Vill aðkomu fagfjárfesta að flugvellinum Davíð Stefánsson skrifar 18. september 2019 07:30 Konurnar voru að koma frá Belgíu þegar þær voru stöðvaðar á Keflavíkurflugvelli í lok ágúst. Vísir/vilhelm Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf., telur að skoða ætti aðkomu fjárfesta að félaginu til að tryggja fagþekkingu í rekstri og fyrirhugaðri uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. „Ég tel skynsamlegt að horfa með jákvæðum augum til þess að sækja viðbótarfjármögnun með viðbótarhlutafé,“ segir Sveinbjörn í viðtali við Markaðinn. Hann telur æskilegt að það fjármagn komi frá fagfjárfestum. „Ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta í alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur.“ Í kortunum kunna að vera talsverðar skipulagsbreytingar á Isavia. Forstjórinn segir að huga verði að því að skilja samkeppnishluta félagsins frá öðrum þáttum. „Við verðum líka að viðurkenna þá staðreynd að rekstur Keflavíkurflugvallar er sú eining sem ber langmestu áhættuna og er í raun eina einingin sem getur haft veruleg neikvæð áhrif á eigin fé Isavia. Það þarf því að meðhöndla þá áhættu í samræmi við það,“ segir hann en segir að ekki sé tímabært að svo stöddu að útlista í smáatriðum hvað í því felst. Hann segir að áhugasamir flugfjárfestar hafi verið í sambandi við Isavia. „Við tökum vel á móti öllum og það fá allir kynningu á því sem við erum að gera. Það er mikill áhugi á að koma að fjármögnun slíkra innviðaverkefna. Það er okkar mat að það sé ekki stórkostlega erfitt að fá inn fjárfesta í verkefnin sem fram undan eru á Keflavíkurflugvelli.“ Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir um 30 milljarða króna framkvæmdum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Sveinbjörn segir þetta vera risavaxin verkefni. „Í peningum verður fjárhæðin vel norðan við hundrað milljarða króna þegar uppbyggingaráætlunin er fullframkvæmd.“ Sveinbjörn segir mun meiri verðmæti felast í því fyrir Isavia að fá inn fagfjárfesta sem hafa þekkingu á rekstri flugvalla en í fjármununum sem slíkum. „Það er auðveldara að sækja fjármagnið en þekkinguna. En ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta á alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur. Við höfum á tiltölulega fáum árum vaxið úr litlum flugvelli í alþjóðlegan flugvöll með öllum þeim tækifærum og áskorunum sem því fylgir,“ segir hann. Að sögn Sveinbjörns hefur stjórn Isavia ekki rætt þetta sérstaklega. Þeir viti þó af heimsóknum áhugasamra fjárfesta. Aðspurður um hvort einhver vinna í þessa veru sé í gangi í fjármálaráðuneytinu telur hann svo ekki vera. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf., telur að skoða ætti aðkomu fjárfesta að félaginu til að tryggja fagþekkingu í rekstri og fyrirhugaðri uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. „Ég tel skynsamlegt að horfa með jákvæðum augum til þess að sækja viðbótarfjármögnun með viðbótarhlutafé,“ segir Sveinbjörn í viðtali við Markaðinn. Hann telur æskilegt að það fjármagn komi frá fagfjárfestum. „Ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta í alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur.“ Í kortunum kunna að vera talsverðar skipulagsbreytingar á Isavia. Forstjórinn segir að huga verði að því að skilja samkeppnishluta félagsins frá öðrum þáttum. „Við verðum líka að viðurkenna þá staðreynd að rekstur Keflavíkurflugvallar er sú eining sem ber langmestu áhættuna og er í raun eina einingin sem getur haft veruleg neikvæð áhrif á eigin fé Isavia. Það þarf því að meðhöndla þá áhættu í samræmi við það,“ segir hann en segir að ekki sé tímabært að svo stöddu að útlista í smáatriðum hvað í því felst. Hann segir að áhugasamir flugfjárfestar hafi verið í sambandi við Isavia. „Við tökum vel á móti öllum og það fá allir kynningu á því sem við erum að gera. Það er mikill áhugi á að koma að fjármögnun slíkra innviðaverkefna. Það er okkar mat að það sé ekki stórkostlega erfitt að fá inn fjárfesta í verkefnin sem fram undan eru á Keflavíkurflugvelli.“ Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir um 30 milljarða króna framkvæmdum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Sveinbjörn segir þetta vera risavaxin verkefni. „Í peningum verður fjárhæðin vel norðan við hundrað milljarða króna þegar uppbyggingaráætlunin er fullframkvæmd.“ Sveinbjörn segir mun meiri verðmæti felast í því fyrir Isavia að fá inn fagfjárfesta sem hafa þekkingu á rekstri flugvalla en í fjármununum sem slíkum. „Það er auðveldara að sækja fjármagnið en þekkinguna. En ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta á alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur. Við höfum á tiltölulega fáum árum vaxið úr litlum flugvelli í alþjóðlegan flugvöll með öllum þeim tækifærum og áskorunum sem því fylgir,“ segir hann. Að sögn Sveinbjörns hefur stjórn Isavia ekki rætt þetta sérstaklega. Þeir viti þó af heimsóknum áhugasamra fjárfesta. Aðspurður um hvort einhver vinna í þessa veru sé í gangi í fjármálaráðuneytinu telur hann svo ekki vera.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira