Fyrirliði Blika, Gunnleifur Gunnleifsson, sagði frá þessu á Twitter í dag.
Eftir því sem fram kemur í frétt Fótbolta.net þá er Andri Rafn að flytja til Rómarborgar til þess að stunda nám í verkfræði.
Uppáhaldsleikmaðurinn minn að flytja til Róm á morgun. Tilboðum frá Lazio og Roma eru hafnað. #Yeoman#minnmaðurpic.twitter.com/E05WD7F1ymAndri Rafn hefur verið fastamaður í leiki Breiðabliks síðustu ár og á að baki 331 leik fyrir félagið.
— gulligull1 (@GGunnleifsson) September 17, 2019
Hinn 27 ára Andri hóf feril sinn með Breiðabliki árið 2009 og hefur hann verið allan sinn feril í græna hluta Kópavogs.
Breiðablik er í öðru sæti Pepsi Max deildar karla þegar tvær umferðir eru eftir, sex stigum á undan FH og með 15 mörk á Hafnfirðinga svo annað sætið er líklegast þeirra. FH á þó leik til góða á Breiðablik.