kyrru fyrir í kennslustofunni. Eftir stutta stund kom samnemandi þeirra inni í stofuna sem hringdi á lögreglu. „Svo erum við eftir í stofunni á meðan lögreglan leitar að manninum, sem þau fundu svo á endanum.“ Þá skilst Ómari að maðurinn hafi átt í einhverjum samskiptum við stúlkurnar fyrir utan stofuna áður en þær fóru þangað inn. „Þær voru í mjög miklu sjokki. Það er nú allt í lagi með mig. Það var ein sem lenti aðeins verr í þessu, lenti aðeins meira í honum en aðrar, sem ég sá ekki en sem gerðist víst aðeins á undan. Þær voru að tala um það þegar ég labbaði inn, þær voru mættar í stofuna á undan mér. Mínútu eftir að ég kem inn í stofuna kemur maðurinn.“ Ómar segir að tímanum hafi verið aflýst í kjölfar atviksins. Þá kveðst hann hafa lýst atburðarásinni fyrir lögreglu, sem mætti með fjölmennt lið á staðinn. Fréttastofa hefur ekki náð í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sjá meira